ENDUROCROSS Í SÓLBREKKU 05.11.11

Á laugardaginn stóðu Jói Kef, Gylfi og félagar fyrir endurocross keppni í Sólbrekku. Þeir voru búnir að græja hring sem var virkilega skemmtilegur með allskyns klöngri og svo nokkrum flottum þrautum inní húsinu í Sólbrekku. Það var mjög fínt veður og þrátt fyrir að þátttakan hefði mátt vera meiri var þetta alveg frábær keppni. Tæplega 30 manns voru skráðir til leiks og var keppt í einmenning og tvímenning.

Daði Skaði keppti í einmenning og rúllaði því upp með hrikalega flottum akstri og í tvímenningnum sigruðu Jói Kef og Bjarki Sig eftir hörku baráttu við okkur feðgana.

Snilldar keppni og vill ég þakka þeim sem stóðu að þessu kærlega fyrir mig !

Endurocross í Sólbrekku 05.11.11Endurocross í Sólbrekku 05.11.11Endurocross í Sólbrekku 05.11.11

Myndir frá Morgan.is

Úrslit úr Endurocrossi í Sólbrekku 05.11.11:

Einmenningur:

1. Daði Erlingsson
2. Guðbjartur Magnússon
3. Ernir Freyr Sigurðsson

Tvímenningur:

1. Jóhannes Tryggvi Sveinbjörnsson & Bjarki Sigurðsson
2. Jónas Stefánsson & Stefán Gunnarsson
3. Ármann Örn Sigursteinsson & Kristján Daði Ingþórsson