Snjósleðar
ÉLJAGANGS SNJÓSLEÐASPYRNAN 2013
Eins og flestir vita fer vetrarhátíðin Éljagangur fram á Akureyri um helgina og eins og síðustu ár mun KKA standa fyrir snjósleðaspyrnu og fer hún fram í Hlíðarfjalli á föstudagskvöldinu. Fjörið mun hefjast klukkan 20:00 og það verður opið fyrir veitingar í Skíðastöðum á meðan dagskráin stendur yfir.
Öflugustu sleðarnir + allar sleðahetjurnar = brjáluð tilþrif !
Fyrir þá sem vilja vera með í spyrnunni þá er þeim bent á að mæta klukkutíma fyrr og skrá sig á staðnum, 3000 kr. í peningum (enginn posi) og málið er dautt ! Mæta tímanlega ! Keppt verður eftirfarandi flokkum, gamlir, 800 undir - Pípur og svoleiðis leyft (ekki túrbo), 800 yfir - Allt leyft turbo og margt fleira.
ISOC SNOX 2013 - ROUND 5/6 - CANTERBURY - LIVE
Um helgina fer ISOC Snocross serían 2012/2013 aftur af stað og nú verður keppt á Canterbury leikvangnum í Shakopee, Minnesota. Þessa helgina er keppt bæði föstudag og laugardag og brautin lítur hrikalega vel út. Hægt verður að sjá beina útsendingu af keppninni á netinu svo ekki missa af brjálaðri Snocross spennu í beinni !
ISOC Snocross 2013 - Round 5/6 - Canterbury - Dagskrá (íslenskur tími):
Föstudagur:
22:15 - Pro Lite #1 - Round 1
00:20 - Pro Open - Round 1
00:40 - Pro Lite #1 - Round 2
01:35 - Pro Open - Round 2
01:55 - Pro Lite #1 - LCQ
02:30 - Pro Open - LCQ
02:45 - Pro Lite #1 - Final
03:05 - Pro Open - Final
Laugardagur:
22:15 - Pro Lite #1 - Round 1
00:20 - Pro Open - Round 1
00:40 - Pro Lite #1 - Round 2
01:40 - Pro Open - Round 2
02:00 - Pro Lite #1 - LCQ
02:35 - Pro Open - LCQ
02:50 - Pro Lite #1 - Final
03:10 - Pro Open - Final
Heildardagskrá má finna á síðu ISOC hér !
ISOC SNOX 2013 - ROUND 3/4 - BLACKJACK
Um síðustu helgi fór fram önnu keppnishelgin í ISOC Snocrossinu á tímabilinu 2012/2013 og og nú var keppt á Blackjack skíðasvæðinu hjá Bessemer, Michigan. Þessa helgina var keppt bæði föstudag og laugardag og brautin þessa helgina leit virkilega vel út, löng og teknísk !
Myndir frá ISOC
Pro Open - Round 1 - Final: í fyrra úrslitahíti helgarinnar á föstudagskvöldinu var það Robbie Malinoski sem tók holuskotið og en strax á hring 3 var það Tucker Hibbert sem tók forystuna, leit aldrei til baka og sigraði með 23 sekúndum. Robbie Malinoski hélt öðru sætinu en í þriðja sæti endaði ungliðinn Darrin Mees sem lenti í niggi við Ross Martin í hítinu og varð til þess að Ross Martin endaði utan brautar.
Pro Open - Round 2 - Final: Í seinni umferð helgarinnar á laugardeginum var það Darrin Mees sem tók holuskotið en hann hélt forystunni ekki lengi þar sem Tucker Hibbert hirti hana strax út úr fyrstu beygju og eftir það var sagan öll. Darrin Mees hélt öðru sætinu lengi vel en á síðustu hringjunum náðu þeir Ross Martin og Tim Tremblay framúr honum. Þeir tveir börðust til enda en Ross Martin hafði betur. Tucker Hibbert sigraði því með rúmu 15 sekúndna forskoti, Ross Martin í öðru og Tim Tremblay í þriðja.
Greinilegt að Tucker Hibbert er mættur í baráttuna í ISOC Snocrossinu 2012/2013, næsta keppni fer svo fram á Canterbury leikvanginum í Shakopee, Minnesota þann 4-5. janúar !
Smellið á "Lesa meira..." til að sjá úrslitin frá Blackjack !
Fleiri greinar...
- ISOC SNOX 2013 - ROUND 3/4 - BLACKJACK - LIVE
- SLEDHEAD 24/7 - 2012/2013 - EPISODE 3
- 2013 KYNNING HJÁ ELLINGSEN
- SLEDHEAD 24/7 - 2012/2013 - EPISODE 2
- SLEDHEAD 24/7 - 2012/2013 - EPISODE 1
- ISOC SNOX 2013 - ROUND 1/2 - DULUTH
- 2013 POLARIS SLEÐARNIR ERU AÐ LENDA
- ISOC SNOX 2013 - ROUND 1/2 - DULUTH - LIVE
- VÉLSLEÐASÝNING Á AKUREYRI 24-25.11.12
- THE HEROES OF LYNX