BERCY SUPERCROSS 2011 - FÖSTUDAGUR
Núna yfir helgina fer fram hið franska Bercy Supercross í 29 skiptið og í gær, föstudag, fór fram fyrsta kvöldið í keppninni. Brautin í ár er gríðarlega flott með nokkra risa palla og krefjandi "rythma" kafla. Slatti af Bandarískum ökumönnum voru mættir til leiks og skapaðist svakaleg barátta á þessu fyrsta kvöldi keppninnar.
Myndir frá VitalMX
En fyrir keppnina voru allra augu á sigurvegara síðasta árs, Bandaríkjamanninum Justin Barcia og svo á Frakkanum Gregory Aranda sem átti hraðasta hringinn í undanrásunum eða Super Pole eins og það kallast. En þegar kom að aðalhítinu snerist allt heldur betur við strax í fyrstu beygju þar sem all nokkrir ökumenn lentu saman og þar á meðal Barcia og Aranda sem þurftu báðir að hætta, Barcia með brotna teina. En þá var það liðsfélagi og landi Barcia, Eli Tomac sem tók málin í sínar hendur og leiddi alla hringina til sigurs. Annar endaði Kyle Chisholm og í þriðja endaði Jake Weimer. Svo það voru Bandaríkjamenn sem hirtu allar topp stöðurnar þetta kvöldið. Efsti Evrópubúinn var Ítalinn Arnaud Tonus í fimmta sæti.
Annað spennandi kvöld framundan í kvöld og svo kemur í ljós á sunnudag hver verður "King of Bercy" 2011 !
Video frá Bercy Supercross 2011 - Main Event - Föstudagur:
Úrslitin úr Bercy Supercross 2011 - Föstudagur:
1. Eli Tomac (USA, Honda)
2. Kyle Chisholm (USA, Yamaha)
3. Jake Weimer (USA, Kawasaki)
4. Mike Alessi (USA, Suzuki)
5. Arnaud Tonus (SUI, Yamaha)
6. Cedric Soubeyras (FRA, Honda)
7. Nicolas Aubin (FRA, Honda)
8. Christophe Martin (FRA, Honda)
9. Fabien Izoird (FRA, Suzuki)
10. Nick Wey (USA, Kawasaki)
11. Tommy Searle (GBR, Kawasaki)
12. Justin Barcia (USA, Honda)
13. Greg Aranda (FRA, Kawasaki)
14. Dylan Ferrandis (FRA, Kawasaki)