Annað

NÝTT: CONTOUR ROAM

Contour var að senda frá sér nýja útgáfu af POV myndavélinni þeirra og kallast þessi týpa ContourROAM og kostar ekki nema $ 199 ! Þessi týpa á að vera svona einföld gerð af vélinni með alla helstu möguleikana, 1080p video, góðan hljóðnema og 170° víðlinsu en plús það er hún líka vatnsheld niður á 1 meter án nokkurs box. Svo hérna er komin fullkomin týpa fyrir hvaða kauða sem er til að filma allt ruglið sitt í HD á fáránlega góðu verði ! Eins og Contour segja sjálfir: "It's absolutely the easiest  camera you'll ever use - so easy it makes a toaster seem complicated" !

TIL SÖLU: CANON 400D

Jæja, ég er að reyna að uppfæra tækjakostinn í Canon 7D og ætla að reyna að selja gömlu vélina.  Þetta er Canon 400D með kit linsunni 18-55, 2x 2gb kortum, 2x batteríum og svo er með í pakkanum Sigma 70-300 linsa. Ég keypti vélina haustið 2008 og hún er tolluð og á ennþá kassann utanaf henni. Búinn að nota vélina mikið og alltaf reynst frábærlega. Búinn að skjóta alveg helling af æðislegum myndum með henni og bara í alla staði frábær vél til að byrja á. Sigma linsuna keypti ég notaða á sama tíma og hún er og var mjög lítið notuð.

Verðhugmynd: 75.000 fyrir allan pakkann.

Hér eru nokkrar myndir sem ég hef tekið með vélinni:

Endilega hafið samband ef þið hafið áhuga á græjunum !

Jonni - Sími: 7718024 - Mail: Þetta netfang er varið gegn ruslpósts þjörkum. Þú verður að hafa JavaScript virkt til að skoða það.

BRETTA OG SKÍÐA TRAILER TRYLLINGUR

Haustið er að mæta og þá er góssentíð fyrir snjóbretta- og skíðafólk því þá flæða nýjar myndir úr smiðjum meistaranna. Það er ekkert frábrugðið í ár og það eru klárlega góð kvöld framundan í glápi á þessar ræmur. Hér fyrir neðan er ég búinn að safna saman flottustu "trailer-unum" að mínu mati bæði í brettamyndum og skíða ! Svo er bara að bíða...

BRETTI:

Brain Farm: "The Art of Flight"

Standard Films: "TB20"

Videograss: "Retrospect"

Burton Snowboards: "Standing Sideways"

 

SKÍÐI:

Level 1 Productions: "After Dark"

Matchstick Productions: "Attack of La Niña"

Poor Boyz Productions: "The Grand Bizarre"

Teton Gravity Research: "One For The Road"