MARTYN ASHTON - ROAD BIKE PARTY
Þetta video er algjörlega fáránlegt, sá þetta fyrir nokkru síðan og þrátt fyrir að margir séu kannski búnir að sjá þetta fannst mér þetta bara verða að fara hingað inn ! Hérna er fer semsagt "trial" hjólasnillingurinn Martyn Ashton og grípur í hrikalegt carbon götuhjól sem kostar litlar 2 milljónir og sýnir okkur að það er hægt að gera ýmislegt fleira en að bara bruna eftir malbikinu á svona hjóli ! Alveg magnað video sem enginn má missa af !
RED BULL SEA TO SKY 2012
Red Bull Sea to Sky 2012 fór fram um helgina og er þetta í annað skiptið sem þessi keppni er haldin og hér er á ferðinni alvöru "extreme enduro" keppni. Keppnin fór fram við bæinn Kemer í Tyrklandi, fyrri daginn fóru fram undanrásir sem byrjaði með híti á ströndinni og svo annað hít seinna um daginn sem lá um skógana þarna í kring. Það var hinn ungi Johnny Walker sem vann skógar hítið en hann vann einmitt Red Bull Sea to Sky í fyrra, en það var svo jaxlinn Graham Jarvis sem sigraði skógar hítið seinna um daginn.
Á degi 2 var svo komið að aðal keppninni en þá er keyrt frá sjávarmáli og upp á Olympos fjallið í 2.365 m hæð. Leiðin liggur fyrst eftir löngum grýttum árfarveg og því næst er haldið upp hlíðarnar í gegnum skóg og erfiði og þegar loks er komið upp fyrir skógarlínuna tekur við grjót og ógeð þar til toppi fjallsins er náð. Graham Jarvis náði strax forystu en Johnny Walker fylgdi honum fast eftir og sótti að honum. Þegar leið á náði Graham Jarvis að auka bilið á milli þeirra og hélt sínu striki þar til endamarkinu var náð og sigraði keppnina með gríðarlega flottum akstri, Johnny Walker kláraði í öðru og í þriðja sæti endaði Paul Bolton, allir þrír breskir. Gríðarlega flott keppni og vonandi er hún komin til að vera !
Myndir frá www.redbullcontentpool.com
Red Bull Sea to Sky 2012 - Day 1
Red Bull Sea to Sky 2012 - Day 2
Red Bull Sea to Sky 2012 - Main Event - Olympos Mountain Race Results:
1. Graham Jarvis (GBR) 2:16:19
2. Jonny Walker (GBR) 2:21:36
3. Paul Bolton (GBR) 2:30:08
4. Andreas Lettenbichler (GER) 2:33:13
5. Xavier Galindo (ESP) 2:34:58
6. Philipp Scholz (GER) 2:51:15
7. Lars Enöckl (AUT) 2:59:48
8. Neumayr Harry (AUT) 3:00:19
9. Forster Gerhard (GER) 3:01:21
10. Rene Dietrich (GER) 3:09:36
Nánari upplýsingar um keppnina á www.redbullseatosky.com !
PEPPING!
Íslensku snjóbrettagoðin Eiki, Gulli og Halldór voru að senda frá sér nýja mynd sem er gefin út frítt á netinu ! Þessi mynd er eins upp sett og myndin Sexual Snowboarding sem þeir sendu frá sér í fyrra og aftur eru þeir með opinn part í myndinni þar sem þeir sýna klippur sem fólk hefur sent inn um allan heim ! Partarnir hjá strákunum og svo öðrum vinum þeirra eru svo alveg virkilega flottir og bara virkilega töff mynd ! Svo nú er ekkert annað að gera en að koma sér vel fyrir og smella á "play" !
DAVID GONZALEZ - POSSESSED TO SKATE
Þessi gæji er alveg fáránlegur, David Gonzalez er algjör "hardcore skater" og þessi partur er alveg hrikalegur, held bara með því betra sem maður hefur séð ! Klárlega "must-see" !
M. MATEJICEK TWENTY TWELVE EDIT
Alveg hrikalegt video frá Martin Matejicek sem er aðeins 17 ára gamall Trial snillingur frá Tékklandi ! Hann hefur verið á Trial hjóli í yfir 10 ár og náð virkilega flottum árangri, 10. í heimsmeistaramótinu í Trial, 4. í evrópumeistaramótinu og margt fleira, mæli með að þið kíkið á þetta !
Fleiri greinar...
- MOTO 4 THE MOVIE - TRAILER
- SIX DAYS EUROTRIP 2012 - HEIMLEIÐIN
- SIX DAYS EUROTRIP 2012 - MXON
- SIX DAYS EUROTRIP 2012 - RACE DAY 6
- SIX DAYS EUROTRIP 2012 - RACE DAY 5
- SIX DAYS EUROTRIP 2012 - RACE DAY 4
- SIX DAYS EUROTRIP 2012 - RACE DAY 3
- SIX DAYS EUROTRIP 2012 - RACE DAY 2
- SIX DAYS EUROTRIP 2012 - RACE DAY 1
- SIX DAYS EUROTRIP 2012 - ÁFRAM ÍSLAND !