Mótorhjól

THE MOTO SHOW - EPISODE 1

Fyrsti þátturinn í nýrri vefþáttaseríu, The Moto Show, þar sem farið verður yfir allar hliðar mótorhjólunar. Það er fyrrum meistarinn Jim Holley sem stýrir þættinum og fær til sín góða gesti og margt fleira !

Nánar / Tjá skoðun

KLAUSTUR VERÐUR 12. JÚNÍ !

Nú þegar goslokum hefur verið lýst yfir í Grímsvötnum og eftir að staðan á brautarstæðinu hefur verið könnuð er komin ákvörðun um að halda keppnina um hvítasunnuhelgina, sunnudaginn 12. júní nk. Askan hefur að miklu leiti fokið í burtu og rigningin undanfarið daga hefur bundið hana verulega. Undirbúningur fyrir keppnina er því hafin að nýju og keppendur geta tekið gleði sína á ný.

Stjórn Vélhjólaíþróttaklúbbsins

Nánar / Tjá skoðun

KLAUSTRI FRESTAÐ VEGNA ELDGOSSINS !

Tekið af www.mbl.is:

Keppni í þolakstri á vélhjólum sem átti að fara fram á Kirkjubæjarklaustri nk. laugardag hefur verið frestað um ótilgreindan tíma vegna öskufalls frá eldgosinu í Grímsvötnum.

Karl Gunnarsson, formaður mótorhjóla- og snjósleðaíþróttasambands Íslands, segir í samtali við mbl.is að keppnisstjórn Vélhjólaíþróttaklúbbsins, sem stendur fyrir keppninni, hafi tekið þessa ákvörðun í morgun.

„Það er ekki forsvaranlegt að fara inn á þetta svæði. Menn eru að hjóla í sex tíma í öskuryki. Svo er sveitin varla tilbúin að taka við okkur,“ segir Karl. Menn vonist til þess að hægt verði að halda keppnina í september.

Um 430 keppendur voru skráðir til leiks, þar af 12 erlendir keppendur frá Svíþjóð og Kanada. „Okkur reiknaðist til að þetta gæti verið á bilinu 1.500 til 2.000 manns sem fylgja mótinu,“ segir Karl og bætir við að erlendir blaðamenn hafi verið búnir að boða komu sína hingað til lands.

Karl segir að gosið í Eyjafjallajökli í fyrra hafi ekki haft þessar afleiðingar og keppnin hafi því verið haldin án vandræða. „En eins og staðan er núna þá er þetta náttúrulega bara „disaster“.“

Keppnin kallast á ensku Trans Atlantic Off-Road Challenge, en er kölluð Klausturskeppnin. Hún byrjar ávallt klukkan 12 á hádegi og lýkur kl. 18. Hjá flestum er keppnisfyrirkomulagið þannig að tveir eru saman í liði og skiptast þeir á að hjóla.

Nánar / Tjá skoðun

GOPRO SUPERCROSS 2011 HIGHLIGHTS

Hrikalega töff klippa frá GoPro þar sem brunað er yfir AMA/FIM Supercross tímabilið 2011 ! Flottar klippur og allt tekið upp með GoPro vélum ! Þetta tímabil situr ennþá í manni... Það yrði nú svakalegt ef AMA/FIM Motocross tímabilið í sumar yrði eitthvað svipað !

Nánar / Tjá skoðun