AMA EX 2011 - ROUND 7 - LAS VEGAS

Núna um helgina fór fram sjöunda og síðasta umferðin í AMA Endurocross-inu og var keppt í Las Vegas. Það var svosum ekki nein hrikaleg spenna um titilinn þar sem Taddy Blazusiak var búinn að vinna allar keppnir til þessa. Hann þurfti þó að skila sér þokkalega í mark til að tryggja sér titilinn.

AMA Endurocross 2011 - Round 7 - Las VegasAMA Endurocross 2011 - Round 7 - Las VegasAMA Endurocross 2011 - Round 7 - Las Vegas

Myndir frá www.endurocross.com

En það gat enginn ráðið við ofur Pólverjann Taddy Blazusiak sem tók holuskotið í Main Event 1 og sigraði það örugglega. Í Main Event 2 var það reyndar Kyle Redmond sem tók holuskotið en Taddy var ekki lengi að koma sér í forystuna og hélt því þaðan. Hann sigraði því keppnina og kláraði tímabilið með fullu húsi stiga, hrikalegur árangur hjá honum enda alveg ótrúlegur ökumaður ! Hér fyrir neðan er stutt "highlights" video frá keppninni og nánari úrslit.

Video frá AMA Endurocross 2011 - Round 7 - Las Vegas:

Úrslitin úr AMA Endurocross 2011 - Round 7 - Las Vegas:

Main Event 1

1. Taddy Blasuziak
2. Justin Soule
3. Cory Graffunder
4. Mike Brown
5. Cody Webb
6. Jonathan Walker
7. Taylor Robert
8. Bobby Prochnau
9. Kyle Redmond
10. Geoff Aaron

Main Event 2

1. Taddy Blazusiak
2. Taylor Robert
3. Mike Brown
4. Justin Soule
5. Kyle Redmond
6. Geoff Aaron
7. Bobby Prochnau
8. Cory Graffunder
9. Cody Webb
10. Jonathan Walker

Úrslit úr AMA Endurocross 2011:

1. Taddy Blazusiak 240 p.
2. Mike Brown 166 p.
3. Justin Soule 146 p.
4. Geoff Aaron 144 p.
5. Cody Webb 131 p.
6. Gary Sutherlin 90 p.
7. Kyle Redmond 87 p.
8. Taylor Robert 80 p.
9. Bobby Prochnau 77 p.
10. Colton Haaker 76 p.