Jonni

Sleðaferð Album Test

TOTALLY LONGBOARDING 11.06.11

Hér er eitt alveg "fresh" frá Jonni Productions ! Smá klippa sem ég henti saman í gær frá svaðallegu Longboard session-i sem við Signý og Hinrik áttum í sumar um miðja nótt í bílastæðakjallara í borg óttans ! Það var fáránlega gaman hjá okkur svo ég vona að það skili sér í gegn til ykkar ! Alger steik...

NÝJA SÍÐAN KOMIN Í LOFTIÐ !!!

Loksins loksins loksins Já, þið eruð ekki að sjá ofsjónir, nýja síðan er komin í loftið og nýtt efni mun streyma hingað inn á næstunni eins og venjan hefur alltaf verið á jonni.is ! Vona að ykkur líki nýja lúkkið en það gæti breyst eitthvað enda bara fyrsta atlagan !

Núna er ég kominn með mitt eigið kerfi og get séð um allt dæmið sjálfur. Er að keyra síðuna með Joomla vefkerfinu og fann alveg frábæra hýsingu hjá 1984.is. Núna eru líka komin Facebook Comment á fréttirnar svo það er um að gera að tjá sig um þær eins og enginn sé morgundagurinn ! En þó þetta sé góð byrjun er allskyns eftir, á eftir að koma öllum myndaalbúmunum og öðrum upplýsingum yfir. Er líka að vinna í því að koma öllum gömlu fréttunum inn í þetta kerfi, enda mikið af skemmtilegum ferðasögum og öðru sem mig langar að halda í.

En ég vona að þið séuð ekki búin að gleyma síðunni og komið henni aftur inn í daglega rúntinn ;) !

Kveðja, Jonni

Nánar / Tjá skoðun

LÍTIL VIRKNI Á SÍÐUNNI

Afsakið mig gott fólk hversu lítið hefur verið að gerast hérna á síðunni ! Staðan er þannig að ég er að skipta um síðukerfi og er að vinna í því að koma upp nýju útliti og nýju kerfi sem verður mun skemmtilegra og flottara !

Vonandi næst nýja síðan í loftið sem fyrst svo þið getið lesið helling af frábærum fréttum til að stytta ykkur stundirnar !

Ekki gleyma jonni.is á meðan ;) !

Jonni

Nánar / Tjá skoðun

MX ÆFING SAUÐÁRKRÓK 22.05.11

Á sunnudaginn síðasta skruppum við í "road trip" á Sauðárkrók og tókum góða hjólaæfingu í MX brautinni ! Hópurinn samanstóð af okkur systkinum, bræðrunum Bjarka og Einari Sig og svo Steingrími úr Mývó. Það rættist heldur betur úr deginum þar sem við keyrðum úr slappi og snjókomu á AK yfir í sól og blíðu í Skagafirðinum ! Tókum gott "session" og hjóluðum af okkur "esið" ! Svo er stefnan sett á Krókinn um næstu helgi aftur !

Nánar / Tjá skoðun