Mótorhjól

MSÍ ÍX 2012 - 1. UMFERÐ - REYKJAVÍK - SKRÁNING HAFIN

Tekið af www.msisport.is:

Keppendur athugið að skráning í 1. umferð Íslandsmótsins í Ís-Cross stendur til kl: 21:00 fimmtudaginn 26. janúar. Keppnin fer fram laugardaginn 28. janúar á suð-austur enda Hafravatns og er mæting keppanda kl: 10:00 sjá nánar dagskrá undir “Reglur" (Dagskrá Ís 2011)

Keppendur eru beðnir að kynna sér og rifja upp reglur um Ís-Cross, ádrepari með snúru skal vera virkur á öllum keppnishjólum. Keppendur í Opnum flokki sem eru búnir öllum öryggisbúnaði samanber brynju, hnéhlífum ofl. eru undanskildir reglu um leðurgalla. Dekkjabúnaður í Opnum flokki verður skoðaður sérstaklega og dekk með of margar eða með of langar skrúfur verður vísað frá keppni.

Allur æfingaakstur á Hafravatni og við keppnisbraut er bannaður nema að þar til gerðu svæði á keppnisdag.

AMA SX 2012 - ROUND 3 - LOS ANGELES

Um helgina fór fram þriðja umferðin í AMA Supercross-inu 2012 og fór keppnin fram í Los Angeles. Eftir mjög svo skemmtilegar umferðir stefnir þetta allt í snilldar tímabil. Brautin núna um helgina var mjög flott með flottum "rythma" köflum og vúpsa kafla í langri beygju sem hægði á mönnum ! Eins og alltaf eru úrslitin falin fyrir þá sem eiga eftir að horfa á keppnina en fyrir hina þá er þetta allt handan við hornið...

AMA Supercross 2012 - Round 3 - Los AngelesAMA Supercross 2012 - Round 3 - Los AngelesAMA Supercross 2012 - Round 3 - Los Angeles

Myndir frá TWMX

Smellið á "Lesa meira..." til að sjá úrslitin frá Los Angeles !

Lesa meira...

AMA SX 2012 - ROUND 3 - LOS ANGELES - TORRENT

Þriðja umferðin af supercrossinu 2012 er komin inn á The Pirate Bay, maður getur alltaf treyst á "slicknick" að plögga þessu fyrir okkur sem höfum ekki aðgang að Speed TV ! Þessa helgina var ekki "Live" útsending af keppninni og því hvor flokkurinn í sínu lagi ! Þetta stefnir allt í spennandi tímabil...!

AMA Supercross 2012 - Round 3 - Los Angeles - 250:

http://thepiratebay.org/torrent/6980468/

AMA Supercross 2012 - Round 3 - Los Angeles - 450:

http://thepiratebay.org/torrent/6976493/

DC MOTO TEAM RIDE DAY

Hrikalega töff video frá DC með öllu Moto liðinu þeirra samankomnu að taka á því á Pala Raceway. Á svæðinu voru engir aðrir en Jeremy McGrath, Nate Adams, Adam Cianciarulo, Josh Hill, Jeffery Herlings, Carson Mumford, Robbie Maddison, Andre Villa, Jolene Van Vugt, Hunter Hewitt, Blake Wharton, Justin Hill, Tyler Bereman, Jason Anderson, Chris Plouffe, Matt Moss, PJ Larsen og Malcolm Stewart. Ekki slæmt samansafn ökumanna...

AMA SX 2012 - ROUND 3 - LOS ANGELES - TRACK

 Hér er sýnishorn af brautinni sem verður í 3. umferðinni í Supercrossinu í Los Angeles um helgina í USA ! Þessi braut lúkkar mjög spennandi með mjög flottum "rythma" köflum og beygjan með vúpsunum verður líka tricky, spurning hvort þeir fengu hugmyndina úr brautinni í Mývatnssveit hehe !