Snjósleðar

KALLE JOHANSSON Í PÚÐUR GEÐVEIKI

Það er greinilegt að Kalle "KJ" Johansson er aðeins búinn að uppfæra sleðaflotann frá hræinu sem við sáum hann á í síðustu Slednecks mynd ! Hérna er hann kominn á nýjann Arctic Cat 1100 með túrbínu og öllum pakkanum og er að taka á því í hrikalegu púðri !

ISOC SNOX 2012 - ROUND 5/6 - CANTERBURY

Um helgina fór fram þriðja keppnishelgin í ISOC Snocrossinu og nú var keppt aftur á Canterbury eftir nokkra ára hlé. Brautin var svona "stadium" en með flottum "rythma" köflum og grófst svakalega þegar leið á. En umferðir helgarinnar í Pro Open voru alveg hrikalega spennandi og gríðarleg barátta í gangi. Eins og ég hef áður sagt ætla bara að fjalla um Pro Open hérna á síðunni en hvet ykkur til að fylgjast með Pro Lites þar sem virkilega flottir ökumenn eru á ferð !

Á föstudeginum fór fram fyrri umferð helgarinnar í Pro Open. Dan Ebert byrjaði á að taka holuskotið en Ross Martin var fljótur að hirða forystuna með Robbie Malinoski og Darrin Mees á hæla sér. Robbi Malinoski og Ross Martin börðust um forystuna en á meðan var Tucker Hibbert í bölvuðu klúðri og var aftarlega í röðinni. Ross Martin hélt áfram að leiða en á þessum tíma var Tim Tremblay búinn að vinna sig upp úr öftustu sætunum og var fljótlega kominn í toppbaráttuna og með hraðasta hring kvöldsins leið ekki á löngu þar til hann fékk tækifæri til að ná forystunni. Ross Martin og Robbi Malinoski lentu saman í beygju og Tim Tremblay stakk sér framúr og hélt forystunni eftir það. Robbi Malinoski tók annað sætið og Ross Martin endaði þriðji eftir að nýgræðingurinn Darrin Mees gaf honum það þegar hann krassaði á síðasta hring.

Á laugardeginum fór fram seinni umferð helgarinnar í Pro Open. Robbie Malinoski tók holuskotið með liðsfélaga sinn Darrin Mees og Tim Tremblay á eftir sér. Eftir níu hringi höfðu þessir þrír náð talverðu forskoti á restina en þá ákvað Tucker Hibbert loks að skipta um gír og á einum hring keyrði hann sig upp í annað sætið og sótti að Robbi Malinoski í fyrsta sætinu. Keyrslan á honum var svakaleg og á sextánda hring hirti hann forystuna en Robbie Malinoski veitti honum hörku keppni síðustu hringina sem ætlaði að trylla áhorfendur. En fyrstur yfir endalínua var Tucker Hibbert með Robbie Malinoski á eftir sér og í þriðja endaði Ross Martin.

Hrikaleg keppnishelgi í ISOC Snocrossinu 2012 og spennan heldur áfram !

ISOC Snocross 2012 - Round 5/6 - CanterburyISOC Snocross 2012 - Round 5/6 - Canterbury

Myndir frá www.isoc.com

Smellið á "Lesa meira..." til að sjá úrslitin frá Canterbury !

Lesa meira...

ISOC SNOX 2012 - ROUND 5/6 - CANTERBURY - LIVE

Um helgina fer fram þriðja keppnishelgin í ISOC Snocross seríunni 2012. Þessa helgina fara Pro umferðirnar fram í kvöld (föstudag) og svo á morgun (laugardag). Hægt verður að sjá beina útsendingu af keppninni á netinu ! Ross Martin leiðir Pro Open flokkinn en miðað við síðustu umferð þarf hann að taka vel á því til að halda Tucker Hibbert í skefjum ! Ekki missa af brjálaðri Snocross spennu í beinni !

ISOC Snocross 2012 - Round 5/6 -  Canterbury - Dagskrá (íslenskur tími):

Föstudagur:
23:05 - Pro Lite #1  - Round 1
00:20 - Pro Open  - Round 1
00:40 - Pro Lite #1 - Round 2
01:30 - Pro Open - Round 2
01:50 - Pro Lite #1 - LCQ
02:30 - Pro Open - LCQ
02:55 - Pro Lite #1 - Final
03:15 - Pro Open - Final

Laugardagur:
22:30 - Pro Lite #2  - Round 1
00:20 - Pro Open  - Round 1
00:40 - Pro Lite #2 - Round 2
01:55 - Pro Open - Round 2
02:05 - Pro Lite #2 - LCQ
02:30 - Pro Open - LCQ
02:55 - Pro Lite #2 - Final
03:15 - Pro Open - Final

Heildardagskrá má finna á síðu ISOC hér !

SLEDHEAD 24/7 - 2011/2012 - EPISODE 6

Sledhead 24/7 mætir enn og aftur með allar helstu fréttirnar ! Í þessum þætti er kíkt á nýjungarn hjá Polaris 2012, kíkt á Arctic Cat ofur aðdáanda, kíkt til Speedwerx og svo er flottur prófíll um Snocross kappann Ross Martin.

Sledhead 24/7 - 2011/2012 - Episode 6 - Part 1

Sledhead 24/7 - 2011/2012 - Episode 6 - Part 2

Sledhead 24/7 - 2011/2012 - Episode 6 - Part 3

Sledhead 24/7 - 2011/2012 - Episode 6 - Part 4

Sledhead 24/7 - 2011/2012 - Fyrri þættir:

Sledhead 24/7 - 2011/2012 - Episode 5

Sledhead 24/7 - 2011/2012 - Episode 4

Sledhead 24/7 - 2011/2012 - Episode 3

Sledhead 24/7 - 2011/2012 - Episode 2

Sledhead 24/7 - 2011/2012 - Episode 1

SLDNX CLIP OF THE WEEK - CHRIS BURANDT

Slednecks klippa vikunnar er að þessu sinni með brekkurottunni Chris Burandt þar sem hann tekur á því á turbo kvikindinu sínu ! Unun að horfa á þetta !