BERCY SUPERCROSS 2011 - LAUGARDAGUR
Núna yfir helgina fer fram hið franska Bercy Supercross í 29 skiptið og í gær, laugardag, fór fram annað kvöldið í keppninni. Eftir svakalega baráttu í keppnum föstudagsins var spennan gríðarleg fyrir kvöldið og hún var svo sannarlega á suðupunkti á tímabili !
En fyrir þá sem ekki vita eru nokkrar keppnir í gangi yfir helgina í Bercy Supercrossinu og auk þess er keppt í nokkrum flokkum þó að International flokkurinn sé þar æðstur. En að keppnunum, Superpole er keppni um að setja hraðasta hringinn, Eliminator er niðurskurður þar sem 14 byrja og svo detta nokkrir út í hverri umferð þar til aðeins fjórir standa eftir í úrslitahíti, svo er 14 manna Main Event hvert kvöld og þau þrjú eru það eina sem gildir í keppninni um að verða King of Bercy. Svona svo þið áttið ykkur aðeins á þessu dæmi öllu saman !
Myndir frá VitalMX
En þá að keppni kvöldsins. Eftir óheppni Justin Barcia fyrsta kvöldið var spurning hvort hann ætlaði að snúa blaðinu við en allt kom fyrir ekki og í staðinn varð hann að hataðasta manni Frakklands eftir atvik í Eliminator keppninni, en þar eftir startið í Semi-Final-inu skoppaði Frakkinn Greg Aranda til og stökk ansi skakkt yfir fyrsta vúppsann og tók Justin Barcia niður í loftinu. Á myndbandi sést vel að þetta var algert óviljaverk en Barcia tók þessu alls ekki þannig og ákvað að bíða eftir að Aranda kæmi að honum eftir fyrsta hringinn og lokaði alveg á hann í beygju, stoppaði hann gersamlega með allskyns handapati og rugli. Aranda var ekki sáttur enda klúðraði Barcia með þessari fáránlegu óíþróttamannslegu hegðun fyrir honum séns á að komast í úrslitin í Eliminator keppninni. Aranda elti Barcia út úr brautinni og var tilbúinn að segja honum til syndanna með hnefunum, en Barcia flúði eins og kelling inn í pitt og lét ekki sjá sig, enda Franska "crowd-ið" brjálað útí hann. Svo kom að Main Event kvöldsins og þar þorði Barcia heldur ekki að sýna sig. Það voru því bara 13 sem störtuðu og hver annar en Bandaríkjamaðurinn Mike Alessi sem tók startið með landa sinn Kyle Chisholm á eftir sér. Þegar hítið var um hálfnað náði Chisholm svo framúr Alessi og í leiðinni endaði Alessi út úr braut. Eftir það var Chisholm einn á báti til enda og sigraði annað kvöldið í Bercy Supercrossinu eftir annað sæti fyrsta kvöldið, en Eli Tomac sem vann fyrsta kvöldið var annar þetta kvöldið og þeir því jafnir að stigum fyrir "King of Bercy" titilinn. Vel verðskuldað varð svo í þriðja sætinu Greg Aranda eftir öll átök kvöldsins. Eftir keppnina mannaði Justin Barcia sig upp og kom fram fyrir almúgann og bað Greg Aranda afsökunar, "crowd-ið" var þó alls ekki sátt með kappann og búaði og lét ýmislegt fjúka í átt til hans !
Þriðja og síðasta kvöldið framundan í kvöld og þá kemur í ljós hver verður "King of Bercy" 2011 !
Video frá Bercy Supercross 2011 - Main Event - Laugardagur:
Úrslitin úr Bercy Supercross 2011 - Laugardagur:
1. Kyle Chisholm (USA, Yamaha)
2. Eli Tomac (USA, Honda)
3. Greg Aranda (FRA, Kawasaki)
4. Nick Wey (USA, Kawasaki)
5. Cedric Soubeyras (FRA, Honda)
6. Fabien Izoird (FRA, Suzuki)
7. Tommy Searle (GBR, Kawasaki)
8. Mike Alessi (USA, Suzuki)
9. Cyrille Coulon (FRA, Suzuki)
10. Arnaud Tonus (SUI, Yamaha)
11. Jake Weimer (USA, Kawasaki)
12. Christophe Martin (FRA, Honda)
13. Khounsith Vongsana (FRA, Suzuki)
14. DNS - Justin Barcia (USA, Honda)
Topp 10 í King of Bercy eftir 2 kvöld:
1. Kyle Chisholm (3 p.)
2. Eli Tomac (3 p.)
3. Nick Wey (9 p.)
4. Cedric Soubeyras (12 p.)
5. Mike Alessi (12 p.)
6. Jake Weimer (14 p.)
7. Arnaud Tonus (16 p.)
8. Fabien Izoird (16 p.)
9. Greg Aranda (17 p.)
10. Tommy Searle (18 p.)