Mótorhjól

AMA EX 2011 - ROUND 7 - LAS VEGAS

Núna um helgina fór fram sjöunda og síðasta umferðin í AMA Endurocross-inu og var keppt í Las Vegas. Það var svosum ekki nein hrikaleg spenna um titilinn þar sem Taddy Blazusiak var búinn að vinna allar keppnir til þessa. Hann þurfti þó að skila sér þokkalega í mark til að tryggja sér titilinn.

AMA Endurocross 2011 - Round 7 - Las VegasAMA Endurocross 2011 - Round 7 - Las VegasAMA Endurocross 2011 - Round 7 - Las Vegas

Myndir frá www.endurocross.com

En það gat enginn ráðið við ofur Pólverjann Taddy Blazusiak sem tók holuskotið í Main Event 1 og sigraði það örugglega. Í Main Event 2 var það reyndar Kyle Redmond sem tók holuskotið en Taddy var ekki lengi að koma sér í forystuna og hélt því þaðan. Hann sigraði því keppnina og kláraði tímabilið með fullu húsi stiga, hrikalegur árangur hjá honum enda alveg ótrúlegur ökumaður ! Hér fyrir neðan er stutt "highlights" video frá keppninni og nánari úrslit.

Video frá AMA Endurocross 2011 - Round 7 - Las Vegas:

Úrslitin úr AMA Endurocross 2011 - Round 7 - Las Vegas:

Main Event 1

1. Taddy Blasuziak
2. Justin Soule
3. Cory Graffunder
4. Mike Brown
5. Cody Webb
6. Jonathan Walker
7. Taylor Robert
8. Bobby Prochnau
9. Kyle Redmond
10. Geoff Aaron

Main Event 2

1. Taddy Blazusiak
2. Taylor Robert
3. Mike Brown
4. Justin Soule
5. Kyle Redmond
6. Geoff Aaron
7. Bobby Prochnau
8. Cory Graffunder
9. Cody Webb
10. Jonathan Walker

Úrslit úr AMA Endurocross 2011:

1. Taddy Blazusiak 240 p.
2. Mike Brown 166 p.
3. Justin Soule 146 p.
4. Geoff Aaron 144 p.
5. Cody Webb 131 p.
6. Gary Sutherlin 90 p.
7. Kyle Redmond 87 p.
8. Taylor Robert 80 p.
9. Bobby Prochnau 77 p.
10. Colton Haaker 76 p.

FIM ISDE 2011 FINLAND - VIDEO

FIM var að pósta frá sér svaka flottu video-i með flottustu skotunum frá ISDE (International Six Days Enduro) 2011 sem fór fram í Finnlandi í ár. Eins og allir ættu að vita sendum við Íslendingar í fyrsta skipti landslið til keppni í Six Days í ár og af þeim 6 sem byrjuðu vorum við þrír sem kláruðum, ég, gamli og Árni lögga. Það er alveg snilld að horfa á þetta video og rifja upp allt ógeðið sem maður barðist í gegnum í þessari keppni ! Ætla rétt að vona að ég nái að komast í þetta aftur á næsta ári !

GENOVA SUPERBOWL OF SUPERCROSS 2011

Um helgina fór fram hið árlega "Superbowl of Supercross" í Genova á Ítalíu. Það var alveg hellingur af flottum ökumönnum mættir til keppni og þar á meðal stórstjörnurnar Justin Barcia og Chad Reed. Úr varð svakaleg keppni og ekki nóg með það heldur var Freestyle kappinn sjálfur Mark Monea fenginn til að reyna 360 Frontflip-ið aftur, reyndar klúðraðist lendingin í þetta skiptið. Getið tjékkað á video af því hér !

Genova Superbowl of Supercross 2011Genova Superbowl of Supercross 2011Genova Superbowl of Supercross 2011

Genova Superbowl of Supercross 2011

Myndir frá Offroad Pro Racing

En að keppninni, þá var greinilegt hverjir voru með yfirburðina þarna en Chad Reed byrjaði á að vinna fyrstu undanrásirnar og Justin Barcia vann svo þær næstu. Í þessari keppni eru tvö Main Event og samanlögð úrslit krýna sigurvegarann. Í Main Event 1 var það Justin Barcia sem sigraði en Chad Reed náði þó að keyra sig uppí annað sæti eftir krass eftir startið, áhorfendum til mikillar ánægju. Í Main Event 2 börðust þeir tveir svo gríðarlega en Chad Reed hafði betur og sigraði, með því náði hann einnig að sigra keppnina. Justin Barcia endaði því annar og í þriðja endaði Frakkinn Cyrille Coulon.

Video frá Genova Superbowl of Supercross 2011:

Úrslitin úr Genova Superbowl of Supercross 2011:

1. Chad Reed (2-1)
2. Justin Barcia (1-2)
3. Cyrille Coulon (4-3)
4. Arnaud Tonus (3-4)
5. Bonini Matteo (7-5)
6. Martin Christophe (6-6)
7. Thomas Ramette (5-10)
8. Boris Maillard (9-7)
9. Cedric Mannevy (10-9)
10. Jason Clermont (13-8)

GEOFF AARON EX PRACTICE

Alveg fáránlega töff video af Endurocross kappanum Geoff Aaron sem hefur yfirleitt verið næsti maður á eftir Taddy Blazusiak í AMA Endurocross-inu. Hér er hann í smá æfingum fyrir Endurocross og alveg geðveikt hvað hann er með flotta tækni greinilega beint úr Trial æfingum ! Spurning hvort maður verði ekki að eignast Trial hjól fyrir svona "skills"...

KURT CASELLI - WORCS 2011

Flott video af Kurt Caselli úr WORCS 2011 (World Off Road Championship Series) í USA en hann sigraði Pro flokkinn í ár ! Þetta eru svakalega flottar keppnir sem reyna á alla þætti ökumanns !