Snocross

ISOC SNOX 2012 - ROUND 3/4 - IRONWOOD

Um helgina fór fram önnur keppnishelgin í ISOC Snocrossinu og nú var keppt við í Ironwood í Bessemer, Michigan. Brautin sem boðið var uppá var alveg hrikalega flott með rosalega flottum "rythma" köflum og lá upp og niður brekkur skíðasvæðisins. Eins og ég hef áður sagt ætla bara að fjalla um Pro Open hérna en hvet ykkur til að fylgjast með Pro Lites þar sem virkilega flottir ökumenn eru á ferð !

Á laugardeginum fór fram fyrri umferð helgarinnar í Pro Open. Af startlínunni var það Darrin Mees sem tók holuskotið en ekki leið á löngu þar til Tucker Hibbert og Ross Martin tóku við forystunni en í næstu beygju lenti Tucker í árekstri og datt aftur í 5. sæti. Ross Martin gaf allt hvað hann gat til að byggja upp forskot milli hans og Robbie Malinoski sem var þá kominn í annað sætið. Tucker Hibbert keyrði alveg hrikalega og týndi upp sætin eftir því sem leið á hítið, á 14. hring náði hann svo upp í annað sætið og þegar fjórir hringir voru eftir var hann kominn alveg á drullusokkinn hjá Ross Martin. Tucker reyndi svo að fara inná Ross Martin og rákust þeir saman í beygjunni og um leið og Tucker hafði náð forystunni fór allt í klúður og hann þurfti að hætta vegna bilunar í sleðanum eftir áreksturinn. Þvílík barátta í einu mest spennandi híti síðari ára !

Á sunnudeginum fór svo fram seinni umferð helgarinnar í Pro Open. Þar mætti Tucker Hibbert greinilega með hugann við efnið og strax byrjaði hann á að taka holuskotið og kvaddi síðan eftir það og átti enginn séns í hann. Ross Martin elti eins og hann gat í öðru sætinu og á eftir honum var það Robbie Malinoski. Ekki mikil læti í þessu híti og greinilegt að Tucker-inn er að ná "contact" við nýja sleðann !

Alveg svakalega spennandi keppnishelgi í ISOC Snocrossinu 2012 og klárt að þetta stefnir í flott tímabil !

ISOC Snocross 11/12 - Round 3/4 - BessemerISOC Snocross 11/12 - Round 3/4 - BessemerISOC Snocross 11/12 - Round 3/4 - Bessemer

ISOC Snocross 11/12 - Round 3/4 - BessemerISOC Snocross 11/12 - Round 3/4 - BessemerISOC Snocross 11/12 - Round 3/4 - Bessemer

Myndir frá www.isoc.com

Smellið á "Lesa meira..." til að sjá úrslitin frá Ironwood !

Lesa meira...

ISOC SNOX 2012 - ROUND 3/4 - IRONWOOD - LIVE

Um helgina fer fram önnur keppnishelgin í ISOC Snocross seríunni 2012. Hægt verður að sjá beina útsendingu af keppninni á netinu ! Ekki missa af brjálaðri Snocross spennu í beinni !

ISOC Snocross 2012 - Round 3/4 -  Ironwood - Dagskrá (íslenskur tími):

Laugardagur:
23:05 - Pro Lite #1  - Round 1
00:20 - Pro Open  - Round 1
00:40 - Pro Lite #1 - Round 2
01:30 - Pro Open - Round 2
01:50 - Pro Lite #1 - LCQ
02:30 - Pro Open - LCQ
02:55 - Pro Lite #1 - Final
03:15 - Pro Open - Final

Sunnudagur:
22:30 - Pro Lite #2  - Round 1
00:20 - Pro Open  - Round 1
00:40 - Pro Lite #2 - Round 2
01:55 - Pro Open - Round 2
02:05 - Pro Lite #2 - LCQ
02:30 - Pro Open - LCQ
02:55 - Pro Lite #2 - Final
03:15 - Pro Open - Final

Heildardagskrá má finna á síðu ISOC hér !

TUCKER HIBBERT - DULUTH 2011 - VIDEO

Mjög töff video frá Duluth helginni hjá Tucker Hibbert, en þetta var fyrsta umferðin í ISOC Snocross-inu á tímabilinu. Það verður gaman að fylgjast með honum í vetur á nýja kettinum. Kíkið á kappann !

ISOC SNOX 2012 - ROUND 1/2 - DULUTH

Núna um helgina fór fram fyrsta keppnishelgin í ISOC Snocrossinu og eins og venjulega var keppt við Spirit Mountain í Duluth, Minnesota. Það var greinilega búið að framleiða mikið magn af snjó fyrir keppni þessa árs og brautin var virkilega flott með smávægilegum breytingum frá því í fyrra. Í ár var keppnisfyrirkomulaginu einnig breytt og núna er bara einn Pro Open flokkur þar sem topparnir keppa og Semi-Pro er orðið að Pro Lites. Núna um helgina fóru fram tvær umferðir í báðum flokkunum. Ég ætla bara að fjalla um Pro Open hérna en hvet ykkur til að fylgjast með Pro Lites þar sem virkilega flottir ökumenn eru á ferð !

En á laugardaginn í fyrri umferð helgarinnar í Pro Open var það enginn annar en Robbie Malinoski sem kom öllum á óvart með þrusu starti og hélt af stað inn í 20 hringja úrslitahítið í forystunni, Ross Martin var þó ekki langt unda í öðru sætinu en hann átti ekki í Malinoski þennan daginn. Malinoski sigraði því fyrstu umferði tímabilsins með svakalega flottum akstri, Ross Martin endaði annar og í þriðja kláraði Tim Tremblay. Tucker Hibbert lenti í einhverju veseni á fyrsta hring og reyndi að keyra sig upp eins og hann gat og endaði fjórði í sinni fyrstu keppni á nýja Arctic Cat sleðanum.

Á sunnudeginum var svo komið að seinni umferð helgarinnar í Pro Open og þar snerist dæmið heldur betur við. Sigurvegari fyrstu umferðarinnar, Robbie Malinoski komst ekki inn í úrslitahítið og því engin stig í boði fyrir manninn sem byrjaði í forystunni. En þegar flaggið féll og önnur umferð tímabilsins byrjaði var það Ross Martin sem stakk sér í forystuna strax í upphafi, en eftir fyrstu beygju varð svaka krass í vúppsakafla sem tafði marga, svo á öðrum hring hætti Tim Tremblay vegna bilunar. Á eftir Ross Martin var það enginn annar en TJ Gulla sem heldur áfram að bæta sig frá því í fyrra en það var aðeins fyrir tveimur árum sem hann krassaði svakalega og endaði á sjúkrabekknum restina af því tímabili. En Ross Martin hélt öruggri forystu og TJ Gulla hélt sínu striki í öðru sæti, á eftir þeim var hinsvegar allskyns barningur þar sem Tucker Hibbert keyrði sig hægt og rólega upp. Að lokum var það Ross Martin sem sigraði, TJ Gulla hélt öðru og Tucker Hibbert náði þriðja sætinu af Svíanum Johan Lidman á lokahringjunum.

Semsagt gríðarlega spennandi byrjunarhelgi á ISOC Snocrossinu 2012 og ljóst að það geta margir náð í verðlaunasæti í vetur. Það verður líka spennandi að sjá hvernig Tucker Hibbert gengur að ná tökum á nýja Arctic Cat sleðanum.

ISOC Snocross 11/12 - Round 1/2 - DuluthISOC Snocross 11/12 - Round 1/2 - DuluthISOC Snocross 11/12 - Round 1/2 - Duluth

ISOC Snocross 11/12 - Round 1/2 - DuluthISOC Snocross 11/12 - Round 1/2 - DuluthISOC Snocross 11/12 - Round 1/2 - Duluth

Myndir frá www.isoc.com

Smellið á "Lesa meira..." til að sjá úrslitin frá Duluth !

Lesa meira...

ISOC SNOX 2012 - ROUND 1/2 - DULUTH - LIVE

Um helgina dúndrast ISOC Snocross serían af stað fyrir tímabilið 2012 og hægt verður að sjá beina útsendingu af keppninni á netinu eins og í fyrra ! Allar helstu stjörnurnar eru mættar til leiks og nýja keppnisfyrirkomulagið lofar góðu fyrir komandi tímabil ! Ekki missa af fyrstu keppni ársins !

ISOC Snocross 2012 - Round 1/2 -  Duluth - Dagskrá (íslenskur tími):

Laugardagur:
15:40 - Pro Lite #1  - Round 1
17:20 - Pro Open  - Round 1
17:40 - Pro Lite #1 - Round 2
18:40 - Pro Open - Round 2
19:00 - Pro Lite #1 - LCQ
19:25 - Pro Open - LCQ
19:50 - Pro Lite #1 - Final
20:10 - Pro Open - Final

Sunnudagur:
15:40 - Pro Lite #1  - Round 1
17:20 - Pro Open  - Round 1
17:40 - Pro Lite #1 - Round 2
18:25 - Pro Open - Round 2
18:45 - Pro Lite #1 - LCQ
19:25 - Pro Open - LCQ
19:50 - Pro Lite #1 - Final
20:10 - Pro Open - Final

Heildardagskrá má finna á síðu ISOC hér !

Fleiri greinar...

  1. 2012 SNOCROSS SLEÐARNIR