Snjósleðar

SLDNX CLIP OF THE WEEK - JOEY JUNKER

Slednecks klippa vikunnar er að þessu sinni með Joey Junker ! Hérna lætur hann vaða í hrikalegt stökk, djöfull væri ég til í að sleðast í svona aðstæðum !

FIM WC SNX 2012 - SEMIGORJE, RUSSIA

Um helgina fór fram FIM heimsmeistaramótið í Snocross-i 2012. Þetta er mótið sem við íslensku strákarnir höfum nokkrir keppt á þegar það var í Svíþjóð. Í ár var mótið haldið í Semigorje í Rússlandi og þrátt fyrir met áhorfendur virtist nú brautin ekki vera mjög spennandi. Tucker Hibbert mætti á svæðið og þurfti alveg að vinna fyrir kaupinu sínu þrátt fyrir að Emil Öhman hefði ekki getað verið með vegna veikinda. Í fyrsta híti var það hinn sænski Petter Narsa sem sigraði, Tucker hins vegar mætti tvíefldur í næstu tvö hít og sigraði þau og þar með keppnina !

FIM WC SNX 2012FIM WC SNX 2012FIM WC SNX 2012

Myndir frá www.worldsnowcross.com

FIM Snowcross World Championship 2012 - Semigorje, Russia - Highlights:

FIM Snowcross World Championship 2012 - Semigorje, Russia - Results:

Race 1:
1. Petter Narsa (SWE, Lynx), 19:28.052
2. Tucker Hibbert (USA, Arctic Cat), +0:03.735
3. Peter Eriksson (SWE, Polaris), +0:08.423
4. Adam Renheim (SWE, Lynx), +0:25.766
5. Olof Johan Eriksson (SWE, Polaris), +0:35.425

Race 2:
1. Tucker Hibbert (USA, Arctic Cat), 19:34.849
2. Adam Renheim (SWE, Lynx), +0:12.378
3. Petter Narsa (SWE, Lynx), +0:21.886
4. Olof Johan Eriksson (SWE, Polaris), +0:30.036
5. Ville Ylianttila (FIN, Ski-Doo), +0:40.477

Race 3:
1. Tucker Hibbert (USA, Arctic Cat), 19:42.090
2. Petter Narsa (SWE, Lynx), +0:16.335
3. Adam Renheim (SWE, Lynx), +0:51.210
4. Ian Hayden (CAN, Polaris), +0:53.306
5. Viktor Herten (FIN, Lynx), +1:00.194

Overall:
1. Tucker Hibbert (USA, Arctic Cat), 72 points
2. Petter Narsa (SWE, Lynx), 67 p.
3. Adam Renheim (SWE, Lynx), 60 p.
4. Olof Johan Eriksson (SWE, Polaris), 48 p.
5. Aki Pihlaja (FIN, Arctic Cat), 43 p.
6. Ville Ylianttila (FIN, Ski-Doo), 43 p.
7. Viktor Herten (FIN, Lynx), 42 p.
8. Peter Eriksson (SWE, Polaris), 42 p.
9. Ville Lehtisalo (FIN, Lynx), 36 p.
10. Ian Hayden (CAN, Polaris), 32 p.;

ISOC SNOX 2012 - ROUND 8/9 - FARMINGTON

Um helgina fór fram fimmta keppnishelgin í ISOC Snocrossinu og nú var keppt í Farmington, New York. Keppt var bæði föstudag og laugardag en það var búið að fresta þessari keppni um tvær vikur vegna snjóleysis. Keppnin um helgina var hrikalega spennandi í Pro Open flokknum þrátt fyrir að Tucker Hibbert væri fjarverandi á Heimsmeistaramótinu. Eins og ég hef áður sagt ætla bara að fjalla um Pro Open hérna á síðunni en hvet ykkur til að fylgjast með Pro Lites þar sem virkilega flottir ökumenn eru á ferð !

Á föstudeginum var hífandi rok og ekki spennandi aðstæður til keppni en eftir að Zack Pattyn hafði gripið holuskotið var það Robbie Malinoski sem tók forystuna af honum. Eftir það náði hann að halda Tim Tremblay fyrir aftan sig restina af hítinu og sigraði, Tim Tremblay annar og Zack Pattyn náði sínum fyrsta palli í vetur í þriðja.

Á laugardeginum voru mun betri aðstæður og þá var það Cody Thomsen sem náði holuskotinu með Ross Martin á hælum sér og þar næst Robbie Malinoski. Hægt og rólega náði Ross Martin að koma sér í stöðu og tókst loks að krækja í forystuna af Cody Thomsen og frá þeim punkti var ljóst að hann tæki fyrsta sætið. Cody Thomsen klúðraði sér og það var Robbie Malinoski sem endaði annar á undan Tim Tremblay í þriðja.

Flott keppni í ISOC Snocrossinu 2012 og þetta verður greinilega barátta til enda !

ISOC Snocross 2012 - Round 8/9 - FarmingtonISOC Snocross 2012 - Round 8/9 - Farmington

Myndir frá ISOC

Smellið á "Lesa meira..." til að sjá úrslitin frá Farmington !

Lesa meira...

ISOC SNOX 2012 - ROUND 8/9 - FARMINGTON - LIVE

Um helgina fer fram fimmta keppnishelgin í ISOC Snocross seríunni 2012. Þessa helgina er keppt bæði föstudag og laugardag. Hægt verður að sjá beina útsendingu af keppninni á netinu ! Ekki missa af brjálaðri Snocross spennu í beinni !

ISOC Snocross 2012 - Round 8 -  Farmington - Dagskrá (íslenskur tími):

Föstudagur:
21:40 - Pro Lite #1  - Round 1
23:20 - Pro Open  - Round 1
23:40 - Pro Lite #1 - Round 2
00:40 - Pro Open - Round 2
01:00 - Pro Lite #1 - LCQ
01:25 - Pro Open - LCQ
01:50 - Pro Lite #1 - Final
02:10 - Pro Open - Final

Laugardagur:
22:05 - Pro Lite #1  - Round 1
23:20 - Pro Open  - Round 1
23:40 - Pro Lite #1 - Round 2
00:30 - Pro Open - Round 2
00:50 - Pro Lite #1 - LCQ
01:15 - Pro Open - LCQ
01:40 - Pro Lite #1 - Final
02:05 - Pro Open - Final

Heildardagskrá má finna á síðu ISOC hér !

SLEÐASKÓLI LEXA Á LÁGHEIÐI 17-18.02.12

Planað er að hafa Sleðaskólann á uppá Lágheiði í Ólafsfirði. Föstudagurinn verður fyrir Björgunarsveitir en hefðbundið námskeið á Laugardaginn. Þeir sem hafa áhuga endilega sendið póst sem fyrst á Þetta netfang er varið gegn ruslpósts þjörkum. Þú verður að hafa JavaScript virkt til að skoða það..

Sleðaskóli Lexa