WINTER X GAMES 2012 - DAY 2
Annar dagurinn á Winter X Games 2012 fór fram í gær/nótt og þar fóru fram úrslit í Women's Snowboard Slopestyle, Snowboard Big Air og Women's Snowboard SuperPipe. Í Women's Snowboard Slopestyle var það Jamie Anderson sem sigraði örugglega. Í Snowboard Big Air var hrikaleg veisla í gangi en þar endaði hinn ungi Mark McMorris sem sigurvegari eftir að hafa lent ótrúlega flottu "backside triple cork 1440". Í Women's Snowboard SuperPipe var það svo Kelly Clark sem vann sitt fjórða gull í greininni.
Virkilega flott kvöld á WXG 2012 þrátt fyrir að Halldór Helga hafi ekki náð inn í úrslit í Snowboard Big Air, vantaði svo lítið uppá að hann næði að lenda stökkinu sínu sem hefði tryggt honum sæti og menn tala um jafnvel sigur !
Myndir frá Xgames.com
Hér fyrir neðan er "highlights" video frá deginum og svo video af sigurvegurum dagsins !
Winter X Games 2012 - Highlights Day 2
Winter X Games 2012 - Women's Snowboard Slopestyle - Gold - Jamie Anderson
Winter X Games 2012 - Snowboard Big Air - Gold - Mark McMorris
Winter X Games 2012 - Women's Snowboard SuperPipe - Gold - Kelly Clark
Í dag og nótt fara svo fram úrslit í Women's Ski SuperPipe, Real Snow, Men's Ski SuperPipe, Men's & Women's Snowboarder X, Men's Snowboard Slopestyle og síðast en ekki síst Ski Big Air, svo það er nóg af fjöri framundan !