Annað
RED BULL NEW YEAR NO LIMITS 2011 - FYRSTA SAMHLIÐA STÖKKIÐ
Það styttist óðum í gamlárskvöld og að allra augu verði á þeim Levi LaVallee og Robbie Maddison þegar þeir ætla að reyna við heimsmetið í lengdarstökki samhliða á vélsleða og mótorhjóli. Hérna fáum við að sjá fyrsta samhliða stökkið hjá þeim félögum !
RED BULL NEW YEAR NO LIMITS 2011 - GRÆJURNAR
Það styttist óðum í gamlárskvöld og að allra augu verði á þeim Levi LaVallee og Robbie Maddison þegar þeir ætla að reyna við heimsmetið í lengdarstökki samhliða á vélsleða og mótorhjóli. Hérna sýna þeir okkur aðeins græjurnar sem þeir nota í stökkið !
Levi's Sled:
Maddo's Bike:
RED BULL NEW YEAR NO LIMITS 2011 - 1ST
Það verður spennandi að sjá þá félagana á gamlárskvöld reyna við lengdarmetið bæði á sleða og hjóli saman. Þeir eru núna að æfa sig og fikra sig lengra og lengra, eins og flestir vita krassaði Levi LaVallee við æfingar fyrir þetta í fyrra og því magnað að sjá hann mæta aftur þar sem frá var horfið. Svakalegt hvað þeir eru líka að lenda harkalega, hlýtur að þurfa að vinna eitthvað í þessu. Þetta verður klárlega á við góða flugeldasýningu !
ICEHOBBY - NÝ SALA TÆKJA
Ný sölusíða leiktækja dottin í loftið, www.icehobby.is ! Þar er réttur vettvangur til að skrá t.d. sleðann sinn eða hjólið sitt til sölu, já eða versla sér inn á góðu verði.
CALEB MOORE POLARIS RZR BACKFLIP
Þessir bræður eru náttúrulega alveg geðveikir. Núna er eldri bróðirinn, Caleb Moore búinn að vera að prufa sig áfram í að backflip-a Polaris Razor sem er svona hálfgerður buggy bíll fyrir þá sem ekki þekkja. Þessi er sérsmíðaður þannig að framhjólin standa miklu utar en afturhjólin og þannig nær hann kikkinu á þessum sérsmíðaða rampi til að snúa bílnum í backflip. Svipuð hugmynd og var notuð þegar Rhys Millen reyndi að backflip-a off-road trukknum í Red Bull New Year No Limits 2008 en öðruvísi útfært. En kappinn mætti á Lucas Oil Off Road Xperience sýninguna 2. nóvember og lenti þessu, fyrsta skiptið sem einhver lendir backflip-i á svona tæki ! Kíkið á myndirnar og video-in ! Þið verðið eiginlega að horfa á fyrra video-ið fyrst og sjá bilunina í þessu áður en þið horfið á það seinna þar sem hann nær að lenda þessu !
Myndir frá ATR