Snjósleðar
LEVI LAVALLEE HJÁ JAY LENO
Snjósleða ofurhuginn Levi LaVallee mætti á dögunum í spjallþáttinn hjá Jay Leno til að ræða við hann um stökkið sitt um áramótin með Robbie Maddison. Virkilega töff viðtal og Levi tekur smá stönt á sleðanum fyrir utan stúdíóið ! Illa flottur !
TUCKER HIBBERT - IRONWOOD - VIDEO
Tucker Hibbert sendir aftur frá sér töff video frá annarri keppnishelginni í ISOC seríunni sem fór fram um síðustu helgi í Ironwood í Bessemer, Michigan. Kappinn var mjög nálægt því að eiga fullkomna helgi en lenti í bilun í sleðanum fyrri daginn en sigraði þann seinni !
ÍSLANDSMÓTIÐ Í SNO CROSS COUNTRY 2012
Nú skulu allir taka eftir ! Í vetur er stefnan að keyra í fyrsta sinn íslandsmót í Sno Cross Country eða einskonar enduro á snjósleðum. Síðasta vor var keyrt svona bikarmót á Mývatni og gekk þrusu vel þrátt fyrir að veðrið hafi mátt vera betra, en menn brostu allavega allir hringinn eftir það mót og það ýtti okkur út í að keyra á íslandsmót í þessu. Eins og allir vita hefur keppnishald í snjósleðaakstri dottið í dvala eftir að Snocross-ið datt upp fyrir og langar okkur með þessu að búa til nýjan vettvang fyrir menn og konur til að mæta og etja kappi á snjósleðum þar sem allir geta tekið þátt, sleðategund, árgerð eða vélarstærð skiptir engu máli og því tilvalið fyrir alla að mæta í vetur út í hvítagullið og taka á því í góðu gamni !
Hvet alla til að fylgjast með nánari fréttum en hér fyrir neðan er auglýsing fyrir Íslandsmótið í Sno Cross Country 2012 !
SLEÐASKÓLI LEXA 2011/2012
Frá Lexa:
Erum að kanna áhuga fyrir veturinn, ætlum að kenna öllum sem vilja læra meira.
Endurgreiðum námskeið að fullu ef menn læra ekki neitt nýtt !!!
Ath.
Nú er hægt að fá Gjafakort í sleðaskólann.
Flott gjöf fyrir allt sleðafólk sem vill læra meira.
Gildir á öll námskeið sem verða haldin í vetur.
Frekari upplýsingar á Þetta netfang er varið gegn ruslpósts þjörkum. Þú verður að hafa JavaScript virkt til að skoða það. eða í síma 660 6707
ISOC SNOX 2012 - ROUND 3/4 - IRONWOOD
Um helgina fór fram önnur keppnishelgin í ISOC Snocrossinu og nú var keppt við í Ironwood í Bessemer, Michigan. Brautin sem boðið var uppá var alveg hrikalega flott með rosalega flottum "rythma" köflum og lá upp og niður brekkur skíðasvæðisins. Eins og ég hef áður sagt ætla bara að fjalla um Pro Open hérna en hvet ykkur til að fylgjast með Pro Lites þar sem virkilega flottir ökumenn eru á ferð !
Á laugardeginum fór fram fyrri umferð helgarinnar í Pro Open. Af startlínunni var það Darrin Mees sem tók holuskotið en ekki leið á löngu þar til Tucker Hibbert og Ross Martin tóku við forystunni en í næstu beygju lenti Tucker í árekstri og datt aftur í 5. sæti. Ross Martin gaf allt hvað hann gat til að byggja upp forskot milli hans og Robbie Malinoski sem var þá kominn í annað sætið. Tucker Hibbert keyrði alveg hrikalega og týndi upp sætin eftir því sem leið á hítið, á 14. hring náði hann svo upp í annað sætið og þegar fjórir hringir voru eftir var hann kominn alveg á drullusokkinn hjá Ross Martin. Tucker reyndi svo að fara inná Ross Martin og rákust þeir saman í beygjunni og um leið og Tucker hafði náð forystunni fór allt í klúður og hann þurfti að hætta vegna bilunar í sleðanum eftir áreksturinn. Þvílík barátta í einu mest spennandi híti síðari ára !
Á sunnudeginum fór svo fram seinni umferð helgarinnar í Pro Open. Þar mætti Tucker Hibbert greinilega með hugann við efnið og strax byrjaði hann á að taka holuskotið og kvaddi síðan eftir það og átti enginn séns í hann. Ross Martin elti eins og hann gat í öðru sætinu og á eftir honum var það Robbie Malinoski. Ekki mikil læti í þessu híti og greinilegt að Tucker-inn er að ná "contact" við nýja sleðann !
Alveg svakalega spennandi keppnishelgi í ISOC Snocrossinu 2012 og klárt að þetta stefnir í flott tímabil !
Myndir frá www.isoc.com
Smellið á "Lesa meira..." til að sjá úrslitin frá Ironwood !
Fleiri greinar...
- ISOC SNOX 2012 - ROUND 3/4 - IRONWOOD - LIVE
- SLEDHEAD 24/7 - 2011/2012 - EPISODE 5
- ELLINGSEN - 2012 SLEÐARNIR AÐ LENDA
- TUCKER HIBBERT - DULUTH 2011 - VIDEO
- SLEDHEAD 24/7 - 2011/2012 - EPISODE 4
- SLDNX CLIP OF THE WEEK - SAHEN SKINNER
- ISOC SNOX 2012 - ROUND 1/2 - DULUTH
- ISOC SNOX 2012 - ROUND 1/2 - DULUTH - LIVE
- SLDNX SKRILLEX REMIX
- ARCTIC TRUCKS - 2012 YAMAHA KYNNING