Snjósleðar

2013 SNOCROSS SLEÐARNIR

Nú er búið að kynna 2013 árgerðirnar af snocross sleðunum í USA og ég ákvað að taka saman smá um nýju sleðana sem lúkka heldur betur girnilegir. Ég bætti svo við evrópska frændanum frá Lynx sem er heldur ekki af verri endanum í ár !

Ski-Doo

Ski-Doo MXZ X RS 600Ski-Doo MXZ X RS 600Ski-Doo MXZ X RS 600

Ski-Doo MXZ X RS 600 - Helstu nýjungar: Nýjir stimplar og sílindrar með nýju inntaki, mótorinn á að gefa meiri endahraða og meira tog í störtum og út úr beygjum, nýtt pústkerfi, nýjir a-armar, spindlar og stýrisendar sem eiga að gera sleðann stöðugri og snarpari í beygjum, nýjar stillingar á dempurum og nýr gormur á fremri búkkademparanum, búið að styrkja sleðann í kringum framfjöðrun og einnig píramídann um stýrið.

Polaris

Polaris IQ R 600Polaris IQ R 600Polaris IQ R 600

Polaris IQ R 600 - Helstu nýjungar: Nýtt hedd og sílindrar sem eiga að gefa meiri kraft, nýjir Walker Evans demparar, nýtt belti sem er 15" breytt, DP bremsuklossar og lægra stýri sem á að gefa betri höndlun í beygjum.

Arctic Cat

Arctic Cat Sno Pro 600Arctic Cat Sno Pro 600Arctic Cat Sno Pro 600

Arctic Cat Sno Pro 600 - Helstu nýjungar: Búið að breyta afstöðu á búkka sem eykur hæð undir sleðann, ný uppsetning á búkka á að gefa betri stjórn á sleðanum, búið að styrkja búkkann og einnig sterkari skúffa, ný uppsetning á framfjöðrun og stýrisbúnaði sem gefur betri höndlun og krappari beygjuradíus, uppfært drifkerfi sem á að vera sterkara og einnig uppfærðar bremsur, nýjir blöndungar.

Lynx

Lynx Rave RS 600Lynx Rave RS 600

Lynx Rave RS 600 - Helstu nýjungar: Kraftmeiri mótor með nýju inntaki, nýtt pústkerfi, nýtt harðara belti, nýtt drifhlutfall, sterkari demparafestingar að framan og búið að styrkja píramídann um stýrið, boðið uppá "mod kit" bæði með tvöfaldri eða einfaldri pípu.

Hrikalega girnilegar græjur sem þetta eru og greinilegt að gott getur ennþá batnað ! Þá er það bara stóra spurningin, ef þið væruð á leiðinni út í snocross braut, hvaða tæki mynduð þið velja ?

RUFF RIDERS 8 - TRAILER

Sænska Ruff Riders krúið heldur áfram að toppa sig en "trailer-inn" fyrir nýjustu myndina þeirra, þá 8. í röðinni var að detta á netið og lúkkar hrikalega vel. Tveir þeirra heimsóttu okkur á Íslandi í sumar og vonandi verða einhverjar klippur frá þeim í myndinni sem er væntanleg í haust ! Kíkið á þetta kvikindi !

SLEDNECKS 15 - TRAILER

Slednecks gengið heldur sínu striki og 15. myndin í röðinni er nýkomin út. Vonandi fáum við hérna á klakanum að sjá þessa ræmu fljótlega en þangað til getið þið kíkt á "trailer-inn" sem lofar hrikalega góðu !

SCC 2012 - UMFERÐ 3 & 4 - MÝVATN

Um helgina fóru fram þriðja og fjórða umferðin í Sno Cross Country 2012. Umferðirnar voru keyrðar á Mývatni í tengslum við Mývatnsmótið 2012. Vegna slæms veðurs sem skall á seinnipart laugardags var ákveðið að fresta keppninni fram á sunnudag og þá var líka alveg frábært veður. Brautin var fyrir ofan flugvöllin og lá um gríðarlega skemmtilegt landsvæði undir Hlíðarfjalli. Mætingin var ekki mjög beisin og ákveðið var að allir flokkar myndu keyra 2 x 45 mín. Keppnin var þó gríðarlega flott og allir sem tóku þátt brostu hringinn að henni lokinni.

 Sno Cross Country 2012 - Umferð 3 & 4 - MývatnSno Cross Country 2012 - Umferð 3 & 4 - MývatnSno Cross Country 2012 - Umferð 3 & 4 - Mývatn

Myndir - Ármann Örn Sigursteinsson

Í Meistaraflokki var það Sigurður Gylfason sem hélt uppteknum hætti og sigraði báðar umferðirnar á gamla Lynx búðingnum. Í öðru sæti endaði Sæþór Sigursteinsson á Arctic Cat með flottum akstri þar sem hann var annar í fyrri umferð og þriðji í þeirri seinni. Í þriðja sæti endaði ég, Jónas Stefánsson en á fyrsta hring í fyrri umferðinni slitnaði reimin í sleðanum og ég missti því af þeirri umferð, í þeirri seinni vorum við Siggi í hörku eltingarleik og munaði aðeins um 5 sekúndum á okkur í lok hennar.

Í B Flokki var það Elmar Jón Guðmundsson sem sigraði báðar umferðirnar með flottum akstri, í öðru varð Finnur Steingrímsson og í þriðja sæti endaði gamli jaxlinn Halldór Jóhannesson.

Í Unglingaflokki var það Einar Sigurðsson sem sigraði og Hákon Birkir Gunnarsson varð annar.

Í Kvennaflokki var Eyrún Björnsdóttir eini keppandinn og sýndi hörku akstur

Mögnuð keppni í Sno Cross Country og vonandi að fleiri sjái sér fært að mæta í síðustu keppnina sem á að fara fram á Akureyri 14. apríl. Reyndar hefur komið upp smá pæling um að færa hana til en það verður tilkynnt síðar !

Smellið á "Lesa meira..." til að sjá nánari úrslit frá keppninni !

Lesa meira...

MÝVATNSMÓTIÐ 2012 - ÚRSLIT FRÁ FÖSTUDEGINUM

Eins og allir vita fór Mývatnsmótið 2012 fram um helgina og á föstudeginum var keppt í samhliðabraut, fjallaklifri og snjóspyrnu. Allar keppnirnar fóru fram uppí Kröflu í frábærum aðstæðum og flottu veðri. Það var fínasta þátttaka og slatti af fólki sem mætti til að horfa á. Hér fyrir neðan eru úrslitin frá deginum !

Samhliðabraut - Opinn flokkur

1. Sigurður Gylfason
2. Jónas Stefánsson
3. Bjarki Sigurðsson

Samhliðabraut - 35+ flokkur

1. Sigurður Gylfason
2. Árni Grant
3. Sigurður Sigþórsson

Fjallaklifur

1. Jónas Stefánsson
2. Bjarki Sigurðsson
3. Steinþór Guðni Stefánsson

Snjóspyrna - 0-600cc

1. Jóhann Hansen
2. Jónas Stefánsson
3. Hallgrímur Óli

Snjóspyrna - 600cc +

1. Elmar Jón Guðmundsson
2. Bjarki Sigurðsson
3. Einar Sigþórsson