ENDUROCROSS Í SÓLBREKKU 05.11.11
Á laugardaginn stóðu Jói Kef, Gylfi og félagar fyrir endurocross keppni í Sólbrekku. Þeir voru búnir að græja hring sem var virkilega skemmtilegur með allskyns klöngri og svo nokkrum flottum þrautum inní húsinu í Sólbrekku. Það var mjög fínt veður og þrátt fyrir að þátttakan hefði mátt vera meiri var þetta alveg frábær keppni. Tæplega 30 manns voru skráðir til leiks og var keppt í einmenning og tvímenning.
Daði Skaði keppti í einmenning og rúllaði því upp með hrikalega flottum akstri og í tvímenningnum sigruðu Jói Kef og Bjarki Sig eftir hörku baráttu við okkur feðgana.
Snilldar keppni og vill ég þakka þeim sem stóðu að þessu kærlega fyrir mig !
Myndir frá Morgan.is
Úrslit úr Endurocrossi í Sólbrekku 05.11.11:
Einmenningur:
1. Daði Erlingsson
2. Guðbjartur Magnússon
3. Ernir Freyr Sigurðsson
Tvímenningur:
1. Jóhannes Tryggvi Sveinbjörnsson & Bjarki Sigurðsson
2. Jónas Stefánsson & Stefán Gunnarsson
3. Ármann Örn Sigursteinsson & Kristján Daði Ingþórsson
SNJÓBRETTA KEPPNI Á AK 04.11.11
Á föstudagskvöldið kíkti ég á Snjóbretta keppni/session á Akureyri. Það er nýbúið að koma upp ljósastaurum á bakvið skautahöllina þar sem Akureyska snjóbretta "crowd-ið" hefur komið upp flottu "rail" svæði. Monster Energy var í boði fyrir alla og það var flott "action" í gangi á rörinu góða. Það hefði reyndar mátt vera aðeins betra skipulag í kringum keppnina þar sem enginn virtist vita hvað væri í gangi og ekki hjálpaði til að rafmagnið á aukaljósunum og hátalarakerfinu sló reglulega út... En ég smellti af nokkrum römmum þó þeir séu svona misgóðir og henti í albúm hérna á myndasíðunni. Ég filmaði líka eitthvað og er að fara yfir það og klippa, hendi því inn um leið og það er klárt ! Úrslitin úr keppninni eru hér fyrir neðan !
Snjóbretta keppni á AK 04.11.11 í boði Monster Energy
Yngri flokkur (14 ára og yngri):
1. Björn Jóhannsson
2. Sólon Arnar Kristjánsson
Best bail: Hrannar Ingi Óttarsson
Eldri flokkur (15 ára og eldri):
1. Hákon Traustason
2. Ísak Kristinn Harðarson
Best Trick: Sindri Steinarsson
TRIAL FREERIDE - THE PARAMONT RIDE
Hér er komið enn eitt geggjað Trial video með Julien Dupont og nú er félagi hans Arthur Coutard með honum í tryllingi í frönsku ölpunum ! Virkilega töff video með heimsklassa trial ökumönnum ! Check it...
TAKA TIME
Hérna er á ferðinni flott video frá etnies með Japanska Freestyle Motocross kvikindinu Taka Higashino að taka á því á æfingasvæði Metel Mulisha ! Þessi litli skratti er alveg magnaður í loftinu !
SIMON DUMONT - RED BULL CUBED PIPE
Var að horfa á nýju skíða myndina "The Grand Bizarre" frá "Poor Boys Productions" og þessi ræma er svakaleg, en það er samt eitt atriði sem stóð uppúr og það var þetta "project" hjá Simon Dumont með hjálp Red Bull, "Red Bull Cubed Pipe" ! Klikkuð hugmynd sem Simon Dumont var búinn að ganga með í nokkur ár og Red Bull hjálpaði honum að framkvæma það núna í ár ! Tjékkið á þessum myndum og video-inu ! Mæli svo með að þið tjékkið á myndinni "The Grand Bizarre" ef ykkur líkar þetta !
Fleiri greinar...
- WEIMER AND SEARLE AT BERCY SX 2011
- SALOMON FREESKI TV - SEASON 5 - EPISODE 4
- THE ART OF FLIGHT Í BÍÓ Á ÍSLANDI
- BERCY SUPERCROSS 2011 - SUNNUDAGUR
- LOKAHÓF MSÍ 2011
- UNIT FMX PRO OPEN 2011
- BERCY SUPERCROSS 2011 - LAUGARDAGUR
- SLDNX CLIP OF THE WEEK - BRAD GILMORE
- BERCY SUPERCROSS 2011 - FÖSTUDAGUR
- ENDUROCROSS Í SÓLBREKKU - PROMO VIDEO