Snocross

ISOC SNOX 13/14 - ROUND 3/4 - BLACKJACK - LIVE

Um helgina fer fram önnur keppnishelgin í ISOC snocross seríunni 2013/2014 og fer keppnin fram á Blackjack skíðasvæðinu í Michigan. Þessa helgina verður keppt föstudag og laugardag. Eins og venjulega verður öll þessi veisla í beinni útsendingu á netinu svo ekki missa af brjálaðri snocross spennu í beinni !AMSOIL Championship Snocross - ISOC

Minni á að hér fyrir neðan eru tímasetningar á helstu hítum á íslenskum tíma !

ISOC Snocross 13/14 - Round 3/4 -  Blackjack - Dagskrá (íslenskur tími):

Föstudagur:
22:55 - Pro Lite #1  - Round 1
00:20 - Pro Open  - Round 1
00:40 - Pro Lite #1 - Round 2
01:35 - Pro Open - Round 2
01:55 - Pro Lite #1 - LCQ
02:20 - Pro Open - LCQ
02:35 - Pro Lite #1 - Final
02:55 - Pro Open - Final

Laugardagur:
23:00 - Pro Lite #2  - Round 1
00:20 - Pro Open  - Round 1
00:40 - Pro Lite #2 - Round 2
01:25 - Pro Open - Round 2
01:45 - Pro Lite #2 - LCQ
02:15 - Pro Open - LCQ
02:50 - Pro Lite #2 - Final
03:10 - Pro Open - Final

Heildardagskrá má finna á síðu ISOC hér !

LYNX RAVE RS 600 2014

Fyrr í haust fjallaði ég um snocross sleðana fyrir komandi keppnistímabil frá Polaris, Ski-Doo og Arctic Cat en þá var ekki búið að gefa út neinar upplýsingar og ófétið frá Finnlandi eða Lynx-inn ! Nú fyrir stuttu var kvikindið svo frumsýnt og það er alveg óhætt að segja að þetta sé helvíti eiguleg græja ! Búið er að uppfæra boddý-ið og kallast það REX2, framfjöðrunin er eins og í frændanum Ski-Doo en Lynxinn er áfram með KYB demparana, eins og allir hinir framleiðendurnir er Lynx-inn kominn með 128" belti en Lynx keppnissleðinn var með 130" belti 2012 og 2013, PPS búkkinn er ennþá á sínum stað enda ljósárum á undan öðrum búkkum í virkni, sleðinn kemur með svokölluðu "svía-moddi" en það eru einskonar krækjur eða stopparar fremst í stigbrettunum til að færa akstursstöðu ökumannsins aftar og þetta getur hjálpað til við höndlun í beygjum, svo eru auðvitað þessar standard uppfærslur á vél, kúplingum o.fl.

Lynx Rave RS 600 2014

Lynx Rave RS 600Lynx Rave RS 600
Lynx Rave RS 600Lynx Rave RS 600Lynx Rave RS 600

Hér má nálgast nánari upplýsingar um sleðann - Lynx Rave RS 600 2014 Specsheet

Hvað finnst ykkur ?

ISOC SNOX 13/14 - ROUND 1/2 - DULUTH

Um helgina fór fram fyrsta keppnishelgin í ISOC Snocrossinu á tímabilinu 2013/2014 og eins og venjulega byrjaði ballið í Duluth, Minnesota. Á föstudeginum fór fram í þriðja sinn Amsoil Dominator en það er æsispennandi útsláttarkeppni þar sem einn sigurvegari stendur eftir, það var Tim Tremblay á Ski Doo sem sigraði þessa keppni í ár eftir gríðarlega spennandi baráttu í undanrásunum. Á laugardeginum var svo komið að fyrstu umferð í ISOC Snocrossinu og á sunnudeginum fór fram önnur umferð. Brautin í Duluth að þessu sinni var sú lengsta sem hefur verið þar og bauð uppá mjög spennandi keppni með miklum tilþrifum !

ISOC Snocross 2013/2014 - Round 1/2 - DuluthISOC Snocross 2013/2014 - Round 1/2 - DuluthISOC Snocross 2013/2014 - Round 1/2 - Duluth

Myndir frá ISOC

Pro Open - Round 1 - Final: Eftir mjög spennandi undanrásir á laugardeginum voru menn slegnir með rothöggi í úrslitahítinu þegar Tucker Hibbert á Arctic Cat tók holuskotið og gerði lítið úr hinum þar sem að á síðasta hring náði hann að hringa alla keppinauta sína ! Tim Tremblay á Ski Doo og Ross Martin á Polaris sem menn höfðu talið líklegasta til að standa í Tucker lentu báðir í veseni, Tim með bilaðann sleða og Ross í krassi. Á eftir Tucker voru það hinsvegar Cody Thomsen í öðru og Kyla Pallin í þriðja.

Pro Open - Round 2 - Final: Á sunnudeginum þegar kom að úrslitahítinu voru það liðsfélagarnir Levi LaVallee og Kyle Pallin á Polaris sem tóku holuskotið en fast á hæla þeirra var Tucker Hibbert sem gerði sér lítið fyrir og tók framúr Levi á fyrsta hring, í lok annars hrings klemmdi hann svo Kyle Pallin af eftir endastökkspallinn og þaðan var það greið leið til sigurs fyrir T-lestina. Hann hringaði ekki alla að þessu sinni en var samt með um 20 sekúndna forskot á næsta mann í braut sem var að meðaltali um 28 sekúndur. Kyle Pallin hélt sínu striki og endaði annar en á eftir honum var það Ross Martin sem náði að bæta aðeins upp fyrir klúður laugardagsins og endaði þriðji.

Hrikalega spennandi byrjun á ISOC Snocrossinu 2012/2013, næsta keppni fer svo fram strax um næstu helgi í Blackjack, Michigan þann 6-7. desember !

Smellið á "Lesa meira..." til að sjá heildarúrslitin frá Duluth og stigastöðuna

Lesa meira...

ISOC SNOX 13/14 - ROUND 1/2 - DULUTH - LIVE

Um helgina fer fram fyrsta keppnishelgin í ISOC Snocross seríunni 2013/2014 og eins og alltaf fer keppnin fram í Duluth, Minnesota. Þessa helgina verður keppt föstudag, laugardag og sunnudag. Á föstudeginum fer fram svokallað Amsoil Dominatior sem er æsispennandi útsláttarkeppni og hefur farið fram síðustu ár. Á laugardeginum er svo 1. umferð tímabilsin og 2. umferðin á sunnudeginum. Öll þessi veisla verður í beinni útsendingu á netinu svo ekki missa af brjálaðri Snocross spennu í beinni !AMSOIL Championship Snocross - ISOC

ISOC Snocross 13/14 - Round 1/2 -  Duluth - Dagskrá (íslenskur tími):

Föstudagur:
20:40 - Amsoil Dominatior  - Seeding
21:50 - Amsoil Dominatior  - Seeding
23:20 - Amsoil Dominatior - Round 1
01:00 - Amsoil Dominatior - Round 2
01:00 - Amsoil Dominatior - Semi-Final
01:00 - Amsoil Dominatior - Final

Laugardagur:
21:20 - Pro Lite #1  - Round 1
23:20 - Pro Open  - Round 1
23:40 - Pro Lite #1 - Round 2
00:45 - Pro Open - Round 2
01:05 - Pro Lite #1 - LCQ
01:35 - Pro Open - LCQ
01:50 - Pro Lite #1 - Final
02:10 - Pro Open - Final

Sunnudagur:
16:30 - Pro Lite #2  - Round 1
18:20 - Pro Open  - Round 1
18:40 - Pro Lite #2 - Round 2
19:25 - Pro Open - Round 2
19:45 - Pro Lite #2 - LCQ
20:15 - Pro Open - LCQ
20:30 - Pro Lite #2 - Final
20:50 - Pro Open - Final

Heildardagskrá má finna á síðu ISOC hér !

2014 SNOCROSS SLEÐARNIR

Enn eitt árið eru framleiðendurnir mættir með endurbættar útgáfur af snocross sleðunum sínum og eins og vanalega voru 2014 árgerðirnar kynntar á Hay Days nú fyrir stuttu og eins og alltaf eru þeir algert augnakonfekt ! Ég tók saman helstu uppfærðu atriðin á sleðunum og smellti saman hér fyrir neðan, aðal fréttirnar eru sennilega þær að allir framleiðendur eru komnir með lengri búkka, 128", spurning hvernig það verður...

Ski-Doo

2014 Ski-Doo Race Sled

Ski-Doo MXZ X RS 600 - Helstu nýjungar: Nýtt REV-XS boddý, ný og lengri afturfjöðrun, nýtt 128" belti, lengri skúffa með nýju formi, ný staða á framfjöðrun, endurnýjað stýriskerfi sem á að gera stýrið léttara, meiri kæling, endurbættar stillingar á kúplingu, endurbættar ECM stillingar, 40mm blöndungar.

Polaris

2014 Polaris Race Sled

Polaris IQ R 600 - Helstu nýjungar: Nýr sveifarás, ný afturfjöðrun, nýtt 128" belti, nýjar stillingar á dempurum, nýir Hayes bremsuborðar, ný grafík.

Arctic Cat

2014 Arctic Cat Race Sled

Arctic Cat ZR 6000 R Sno Pro - Helstu nýjungar: Nýir spindlar, sterkari armar, nýjar hliðar með meiri kælingu, nýtt drifskaft, nýtt drifskaft í búkka með nýjum "sprocket" hjólum, nýtt 129" belti fyrir Snocross og 128" belti fyrir Cross Country, nýjar styrkingar á stigbrettum, nýtt sætisáklæði, endurbætt bremsa, ný bensíngjöf, endurbætt púst, endurbættat stillingar á kúplingu.

Hver yrði fyrir valinu hjá þér og af hverju ?