Jonni

JONNI - TEAM SUZUKI 2012

Þá er það orðið opinbert að ég er genginn til liðs við Suzuki fyrir 2012 og það með stæl. Í dag undirritaði ég samning við Suzuki og mun ég vera með tvö hjól fyrir komandi sumar, 250 2stroke fyrir Enduro og svo 250 4stroke fyrir Motocross. Pálmi í Suzuki er að gera alveg frábæra hluti og ég er virkilega spenntur fyrir komandi tímabili með þá á bakvið mig. Ekki skemmir svo fyrir að liðshópurinn er að verða helvíti sterkur !

Jonni - Team Suzuki 2012

JIB SESSION Í KÓPAVOGI 28.11.11

Við Arna Benný skelltum okkur út í snjóinn í dag og græjuðum pall rétt fyrir neðan hjá okkur hérna í Kópavoginum. Svo í kvöld þegar pallurinn var orðinn frosinn og góður skelltum við railinu upp og tókum smá session, ég reyndi að tæla Örnu á railið en það tókst ekki í þessu session-i, svo hún myndaði bara ! Hinrik kíkti svo á okkur og við tókum aðeins á því saman ! Good times og plís meira hvítagull bara !

Jib Session í Kópavogi 28.11.11Jib Session í Kópavogi 28.11.11Jib Session í Kópavogi 28.11.11

Kíkið á myndaalbúmið á myndasíðunni, geggjaðar myndir hjá Örnu !

JONNI PRODUCTIONS - GRAFÍK SETT

Nú er allt að gerast, Jonni Productions er á leið í "business", því nú er framundan að veita íslensku mótorsport þjóðinni loksins alvöru þjónustu í grafík settum á sleða og hjól. Er búinn að koma mér upp góðum banka af formum fyrir flestar gerðir hjóla og sleða og svo er hönnunin alfarið í mínum höndum. En hér heima hefur enginn verið að útvega svona alvöru "heavy duty" filmu sem er samkeppnishæf við límmiðakit frá erlendum framleiðendum, þangað til núna því Jonni Productions ætlar að flytja til landsins alvöru efni svo þið getið skreytt og varið hjól og sleða með grafík settum sem þola álagið.

Í kvöld var Jonni Productions með kynningu uppi í Stormi samhliða kynningu þar á 2012 Polaris sleðunum. Þar var til sýnis prufu grafík sett á Polaris Rush sem var prentað á bestu filmuna sem býðst hér á landi þar sem þessi "heavy duty" filma sem ég talaði um er ekki komin. Þessi filma er þó mjög fín og hentar vel á sleðana, er líka ódýrari. En þetta var aðallega til að gefa hugmynd að útliti og því sem er hægt að gera með svona grafík setti. Einnig voru sýnishorn af öðrum grafík settum á aðra sleða og hjól.

JP Kynning Stormi 18.11.11JP Kynning Stormi 18.11.11

JP Kynning Stormi 18.11.11JP Kynning Stormi 18.11.11JP Kynning Stormi 18.11.11JP Kynning Stormi 18.11.11JP Kynning Stormi 18.11.11JP Kynning Stormi 18.11.11

Kynningin tókst frábærlega og greinilegt að margir eru spenntir fyrir þessu, svo nú fer allt á fullt og það verða allir "alvöru" sleðar með grafík sett frá JP þennan veturinn !

Fylgist vel með á næstunni á productions.jonni.is þar sem sér heimasíða fyrir Jonni Productions er í vændum með frekari upplýsingum !

Jonni Productions 


JONNIPRODUCTIONS
SÍMI 7718024
PÓSTUR Þetta netfang er varið gegn ruslpósts þjörkum. Þú verður að hafa JavaScript virkt til að skoða það.
VEFUR PRODUCTIONS.JONNI.IS

GOLF, MYNDASESSION, MSÍ ÁRSHÁTÍÐ...

Var að henda inn fullt af nýjum myndum frá helginni, misstum okkur aðeins á myndavélinni í tilefni dagsins ! Byrjaði á að vinahópurinn skellti sér upp í Bása að dúndra nokkrum kúlum út í bláinn, næst heilluðumst við Arna Benný svo af brjáluðu sólarlaginu að við fórum niður í fjöru í Kópavoginum í myndasession, svo var haldið á árshátíð MSÍ um kvöldið í bilað stuð !

Kíkið á myndasíðuna til að skoða nýju albúmin !

Stuð hjá strákunum í golfi !Strákurinn...Kári Sport #46, sælar...

NÝJAR MYNDIR Í TONNATALI !

Þá er ég loksins búinn að bæta við nýjum myndaalbúmum hérna inn á myndasíðuna, splunkunýjar myndir frá MXON 2011, myndir frá ISDE 2011, hjólun í sumar, rugli í sumar og allskyns flottar myndir sem ég hef tekið upp á síðkastið ! Þið getið smellt á myndirnar hér fyrir neðan til að fara í tiltekið albúm eða bara skellt ykkur á myndasíðuna :) !