AMA EX 2011 - ROUND 6 - BOISE

Um helgina fór fram sjötta og næstsíðasta umferðin í AMA Endurocross-inu og var keppt í Boise í Idaho fylki. Brautin að þessu sinni var svakaleg með hrikalegum trjádrumba "double" með pollum á milli. Það voru meira að segja fáir Pro ökumenn sem stukku þennan. Einnig var lengsti grjótakafli sem hefur sést í AMA Endurcross-inu hingað til og hann reyndist virkilega krefjandi fyrir ökumenn.

AMA Endurocross 2011 - Round 6 - BoiseAMA Endurocross 2011 - Round 6 - BoiseAMA Endurocross 2011 - Round 6 - Boise

Myndir frá www.endurocross.com

Enn og aftur var það Taddy Blazusiak á KTM sem kom sá og sigraði en hann náði strax góðu starti og þaðan var það auð leið fyrir Pólverjann. Hann hefur núna unnið allar 6 umferðirnar og því spennandi að sjá hvort hann nær fullkomnu tímabili þetta árið. Annar varð Mike Brown á KTM og þriðji endaði Geoff Aaron á Hondu eftir að Justin Soule á Kawasaki og Cody Webb á Beta lentu saman í stóra "double-inum".

Síðasta umferðin fer svo fram í Las Vegas 19. nóvember !

Video frá AMA Endurocross 2011 - Round 6 - Boise:

Úrslitin úr AMA Endurocross 2011 - Round 6 - Boise:

1. Taddy Blazusiak​ KTM
2. Mike Brown​ KTM
3. Geoff Aaron​ Honda/Christini
4. Justin Soule​ Kawasaki
5. Gary Sutherlin​ Kawasaki
6. Bobby Prochnau​ KTM
7. Keith Sweeten ​KTM
8. Kyle Redmond​ Honda
9. Cody Webb​ Beta
10. Max Gerston​ KTM
11. Eric Rhoten​ Kawasaki