CALEB MOORE POLARIS RZR BACKFLIP
Þessir bræður eru náttúrulega alveg geðveikir. Núna er eldri bróðirinn, Caleb Moore búinn að vera að prufa sig áfram í að backflip-a Polaris Razor sem er svona hálfgerður buggy bíll fyrir þá sem ekki þekkja. Þessi er sérsmíðaður þannig að framhjólin standa miklu utar en afturhjólin og þannig nær hann kikkinu á þessum sérsmíðaða rampi til að snúa bílnum í backflip. Svipuð hugmynd og var notuð þegar Rhys Millen reyndi að backflip-a off-road trukknum í Red Bull New Year No Limits 2008 en öðruvísi útfært. En kappinn mætti á Lucas Oil Off Road Xperience sýninguna 2. nóvember og lenti þessu, fyrsta skiptið sem einhver lendir backflip-i á svona tæki ! Kíkið á myndirnar og video-in ! Þið verðið eiginlega að horfa á fyrra video-ið fyrst og sjá bilunina í þessu áður en þið horfið á það seinna þar sem hann nær að lenda þessu !
Myndir frá ATR