Annað

MSÍ KEPPNISDAGATAL 2012

Í dag var keppnisdagatal MSÍ birt fyrir keppnisárið 2012. Það er næg dagskrá framundan og sennilega stærstu fréttirnar að það er búið að fjölga Motocross keppnum upp í 6 og einnig Enduro keppnirnar sem verða 4 í ár. Eina ruglið sem ég skil ekki er þetta með að slakasta keppnin í Íslandsmótinu í MX og Enduro strikist út, þetta var víst gert til að geta fjölgað keppnunum því menn fóru strax að væla yfir ferðakostnaði og hvað ekki...

Bölvað rugl að mínu mati, Íslandsmót er Íslandsmót og þá mætir maður bara í allar keppnir og allar gilda !

En hér er keppnisdagatalið í öllu sínu veldi !

MSÍ Keppnisdagatal 2012

KEN ROCZEN OG DANNY HART FLOTTIR

Töff video frá Fox með motocrossaranum Ken Roczen og fjallahjólaranum Danny Hart þar sem þeir taka daginn saman á báðum vígstöðvum, virðast nú alveg geta bjargað sér utan sinnar greinar...

ÉLJAGANGUR 2012 - FÖSTUDAGSKVÖLDIÐ

Búið er að breyta aðeins til í dagskránni á Éljagangi 2012 á Akureyri um helgina. Sleðaspyrnan sem átti að vera á Toyota túninu á föstudaginn verður upp í Hlíðarfjall og þar verður einnig brettakeppni á vegum Camp Lobster í tveimur flokkum á "rail-um" og "box-um" !

Éljagangur 2012 - Sleðaspyrna og Brettasýning

RED BULL NEW YEAR NO LIMITS 2011

Enn eitt gamlárkvöldið fór í sögubækurnar í gær þegar Levi LaVallee og Robbie Maddison reyndu báðir við heimsmetið í lengdarstökki samhliða á vélsleða og mótorhjóli. Það endaði með því að Levi sýndi hversu mikið ofurhetja hann er og gaf allt í botn og stökk 412 fet eða 125 metra og á því heimsmetið að ég held í lengdarstökki á hvaða ökutæki sem er. Robbie náði hinsvegar ekki að svífa nema 378 fet eða 115 metra og var því aðeins nokkrum fetum frá því að bæta fyrra metið, 390 fet sem Ryan Capes á.

Red Bull New Year No Limits 2012Red Bull New Year No Limits 2012Red Bull New Year No Limits 2012

NITRO CIRCUS 3D - TRAILER

Loksins er kominn út trailer fyrir Nitro Circus 3D myndina sem hlýtur að fara að koma út, finnst endalaust síðan að það var byrjað að tala um þessa mynd ! En það er greinilegt að allt Nitro Circus krúið heldur áfram að toppa sig ! Get ekki beðið !