Snjósleðar
SLEDHEAD 24/7 - 2011/2012 - EPISODE 3
Sledhead 24/7 mætir enn og aftur með allar helstu fréttirnar ! Í þessum þætti er Bearcat snjótroðarinn skoðaður, kíkt á sigurvegara Speedwerx Sled-X, kíkt á helstu nýjungarnar fyrir 2012 og svo er kíkt á bestu sleðana til að byrja á til að komast inn í sportið !
Sledhead 24/7 - 2011/2012 - Episode 3 - Part 1
Sledhead 24/7 - 2011/2012 - Episode 3 - Part 2
Sledhead 24/7 - 2011/2012 - Episode 3 - Part 3
Sledhead 24/7 - 2011/2012 - Episode 3 - Part 4
Sledhead 24/7 - 2011/2012 - Fyrri þættir:
RED BULL FUEL AND FURY 2011 - VIDEO
Hér er eina sæmilega myndbandið sem ég hef fundið af Red Bull Fuel and Fury 2011 sem fór fram í Chicago um síðustu helgi ! Svíinn Daniel Bodin er seigur, spurning hvort einhver eigi roð í hann á X-Games í Janúar ? Moore bræðurnir voru reyndar ekki að keppa þarna og spurning hvaða vitleysu þeir mæta með... En hvað um það, sturluð keppni !
RED BULL FUEL AND FURY 2011
Um helgina fór fram Red Bull Fuel and Fury snjósleða freestyle keppnin í fyrsta skiptið frá árinu 2006. Það var enginn annar en Levi LaVallee sem kom þessu á kollinn og var kynnir keppninnar sem var haldin við Wrigley Field í Chicago fyrir framan rúmlega 5000 áhorfendur. Öll helstu nöfnin voru mætt til leiks, Daniel Bodin, Heath Frisby, Eric St. John, Cory Davis, Jeff Mullin, Fred Rasmussen, Jimmy Fejas og Ted Culbertson.
Keppendurnir drógu fram öll sín bestu "trick" en það var svíinn Daniel Bodin sem tryggði sigurinn með "Shaolin Backflip-i" og er það í fyrsta sinn sem þessu "trick-i" er lent í freestyle keppni á sleða. Bodin var gríðarlega ánægður eftir sigurinn og sagði þetta bara efla vilja sinn enn meira til að mæta sterkari til leiks í vetur. Í öðru sæti endaði Heath Frisby og í þriðja endaði gamla goðið Jimmy "Blaze" Fejes.
Fleiri greinar...
- SLDNX CLIP OF THE WEEK - BRAD GILMORE
- SLEDHEAD 24/7 - 2011/2012 - EPISODE 2
- SLDNX CLIP OF THE WEEK - CORY MICKU
- SLEDHEAD 24/7 - 2011/2012 - EPISODE 1
- 2 STROKE COLD SMOKE 14 - TRAILER
- RUFF RIDERS 7 - TRAILER
- 2012 SNOCROSS SLEÐARNIR
- HYBRID COLOR FILMS: RED SUNDAY
- RIKSGRANSEN 2011
- SLEDNECKS 14 - TORRENT