Snjósleðar
RUFF RIDERS 7 - TORRENT
Í dag buðu þeir í sænska "krúinu" Ruff Riders nýjustu myndina sína Ruff Riders 7 í ókeypis niðurhali á netinu og þessi ræma er alveg hreint geggjuð. Slær sko alls ekki slöku við á móti t.d. Slednecks 14. Ekki skemmir fyrir að sjá glitta í nokkra íslendinga í partý senunum, t.d. Gumma Skúla, Bjarka, Danna o.fl ! Við fjölmenntum í bíókvöld heima í kvöld og skemmtum okkur konunglega yfir þessu ! Fyllti okkur alla af æsingi fyrir hrikalegt "freeride" á næstunni !
Mæli klárlega með að þið komið þessari á flakkarann ! Hérna fyrir neðan er tengill á torrent með myndinni á TPB !
Ruff Riders 7
SCC 2012 - UMFERÐ 1 & 2 - BOLAALDA
Um helgina fóru fram fyrstu tvær umferðirnar í nýju Íslandsmóti í Sno Cross Country og var fyrsta mótið keyrt á Akstursíþróttasvæði VÍK í Bolaöldu. Fresta þurfti keppninni til sunnudags vegna veðurs og á sunnudeginum lék veðrið við okkur, eini gallinn var að færið hafði harðnað heldur um nóttina. Brautin var um 11 km og byrjaði fyrir ofan motocross brautina og hlykkjaðist inn í Jósepsdal og til baka, harðfennið tættist fljótt upp og varð brautin mjög skemmtileg. Keppt var í fjórum flokkum, Meistaraflokki sem keyrði 2 x 75 mín og svo B Flokki, Unglingaflokki og Kvennaflokki sem keyrðu allir 2 x 45 mín. Það voru 24 keppendur skráðir til leiks og á svæðið mætti hellingur af fólki að fylgjast með.
Myndir frá Ondrej Vavricek / Ellingsen Verkstæði
Í Meistaraflokki varð það enginn annar en Sigurður Gylfason sem kom sá og sigraði á gamla Lynx búðingnum með yfirburðum. Karlinn var í fantaformi og átti lang besta tímann í brautinni. Í öðru sæti endaði Vilhelm Þorri Vilhelmsson eftir hörku akstur á sér innflutta Cross Country Arctic Cat sleðanum. Í þriðja sæti endaði svo Guðmundur Skúlason á splunkunýja Polaris Rush tækinu.
Í B Flokki var það Elmar Jón Guðmundsson sem sigraði með flottum akstri, í öðru varð Gunnar Björnsson og í þriðja sæti endaði Steinn Árni Ásgeirsson.
Í Unglingaflokki var það Einar Sigurðsson sem sigraði, Hrannar Bjarki Hreggviðsson endaði annar og í þriðja endaði Emil Týr Þórsson.
Í Kvennaflokki sigraði Eyrún Björnsdóttir og í öðru varð Svava Björk Gunnarssdóttir.
Mögnuð byrjun á fyrsta keppnistímabilinu í Sno Cross Country og að sjálfsögðu ætlum við að sjá alla þá sem mættu núna og fleiri til í næstu umferð á Mývatni 17. mars. Takk allir sem lögðu okkur lið um helgina og hjálpuðu okkur að láta að þessu verða !
Smellið á "Lesa meira..." til að sjá nánari úrslit frá keppninni !
1. UMFERÐ SCC 2012 FÆRÐ Á SUNNUDAG
Vegna slæmrar veðurspár fyrir fyrirhugaðann keppnisdag í 1. umferð Sno Cross Country 2012 laugardaginn 4. febrúar hefur verið ákveðið að færa keppnina um einn dag yfir á sunnudaginn 5. febrúar. Á sunnudaginn er spáð flottu veðri og verður keppnin keyrð af fullu afli á sama tímaplani. Það eru flottar aðstæður uppfrá og hefur bætt í snjó, í Bláfjöllum hefur t.d. verið ófært í 2 daga svo nú er um að gera að mæta til leiks og þenja tugguna í snjónum í suðrinu ! Muna að skrá sig á www.motocross.is !
Fleiri greinar...
- SLEDHEAD 24/7 - 2011/2012 - EPISODE 8
- SKRÁNING HAFIN Í 1. UMFERÐ SCC 2012
- SLEDHEAD 24/7 - 2011/2012 - EPISODE 7
- LEVI LAVALLEE OG DANIEL BODIN MEIDDIR
- SLEÐASKÓLI LEXA 14. JANÚAR Í BLÁFJÖLLUM
- KALLE JOHANSSON Í PÚÐUR GEÐVEIKI
- ISOC SNOX 2012 - ROUND 5/6 - CANTERBURY
- ISOC SNOX 2012 - ROUND 5/6 - CANTERBURY - LIVE
- SLEDHEAD 24/7 - 2011/2012 - EPISODE 6
- SLDNX CLIP OF THE WEEK - CHRIS BURANDT