SCC 2012 - UMFERÐ 1 & 2 - BOLAALDA
Um helgina fóru fram fyrstu tvær umferðirnar í nýju Íslandsmóti í Sno Cross Country og var fyrsta mótið keyrt á Akstursíþróttasvæði VÍK í Bolaöldu. Fresta þurfti keppninni til sunnudags vegna veðurs og á sunnudeginum lék veðrið við okkur, eini gallinn var að færið hafði harðnað heldur um nóttina. Brautin var um 11 km og byrjaði fyrir ofan motocross brautina og hlykkjaðist inn í Jósepsdal og til baka, harðfennið tættist fljótt upp og varð brautin mjög skemmtileg. Keppt var í fjórum flokkum, Meistaraflokki sem keyrði 2 x 75 mín og svo B Flokki, Unglingaflokki og Kvennaflokki sem keyrðu allir 2 x 45 mín. Það voru 24 keppendur skráðir til leiks og á svæðið mætti hellingur af fólki að fylgjast með.
Myndir frá Ondrej Vavricek / Ellingsen Verkstæði
Í Meistaraflokki varð það enginn annar en Sigurður Gylfason sem kom sá og sigraði á gamla Lynx búðingnum með yfirburðum. Karlinn var í fantaformi og átti lang besta tímann í brautinni. Í öðru sæti endaði Vilhelm Þorri Vilhelmsson eftir hörku akstur á sér innflutta Cross Country Arctic Cat sleðanum. Í þriðja sæti endaði svo Guðmundur Skúlason á splunkunýja Polaris Rush tækinu.
Í B Flokki var það Elmar Jón Guðmundsson sem sigraði með flottum akstri, í öðru varð Gunnar Björnsson og í þriðja sæti endaði Steinn Árni Ásgeirsson.
Í Unglingaflokki var það Einar Sigurðsson sem sigraði, Hrannar Bjarki Hreggviðsson endaði annar og í þriðja endaði Emil Týr Þórsson.
Í Kvennaflokki sigraði Eyrún Björnsdóttir og í öðru varð Svava Björk Gunnarssdóttir.
Mögnuð byrjun á fyrsta keppnistímabilinu í Sno Cross Country og að sjálfsögðu ætlum við að sjá alla þá sem mættu núna og fleiri til í næstu umferð á Mývatni 17. mars. Takk allir sem lögðu okkur lið um helgina og hjálpuðu okkur að láta að þessu verða !
Smellið á "Lesa meira..." til að sjá nánari úrslit frá keppninni !
SCC 2012 - 1. umferð - Bolaalda
Meistaraflokkur
1. Sigurður Gylfason
2. Kári Jónsson
3. Vilhelm Þorri Vilhelmsson
B Flokkur
1. Elmar Jón Gunnarsson
2. Gunnar Björnsson
3. Steinn Árni Ásgeirsson
Unglingaflokkur
1. Einar Sigurðsson
2. Emil Týr Þórsson
3. Hrannar Bjarki Hreggviðsson
Kvennaflokkur
1. Eyrún Björnsdóttir
2. Svava Björk Gunnarsdóttir
SCC 2012 - 2. umferð - Bolaalda
Meistaraflokkur
1. Sigurður Gylfason
2. Vilhelm Þorri Vilhelmsson
3. Guðmundur Skúlason
B Flokkur
1. Elmar Jón Gunnarsson
2. Gunnar Björnsson
3. Steinn Árni Ásgeirsson
Unglingaflokkur
1. Einar Sigurðsson
2. Hrannar Bjarki Hreggviðsson
3. Emil Týr Þórsson
Kvennaflokkur
1. Eyrún Björnsdóttir
2. Svava Björk Gunnarsdóttir
SCC 2012 - Staðan eftir 2 umferðir
Meistaraflokkur
1. Sigurður Gylfason 200 stig
2. Vilhelm Þorri Vilhelmsson 160 stig
3. Guðmundur Skúlason 135 stig
B Flokkur
1. Elmar Jón Gunnarsson 200 stig
2. Gunnar Björnsson 170 stig
3. Steinn Árni Ásgeirsson 150 stig
Unglingaflokkur
1. Einar Sigurðsson 200 stig
2. Hrannar Bjarki Hreggviðsson 160 stig
3. Emil Týr Þórsson 160 stig
Kvennaflokkur
1. Eyrún Björnsdóttir 200 stig
2. Svava Björk Gunnarsdóttir 85 stig