Jonni

SKÁLAFELL 03.03.12

Vinahópurinn fjölmennti í Skálafell í gær í geggjað rennsli ! Snilld að geta loksins rennt sér um þetta svæði aftur enda eyddi maður ófáum dögunum þarna uppfrá þegar maður var yngri ! Það var geggjað veður, ágætis færi og að sjálfsögðu hrikaleg stemning ! Smellti nokkrum römmum af og henti saman albúmi á myndasíðunni !

Skálafell 03.03.12Skálafell 03.03.12Skálafell 03.03.12

HJÓLUN Í SANDVÍK 25.02.12

Við skelltum okkur saman Suzuki strákarnir í Sandvík á laugardaginn í hjólun. Keyrðum mjög skemmtilegann hring og tókum vel á því í þungum sandinum. Ég greip að sjálfsögðu myndavélina með og við smelltum af fullt af römmum og ég henti þeim flottustu saman í albúm hérna á myndasíðunni, endilega tjékkið á því !

Hjólun í Sandvík 25.02.12Hjólun í Sandvík 25.02.12Hjólun í Sandvík 25.02.12

JONNI PRODUCTIONS - ALLT AÐ SKE !

Þá er komið að því, nú er vinnslan formlega hafin og fyrstu límmiðakittin eru klár og mikil ánægja með útkomuna.

Til að gera pöntun er best að senda mér póst á Þetta netfang er varið gegn ruslpósts þjörkum. Þú verður að hafa JavaScript virkt til að skoða það.. Takið fram hvaða tegund, gerð og árgerð tækið er, ef þið eruð með einhverjar litahugmyndir og eins ef þið hafið séð eitthvað flott á netinu sem þið viljið nota sem hugmynd látið þá endilega mynd af því fylgja með.

Eins vildi ég láta vita að ég get tekið að mér að setja settin á tækin líka, er með aðstöðu til að taka á móti þeim eða get komið heim í skúr og gert það.

Hér fyrir neðan er verðlistinn. Vonast til að heyra frá sem flestum og koma settum frá Jonni Productions á sem flestar græjur hérna á klakanum !

Jonni Productions
Verðlisti á grafík settum (01/12)

Sleðar - Grafík sett (þekur plöst sleðans) 52.000 m/vsk
Sleðar - Ef bæta á skúffu við 10.000 m/vsk
Sleðar - Ásetning 9.500 m/vsk
Hjól - Grafík sett (þekur allt hjólið) 36.000 m/vsk
Hjól - Ásetning 7.500 m/vsk

Jonni Productions


JONNIPRODUCTIONS
SÍMI 7718024
PÓSTUR Þetta netfang er varið gegn ruslpósts þjörkum. Þú verður að hafa JavaScript virkt til að skoða það.
VEFUR PRODUCTIONS.JONNI.IS

FREESKI SESSION 07.01.12

Við Steingrímur kíktum aðeins út með skíðin heima í Mývatnssveitinni um helgina og ætluðum í eitthvað jibb mission en fundum ekkert nógu gott svo það endaði með því að Andri mætti með fjórhjólið, gerðum pall og svo var tekið á því haha ;) ! Þetta var útkoman...

SLEÐUN ÓLAFSFIRÐI 28.12.11

Á milli jóla og nýárs skelltum við okkur nokkur vel valin út í Ólafsfjörð á sleða, bretti og í almennann fíflaskap ! Fengum alveg snilldar veður og mjög fínt færi. Þrátt fyrir að tveir sleðar hafi komið niðrá Kleifar aftur í spotta var þetta alveg snilldar dagur ! Arna og ég tókum slatta af myndum og ég smellti þeim í myndaalbúm á myndasíðunni, fullt af flottum myndum frá frábærum degi með frábæru fólki !

Sleðun Ólafsfirði 28.12.11Sleðun Ólafsfirði 28.12.11Sleðun Ólafsfirði 28.12.11

Sleðun Ólafsfirði 28.12.11Sleðun Ólafsfirði 28.12.11Sleðun Ólafsfirði 28.12.11

Við fundum þennan flotta náttúrulega pall og Arna Benný náði nokkrum klippum af mér og Bjarka í ham ! Ég smellti sitthvorri klippunni af okkur á Vimeo síðuna mína, smá "air-time" á strákunum ;) !