MSÍ KEPPNISDAGATAL 2012
Í dag var keppnisdagatal MSÍ birt fyrir keppnisárið 2012. Það er næg dagskrá framundan og sennilega stærstu fréttirnar að það er búið að fjölga Motocross keppnum upp í 6 og einnig Enduro keppnirnar sem verða 4 í ár. Eina ruglið sem ég skil ekki er þetta með að slakasta keppnin í Íslandsmótinu í MX og Enduro strikist út, þetta var víst gert til að geta fjölgað keppnunum því menn fóru strax að væla yfir ferðakostnaði og hvað ekki...
Bölvað rugl að mínu mati, Íslandsmót er Íslandsmót og þá mætir maður bara í allar keppnir og allar gilda !
En hér er keppnisdagatalið í öllu sínu veldi !