RED BULL SEA TO SKY 2012

Red Bull Sea to Sky 2012 fór fram um helgina og er þetta í annað skiptið sem þessi keppni er haldin og hér er á ferðinni alvöru "extreme enduro" keppni. Keppnin fór fram við bæinn Kemer í Tyrklandi, fyrri daginn fóru fram undanrásir sem byrjaði með híti á ströndinni og svo annað hít seinna um daginn sem lá um skógana þarna í kring. Það var hinn ungi Johnny Walker sem vann skógar hítið en hann vann einmitt Red Bull Sea to Sky í fyrra, en það var svo jaxlinn Graham Jarvis sem sigraði skógar hítið seinna um daginn.

Á degi 2 var svo komið að aðal keppninni en þá er keyrt frá sjávarmáli og upp á Olympos fjallið í 2.365 m hæð. Leiðin liggur fyrst eftir löngum grýttum árfarveg og því næst er haldið upp hlíðarnar í gegnum skóg og erfiði og þegar loks er komið upp fyrir skógarlínuna tekur við grjót og ógeð þar til toppi fjallsins er náð. Graham Jarvis náði strax forystu en Johnny Walker fylgdi honum fast eftir og sótti að honum. Þegar leið á náði Graham Jarvis að auka bilið á milli þeirra og hélt sínu striki þar til endamarkinu var náð og sigraði keppnina með gríðarlega flottum akstri, Johnny Walker kláraði í öðru og í þriðja sæti endaði Paul Bolton, allir þrír breskir. Gríðarlega flott keppni og vonandi er hún komin til að vera !

Myndir frá www.redbullcontentpool.com

Red Bull Sea to Sky 2012 - Day 1

Red Bull Sea to Sky 2012 - Day 2

Red Bull Sea to Sky 2012 - Main Event - Olympos Mountain Race Results:

1. Graham Jarvis (GBR) 2:16:19
2. Jonny Walker (GBR) 2:21:36
3. Paul Bolton (GBR) 2:30:08
4. Andreas Lettenbichler (GER) 2:33:13
5. Xavier Galindo (ESP) 2:34:58
6. Philipp Scholz (GER) 2:51:15
7. Lars Enöckl (AUT) 2:59:48
8. Neumayr Harry (AUT) 3:00:19
9. Forster Gerhard (GER) 3:01:21
10. Rene Dietrich (GER) 3:09:36

Nánari upplýsingar um keppnina á www.redbullseatosky.com !