AMA EX 2011 - ROUND 6 - BOISE
Um helgina fór fram sjötta og næstsíðasta umferðin í AMA Endurocross-inu og var keppt í Boise í Idaho fylki. Brautin að þessu sinni var svakaleg með hrikalegum trjádrumba "double" með pollum á milli. Það voru meira að segja fáir Pro ökumenn sem stukku þennan. Einnig var lengsti grjótakafli sem hefur sést í AMA Endurcross-inu hingað til og hann reyndist virkilega krefjandi fyrir ökumenn.
Myndir frá www.endurocross.com
Enn og aftur var það Taddy Blazusiak á KTM sem kom sá og sigraði en hann náði strax góðu starti og þaðan var það auð leið fyrir Pólverjann. Hann hefur núna unnið allar 6 umferðirnar og því spennandi að sjá hvort hann nær fullkomnu tímabili þetta árið. Annar varð Mike Brown á KTM og þriðji endaði Geoff Aaron á Hondu eftir að Justin Soule á Kawasaki og Cody Webb á Beta lentu saman í stóra "double-inum".
Síðasta umferðin fer svo fram í Las Vegas 19. nóvember !
Video frá AMA Endurocross 2011 - Round 6 - Boise:
Úrslitin úr AMA Endurocross 2011 - Round 6 - Boise:
1. Taddy Blazusiak KTM
2. Mike Brown KTM
3. Geoff Aaron Honda/Christini
4. Justin Soule Kawasaki
5. Gary Sutherlin Kawasaki
6. Bobby Prochnau KTM
7. Keith Sweeten KTM
8. Kyle Redmond Honda
9. Cody Webb Beta
10. Max Gerston KTM
11. Eric Rhoten Kawasaki