Snocross

ISOC SNOX 2013 - ROUND 5/6 - CANTERBURY - LIVE

Um helgina fer ISOC Snocross serían 2012/2013 aftur af stað og nú verður keppt á Canterbury leikvangnum í Shakopee, Minnesota. Þessa helgina er keppt bæði föstudag og laugardag og brautin lítur hrikalega vel út. Hægt verður að sjá beina útsendingu af keppninni á netinu svo ekki missa af brjálaðri Snocross spennu í beinni !ISOC SNOX 2013 - ROUND 3/4 - BLACKJACK - LIVE

ISOC Snocross 2013 - Round 5/6 -  Canterbury - Dagskrá (íslenskur tími):

Föstudagur:
22:15 - Pro Lite #1  - Round 1
00:20 - Pro Open  - Round 1
00:40 - Pro Lite #1 - Round 2
01:35 - Pro Open - Round 2
01:55 - Pro Lite #1 - LCQ
02:30 - Pro Open - LCQ
02:45 - Pro Lite #1 - Final
03:05 - Pro Open - Final

Laugardagur:
22:15 - Pro Lite #1  - Round 1
00:20 - Pro Open  - Round 1
00:40 - Pro Lite #1 - Round 2
01:40 - Pro Open - Round 2
02:00 - Pro Lite #1 - LCQ
02:35 - Pro Open - LCQ
02:50 - Pro Lite #1 - Final
03:10 - Pro Open - Final

Heildardagskrá má finna á síðu ISOC hér !

ISOC SNOX 2013 - ROUND 3/4 - BLACKJACK

Um síðustu helgi fór fram önnu keppnishelgin í ISOC Snocrossinu á tímabilinu 2012/2013 og og nú var keppt á Blackjack skíðasvæðinu hjá Bessemer, Michigan. Þessa helgina var keppt bæði föstudag og laugardag og brautin þessa helgina leit virkilega vel út, löng og teknísk !

ISOC Snocross 2012/2013 - Round 3/4 - BlackjackISOC Snocross 2012/2013 - Round 3/4 - BlackjackISOC Snocross 2012/2013 - Round 3/4 - Blackjack

Myndir frá ISOC

Pro Open - Round 1 - Final: í fyrra úrslitahíti helgarinnar á föstudagskvöldinu var það Robbie Malinoski sem tók holuskotið og en strax á hring 3 var það Tucker Hibbert sem tók forystuna, leit aldrei til baka og sigraði með 23 sekúndum. Robbie Malinoski hélt öðru sætinu en í þriðja sæti endaði ungliðinn Darrin Mees sem lenti í niggi við Ross Martin í hítinu og varð til þess að Ross Martin endaði utan brautar.

Pro Open - Round 2 - Final: Í seinni umferð helgarinnar á laugardeginum var það Darrin Mees sem tók holuskotið en hann hélt forystunni ekki lengi þar sem Tucker Hibbert hirti hana strax út úr fyrstu beygju og eftir það var sagan öll. Darrin Mees hélt öðru sætinu lengi vel en á síðustu hringjunum náðu þeir Ross Martin og Tim Tremblay framúr honum. Þeir tveir börðust til enda en Ross Martin hafði betur. Tucker Hibbert sigraði því með rúmu 15 sekúndna forskoti, Ross Martin í öðru og Tim Tremblay í þriðja.

Greinilegt að Tucker Hibbert er mættur í baráttuna í ISOC Snocrossinu 2012/2013, næsta keppni fer svo fram á Canterbury leikvanginum í Shakopee, Minnesota þann 4-5. janúar !

Smellið á "Lesa meira..." til að sjá úrslitin frá Blackjack !

Lesa meira...

ISOC SNOX 2013 - ROUND 3/4 - BLACKJACK - LIVE

Um helgina fer fram önnur keppnishelgin í ISOC Snocross seríunni 2012/2013 og nú verður keppt á Blackjack skíðasvæðinu hjá Bessemer, Michigan. Þessa helgina er keppt bæði föstudag og laugardag og brautin þessa helgina lítur virkilega vel út, löng og teknísk. Hægt verður að sjá beina útsendingu af keppninni á netinu ! Ekki missa af brjálaðri Snocross spennu í beinni !ISOC SNOX 2013 - ROUND 3/4 - BLACKJACK - LIVE

ISOC Snocross 2013 - Round 3/4 -  Blackjack - Dagskrá (íslenskur tími):

Föstudagur:
22:00 - Pro Lite #1  - Round 1
23:20 - Pro Open  - Round 1
23:40 - Pro Lite #1 - Round 2
00:35 - Pro Open - Round 2
00:55 - Pro Lite #1 - LCQ
01:20 - Pro Open - LCQ
01:35 - Pro Lite #1 - Final
01:55 - Pro Open - Final

Laugardagur:
21:20 - Pro Lite #1  - Round 1
23:20 - Pro Open  - Round 1
23:40 - Pro Lite #1 - Round 2
00:25 - Pro Open - Round 2
00:45 - Pro Lite #1 - LCQ
01:15 - Pro Open - LCQ
01:50 - Pro Lite #1 - Final
02:10 - Pro Open - Final

Heildardagskrá má finna á síðu ISOC hér !

ISOC SNOX 2013 - ROUND 1/2 - DULUTH

Um helgina fór fram fyrsta keppnishelgin í ISOC Snocrossinu á tímabilinu 2012/2013 og eins og venjulega byrjaði ballið í Duluth, Minnesota. Á föstudeginum fór fram í annað sinn Amsoil Dominator en þar keppta menn 2 saman í útsláttarkeppni þar til einn sigurvegari stendur eftir, það var Ross Martin á Polaris sem sigraði þessa keppni í annað sinn eftir gríðarlega spennandi baráttu í undanrásunum. Á laugardeginum var svo komið að fyrstu umferði í ISOC Snocrossinu og á sunnudeginum fór fram önnur umferð. Brautin í Duluth að þessu sinni var mjög stutt vegna snjóleysis, aðeins 24 sekúndur, en hún grófst alveg svakalega og reyndi vel á ökumenn !

ISOC Snocross 2012/2013 - Round 1/2 - DuluthISOC Snocross 2012/2013 - Round 1/2 - DuluthISOC Snocross 2012/2013 - Round 1/2 - Duluth

Myndir frá ISOC

Pro Open - Round 1 - Final: Þegar kom að úrslita hítinu á laugardeginum í fyrstu umferðinni í ISOC Snocrossinu þetta tímabilið var það enginn annar en Robbie Malinoski sem tók holuskotið með stæl með Ross Martin á eftir sér. Ross Martin keyrði hrikalega og á þriðja hring náði hann forystunni af Malonoski sem fylgdi honum þó fast á eftir. Á eftir þeim tveimur voru það Tim Tremblay og Tucker Hibbert sem börðust um þriðja sætið, eftir því sem leið á hítið færðust þeir nær topp baráttunni en á 19. hring krassaði Hibbert og datt aftur í 5. sæti. Á síðasta beina kaflanum á síðasta hring lenti Ross Martin svo í því að sleðinn hans dó nánast og Robbie Malinoski sem var rétt á eftir honum nýtti sér það og sprengdi framúr honum yfir endalínuna með sigurinn, Ross Martin náði þó að druslast yfir endalínuna í öðru á undan Tim Tremblay í þriðja, Cody Thomsen náði svo að halda fjórða sætinu á undan Tucker Hibbert í fimmta.

Pro Open - Round 2 - Final: Á sunnudeginum var það svo aftur Robbie Malinoski sem náði hrikalegu holuskoti og í þetta sinn leit hann aldrei til baka og keyrði örugglega til sigurs. Baráttan var hinsvegar í fullum gangi á eftir honum en restin af topp ökumönnunum voru í miklu basli, að lokum náði Tim Tremblay að berjast upp í annað sætið á undan Darrin Mees sem náði sínum fyrsta verðlaunapalli í Pro Open flokki með þriðja sætinu, Ross Martin þurfti að láta sér nægja fjórða sætið og Tucker Hibbert endaði í fimmta eftir mjög erfitt hít fyrir hann. Verðlaunapallurinn var því í höndum Scheuring Speed Sports liðsins sem Malinoski, Tremblay og Mees keyra fyrir og allir á Ski Doo !

Hrikalega spennandi byrjun á ISOC Snocrossinu 2012/2013, næsta keppni fer svo fram í Blackjack, Michigan þann 7-8. desember !

Smellið á "Lesa meira..." til að sjá úrslitin frá Duluth !

Lesa meira...

ISOC SNOX 2013 - ROUND 1/2 - DULUTH - LIVE

Um helgina fer fram fyrsta keppnishelgin í ISOC Snocross seríunni 2012/2013 og eins og alltaf fer keppnin fram í Duluth, Minnesota. Þessa helgina er keppt bæði laugardag og sunnudag. Hægt verður að sjá beina útsendingu af keppninni á netinu ! Ekki missa af brjálaðri Snocross spennu í beinni !

ISOC Snocross 2013 - Round 1/2 -  Duluth - Dagskrá (íslenskur tími):

Laugardagur:
21:15 - Pro Lite #1  - Round 1
23:20 - Pro Open  - Round 1
23:40 - Pro Lite #1 - Round 2
00:25 - Pro Open - Round 2
00:45 - Pro Lite #1 - LCQ
01:15 - Pro Open - LCQ
01:30 - Pro Lite #1 - Final
01:50 - Pro Open - Final

Sunnudagur:
16:35 - Pro Lite #1  - Round 1
18:20 - Pro Open  - Round 1
18:40 - Pro Lite #1 - Round 2
19:25 - Pro Open - Round 2
19:45 - Pro Lite #1 - LCQ
20:15 - Pro Open - LCQ
20:30 - Pro Lite #1 - Final
20:50 - Pro Open - Final

Heildardagskrá má finna á síðu ISOC hér !