MOTO 4 THE MOVIE - TRAILER
Framleiðendur Moto 1, 2 og 3 myndanna halda áfram að færa okkur alveg magnað efni af bestu mótorhjólamönnum heims í bæði motocross-i og enduro ! Miðað við þennan "trailer" verður þetta alveg mögnuð ræma, hrikalega flottar klippur og engin smá nöfn sem koma fram í myndinni, Ryan Dungey, Ricky Carmichael, Taylor Robert, Chad Reed, Andrew Short, Jessy Nelson, Taddy Blazusiak, Eli Tomac, Kendall Norman, Ken Roczen, Zach Osborne og Kurt Caselli svo einhver séu nefnd ! Myndin kemur út um mánaðarmótin !
SIX DAYS EUROTRIP 2012 - HEIMLEIÐIN
Þá er maður kominn heim á klakann eftir hrikalega ferð, hérna eru loksins fréttir frá síðustu dögunum í ferðinni !
Dagur 20 - 01.10.12
Það var ræs um 9 hjá okkur á tjaldstæðinu þarna við Lommel en það þurfti að bruna til Amsterdam til að koma Kára, Daða og Signý í flug ! Við gengum frá í bílnum og komum okkur svo af stað, það var ákveðið að stoppa á fyrsta McDonalds á leiðinni en sá fyrsti var reyndar lokaður svo það var þá sá næsti sem við brunuðum að og fengum okkur að éta áður en við brunuðum áfram til Amsterdam. Þau áttu flug klukkan 2 og okkur gekk þokkalega, vorum komin á völlin rúmlega 12, hefðum ekki mátt vera mikið seinni ;) ! Ég fylgdi þeim inn á völl og þeir strákarnir reyndu að ljúga sig eins og þeir gátu út úr yfirvigt sem endaði með því að þeir gátu borgað bara fyrir auka íþróttatösku 35 evrur hvor. Þokkalega sloppið, þau að verða á síðustu stundu svo ég kvaddi þau í flýti og þau hlupu af stað inn í öryggis tjékkið.
Ég rölti út í bíl og kom mér af flugvellinum, heyrði svo í pabba og þá var hann búinn að tala við Hahn í Ultimate Racing Suspension og fá hann til að taka fjöðrunina í Husaberg-num í gegn og mátti ég mæta til hans um hádegið daginn eftir. Þannig næsta stopp var Doetinchem sem er bær í suð-austur horni Hollands um 150km í burtu. Ég stoppaði á McDonalds rétt við flugvöllinn og komst á netið, fann fínt tjaldsvæði í Doetinchem og tók stefnuna þangað, langaði að geta hent í þvottavél og svona ! Svo var bara brunað þessa 150km og áður en ég vissi af var ég kominn, renndi í búð og keypti í matinn áður en ég fann tjaldsvæðið. Þetta reyndist vera hrikalega fínt tjaldsvæði og ég fékk fínt stæði rétt við sturtu og þvottahúsið. Ég kom bílnum fyrir og fór svo og henti í þvottavél, síðan eldaði ég mér mat og græjaði, hengdi svo upp þvottinn og ætlaði svo að detta í rólegheit og fréttaskrif. Ætlaði rétt að hoppa upp í koju og sækja kodda og sæng til að sitja með en úff hvað það var gott að leggjast uppí. Það fór svo að ég steinsofnaði í öllum fötunum með allt kveikt og tölvuna í gangi haha ! Greinilega einhver uppsöfnuð þreyta sem var komin í mann...!
Dagur 21 - 02.10.12
Ég rumskaði nú einhverntíma um nóttina og fattaði þá að ég var í öllum fötunum, háttaði mig, slökkti ljósin og svaf svo fram til 10. Þá dreif ég mig á lappir og fór að ganga frá í bílnum, þvotturinn sem ég hafði hengt fyrir utan var ekki alveg orðinn þurr svo ég græjaði þvottasnúru í bílnum og hengdi upp. Hoppaði svo í sturtu og ætlaði svo að koma mér af stað, var bara að fara að skella mér hringinn upp í bílstjórasætið en þá tókst mér að læsa mig úti, alger snillingur ! Ég náði sem betur fer að finna einhvern vinnumann þarna á tjaldsvæðinu og ætlaði að fá hjá honum vír og skrúfjárn til að reyna að krækja í lykilinn sem lá bara og hló að mér í framsætinu. Hann vildi bara hringja í Benz "dealer-inn" í bænum til að redda þessu en ég vissi að það myndi kosta augun úr og náði loks að fá lánað hjá honum vír og skrjúfjárn til að reyna við þetta sjálfur. Það gekk auðvitað allt eins og í sögu og ég skilaði til hans verkfærunum áður en ég brunaði af tjaldsvæðinu inn í bæ.
Ég var kominn fyrir utan hjá Hahn í Ultimate Racing Suspension rétt uppúr hádeginu og þar var strax hafist handa, ég sleit hjólið út úr bílnum og Hahn og starfsmaður hans fóru á fullt að græja fjöðrunina í Bergnum. Ég nýtti tækifærið og smellti nýrri legu í neðri demparafestinguna að aftan sem var búin að vera ónýt síðan á öðrum degi í Six Days keppninni. Það var ótrúlega gaman að fylgjast með þeim félögum vinna í dempurunum og verkstæðið þarna er eins og tannlæknastofa, allt 100% og vinnubrögðin eftir því ! Klukkan var svo að nálgast 4 þegar hjólið var allt orðið klárt og ég rúllaði því út í bíl aftur, þakkaði Hahn fyrir og hélt svo mína leið.
Ég var svosum ekki búinn að ákveða neitt sérstaklega hvernig ég ætlaði að haga þessum dögum áður en ég færi aftur um borð í Norrænu en planið var að komast á net einhversstaðar og reyna að vinna eitthvað. Ég renndi inn á næsta McDonalds til að komast aðeins á netið og skipuleggja aðeins hvernig ég ætti að hafa þetta og ákvað svo á endanum að renna bara af stað upp til Danmerkur og var búinn að sjá fínt tjaldsvæði rétt við Hirtshals (þar sem Norræna kemur að landi) og ég gæti þá dundað þar áður en ég færi í skipið. Þannig GPS tækið var bara stillt á Hirtshals, rétt um 900km þangað og því ekkert annað að gera en að leggja í hann, fyllti bílinn af olíu, fékk mér snarl og svo bara rúlla eftir hraðbrautinni. Klukkan var svo að nálgast 11 þegar ég ákvað að kalla þetta gott, reyndi að finna net við nokkrar bensínstöðvar og McDonald's staði en í Þýskalandinu virtist alltaf vera eitthvað vesen að komast á netið, þarf alltaf að fá einhvern kóða sendann í símann sinn og það virkar ekki nema í þýsk númer ! Á endanum beygði ég bara inn á útskot rétt norðan við Hannover og fann mér stæði fyrir nóttina, kom mér fyrir uppí koju og sofnaði yfir Friends ;) !
Dagur 22 - 03.10.12
Klukkan hringdi 9 en ég drullaðist nú ekki framúr fyrr en uppúr 10, enda bara hraðbrautin sem beið mín ! Ég gekk frá í bílnum, fékk mér snarl og síðan rúllaði ég af stað eftir hraðbrautinni í átt til Danaveldis. Kílómetrateljarinn á GPS-inum tikkaði í rólegheitum niður á við og svosum ekki mikið annað að gera á hraðbrautinni en að fylgjast með því og hlusta á góða tónlist ! Klukkan var svo rétt um 6 þegar ég nálgaðist landamæri Danmerkur, pabbi var búinn að segja mér að þar væri svaka ódýrt að versla og ég skellti mér því inn í Scandinavian Park en þetta var nánast bara eins og fríhöfn þarna á landamærunum. Ég verslaði helling af nammi og svo skellti ég einum bjórkassa með fyrir pabba gamla, enda bjórinn þarna á hlægilegu verði. Áður en ég yfirgaf landamærin fékk ég mér að éta og svo brunaði ég aftur út á hraðbrautina og hélt áfram að rúlla.
Ég sá svo McDonald's stað rétt við hraðbrautina og ákvað að athuga hvort ég kæmist eitthvað á netið, jú auðvitað, ekkert vesen í Danaveldi svo ég eyddi smá tíma á planinu á netinu og dundaði eitthvað. Mér fannst svo eitthvað óþæginlegt að gista þarna á planinu svo að ég ákvað að rúlla út á hraðbrautina og skellti mér inn á fyrsta útskotið sem ég fann og kom mér fyrir.
Dagur 23 - 04.10.12
Einn hraðbrautardagur til viðbótar sem beið mín ! Ég smellti mér framúr um 10 og kom mér fljótlega af stað, það voru innan við 300 km eftir til Hirsthals. Það var sól og blíða úti og kílómetrarnir fuku hjá ! Ég var samt orðinn eitthvað þreyttur á þessu bruni eftir hraðbrautinni og fór að hugsa hvort það væri eitthvað sem ég gæti skoðað þarna á leiðinni, svo datt mér allt í einu í hug að Himmelbjerget væri þarna einhversstaðar. Ég fann mér net á næsta McDonalds og "googl-aði" mér aðeins til og þá uppgötvaði ég það að Himmelbjerget er ekkert hæsti "hóll" Danmerkur heldur var það eitthvað allt annað, ég sá einhverjar myndir af þessum stöðum og sýndist nú að þetta væri sennilega ekkert voðalega merkilegt að skoða svo ég saltaði þessa hugmynd og brunaði bara áfram í átt að Hirsthals. Einhverntíma í eftirmiðdaginn tók ég olíustopp og fékk mér smá snarl í leiðinni en svo loks um 5 leytið renndi ég inn til Hirtshals. Ég keyrði í gegnum bæinn og fann svo leiðina að tjaldstæðinu sem ég hafði fundið á netinu, það var einhverja 5 km fyrir utan bæinn. Tjaldstæðið leit svaka vel út svo ég keypti mér bara strax tvær nætur á því svo ég gæti komið mér vel fyrir þarna fram að brottför með Norrænu, fékk netaðgang, rafmagn og allann pakkann ! Fann mér svo fínt pláss og kom bílnum fyrir, það var greinilega ekki mikil traffík á svæðinu núna en samt mörg hjólhýsi þarna í heilsárs stæðum bara. Ég græjaði svo rafmagn í bílinn og kom mér vel fyrir, eldaði mér svo kvöldmat og dundaði svo í tölvunni fram eftir áður en ég skreið uppí koju.
Dagur 24 - 05.10.12
Ég vaknaði um 10 leytið á tjaldstæðinu og fékk mér morgunsnarl, skellti mér svo með uppvaskið út í svaka flott aðstöðuhús þarna á svæðinu. Þar voru klósett og sturtur, eldunaraðstaða, vaskar og sjónvarpsstofa. Ég ákvað svo að kíkja í smá hjólatúr niður á strönd sem var ekki nema 2 km frá tjaldsvæðinu. Það var frekar grátt yfir, frekar kalt og vantaði ekki mikið uppá að það væri rigning en slapp samt. Þetta var svaka flott strönd og greinilega mikil sumarhúsabyggð þarna á svæðinu. Ég skoðaði mig eitthvað um og kíkti í búð sem var þarna við ströndina áður en ég hjólaði til baka upp á tjaldsvæði.
Mig langaði að kíkja eitthvað út meira en veðrið var eitthvað svo óspennandi þannig ég endaði bara í bílnum aftur og fór að dunda í tölvunni, vinna og glápa á þætti til skiptis. Áður en ég vissi af var farið að rökkva og kominn tími til að græja kvöldmat, en fram eftir kvöldinu var svo bara dundað áfram í tölvunni, spjallaði við Örnu á netinu og glápti á þætti þar til ég skreið uppí ;) !
Dagur 25 - 06.10.12
Þá var dagurinn runninn upp, brottför með Norrænu ! Ég vaknaði um 9 og gekk frá öllu í bílnum, fékk mér að borða og yfirgaf svo tjaldsvæðið og hélt inn til Hirsthals. Fann leiðina að skipinu og var kominn í röðina þar um 12 sem var akkurat eftir bókinni, 3 tímum fyrir brottför ! Það leið nú einhver tími þar til þetta fór að rúlla, fór í "check-in" og beið svo í næstu röð í einhvern tíma áður en loks kom að því að keyra um borð.
Ég lagði bílnum og svo ferjaði ég draslið mitt upp í káetu númer 5109 ! Kíkti svo upp á dekk og fylgdist með þegar við sigldum frá landi, það var sól úti en alveg hávaða rok. Ég fékk mér svo pizzu í kaffiteríunni og kom mér fyrir í káetunni. Ákvað svo að skella mér í ræktina og tók svaka æfingu, gufu og ísbað á eftir og alles !
Svo slakaði ég bara á fram eftir kvöldi og glápti á tölvuna áður en svefninn náði mér. Ég var nú svo ekki búinn að sofa lengi þegar ég rumskaði við hrikalegan velting á skipinu en það var skall alveg helling til og það vottaði alveg fyrir sjóveiki frameftir nóttu sem var ekkert æðislegt en náði nú samt loks að sofna aftur !
Dagur 26 - 07.10.12
Ég reyndi nú að sofa bara eins og ég gat enda var veltingurinn um nóttina ekkert að gera góða hluti fyrir mig. Það var orðið mun betra í sjóinn og ég eyddi deginum bara í rólegheit í káetunni, fór aftur í ræktina einhverntíma seinnipartinn, kíkti í fríhöfnina um borð og svo bara gláp og rólegheit áfram enda ekkert nema bara sigling þennan daginn !
Dagur 27 - 08.10.12
Eldsnemma um morguninn kom skipið til Færeyja en ég svaf bara áfram fram til 9 og fór þá á lappir og skellti mér í land. Það var fínt veður en frekar kalt. Ég rölti um Þórshöfn og upp í SMS verslunarmiðstöðina þar sem það var allt að opna ennþá, fékk mér að éta og rölti eitthvað um áður en ég hélt svo aftur niður í skip en það áttu allir að vera komnir aftur um borð um 11. Fljótlega var svo lagt í hann aftur frá Þórshöfn og ég fór upp á dekk og fylgdist með þegar við sigldum á milli eyjanna í sól en hávaða roki ! Þetta eru alveg magnaðar eyjar, snarbrattir himinháir klettar fram í sjó og flott landslag. Við sigldum framhjá "Hestur" sem er eyja sem er bara eitt fjall eða klettur og rís snarbratt beint uppúr sjónum og svo var siglt í gegnum Vestmannasund, sem mér fannst frekar þröngt sund fyrir svona stórt skip.
Þegar við yfirgáfum svo Færeyjar byrjaði helvíti mikill veltingur og greinilega einhver órói í sjónum. Ég lagðist bara uppí rúm í káetunni og reyndi að sofa þetta af mér fram eftir degi, um kvöldið var svo orðið betra í sjóinn og ég ætlaði þá að skella mér fram og fá mér að éta en nei þá lokaði kaffiterían klukkan 9 og ég kom 10 mínútur yfir svo ég gat bara nælt mér í samloku sem var alls ekki góð og súkkulaði ! Ég glápti svo bara á tölvuna fram eftir kvöldi áður en ég lagði mig aftur ;) !
Dagur 28 - 09.10.12
Heimkomudagurinn ! Skipið átti að koma að landi um 9 svo ég vaknaði uppúr 7 og gekk frá öllu dótinu í káetunni, skipið var svo aðeins á undan áætlun svo að uppúr 8 gat ég borið draslið niður í bíl en við fengum samt ekki að fara í land fyrr en 9. Ég keyrði svo í land og þá tók við tollun en ég var að flytja keppnishjólið hans Hauks heim fyrir hann sem hann keypti úti.
Það var ekki búið að græja alla pappíra fyrir hjólið svo ég þurfti að bíða, heyrði í Kalla í KTM sem var að vinna í málunum inn á milli en svo var bara bið. Fékk að rölta út í sjoppu og fá mér að éta en þegar ég kom til baka voru allir tollarar farnir en bíllinn ennþá fastur hinum megin við hliðið, ég beið því bara áfram í upplýsingamiðstöðinni þarna við og loks kom tollarinn aftur og fór að vinna í þessum málum með mér. Það stóð svo eitthvað á tollinum fyrir sunnan að græja pappírana og þegar biðin var að nálgast 5 tímana ákvað tollarinn þarna bara að láta mig fara, sagði að þeir hlytu að senda þetta fljótlega að sunnan, algjör snillingur ! Hann kíkti ekki einu sinni í bílinn og veifaði mér beint í gegn. Ég rúllaði því bara beint yfir á Egilsstaði, tók olíu og pylsustopp áður en ég hélt áfram yfir öræfin. Maður var bara hálf sjóveikur að keyra fyrst um sinn á íslensku vegunum enda orðinn vanur hraðbrautunum úti þar sem bíllinn hreyfðist ekki ! Ég var svo kominn í Mývatnssveitina að verða 4 og sleit allt dót úr bílnum sem átti að verða eftir þar, skilaði hjólinu hans pabba í talsvert betra ástandi en það var þegar ég tók það ;) ! Pabbi kom svo heim og var hrikalega sáttur að sjá strákinn og græjuna sína ! Við spjölluðum eitthvað og fórum yfir málin áður en ég hélt svo áfram inn á Akureyri. Arna hafði farið í ræktina svo ég tók allt draslið mitt úr bílnum og bar það inn og gekk aðeins frá áður en hún kom heim og það var alveg pínu gott að vera kominn heim og geta faðmað stelpuna ;) !
Þannig fór nú það, enn eitt ævintýrið búið ! Takk kærlega fyrir að lesa og fylgjast með, ég vona að þið hafið haft gaman af þessum skrifum mínum og ekki gleyma að fylgjast með fréttum áfram hérna á síðunni ;) !
Jonni
SIX DAYS EUROTRIP 2012 - MXON
Motocross of Nations, veisla, sandur, átök, partý ! Hér er "update" frá sunnudeginum á MXON ;) !
Dagur 19 - 30.09.12 (MXON)
Við ræstum uppúr 8 í bílnum og heyrðum í Gulla sem var víst búinn að redda okkur "Six Days" strákunum Monster passa inn á MXON !
Við þurftum að rúlla út að einhverri skrifstofu þar sem pössunum var úthlutað, Gulli reddaði málunum að sjálfsögðu og þegar við höfðum lagt bílnum á bílastæðinu röltum við beint inn á svæðið og upp í VIP stúkuna í Monster tjaldinu, jíha ! Vorum akkurat komin tímanlega til að sjá B úrslitin þar sem Íslensku strákarnir voru að keppa. Það var bara virkilega flott að sjá strákana keyra, Viktor náði svakalegu starti og var framarlega til að byrja með. Ingvi var að keyra jafnt og flott og Sölva gekk þokkalega eftir erfiða byrjun. Viktor endaði í 17. sæti í B úrslitunum, Ingvi í 23. sæti og Sölvi í 28. sæti !
Við Kári og Daði kíktum svo á strákana eftir hítið og hittum svo restina af íslenska liðinu, kíktum í pittinn til þeirra, hitti Signý systur og svo var rölt eitthvað um svæðið, við náðum meira að segja að koma Kára og Daða í "reis" á barna fjórhjólum sem voru til leigu þarna þar sem við þóttumst vera að gera íslenska MX mynd hehe ! Það var snilldar veður, sól og blíða og allt stappað af fólki á svæðinu ! Það var svo komið að fyrsta híti í keppninni þar sem MX1 og MX2 ökumenn keyrðu saman, við komum okkur fyrir í Monster tjaldinu en þar var einna best að horfa á keppnina en í þessari braut sér maður nú aldrei nema mesta lagi 3-4 beygjur í brautinni hverju sinni. Hítið brast svo af stað og það var hrikalegt að sjá Antonio Cairoli gjörsamlega stinga af þarna í sandinum, eftir fyrsta hít voru það Þjóverjar í fyrsta sæti, Belgar í öðru og Frakkar í þriðja.
Bandaríkjamennirnir voru greinilega í basli þarna í sandinum og þetta leit því gríðarlega spennandi út fyrir komandi hít. Á milli híta röltum við eitthvað um svæðið, fengum okkur að éta á Monster VIP svæðinu frítt og nutum lífsins ;) ! Næst var það svo MX2 og MX Open, þar var það Hollenska sandrottan Jeffrey Herlings sem tók startið og leit aldrei til baka, það var hrikalegt að sjá gæjann keyra þarna í sand ógeðinu og hann kom langfyrstur í mark næstum mínútu á undan næsta manni ! Eftir hítið voru það Þjóðverjar í fyrsta, Bandaríkjamenn í öðru og Frakkar í þriðja !
Við héldum áfram að njóta lífsins fram að næsta híti, enda ekki mjög leiðinlegt að vera á þessum keppnum. Síðasta hít dagsins var svo MX1 og MX Open saman, mér datt í hug að sækja "Media" vestið mitt frá því á MXON í fyrra og viti menn, ég labbaði beint inn í brautina og gat farið hvert sem ég vildi til að mynda og horfa á, var alveg geðveikt en var hálf partinn á bömmer yfir því að hafa ekki gert þetta strax ! En í síðasta híti dagsins var það aftur Antonio Cairoli sem sýndi svakalegann akstur en Jeffrey Herlings lenti í krassi á fyrsta hring en keyrði hrikalega og á fjórða hring var hann strax kominn í annað sætið, á lokahringjunum var Herlings svo kominn hrikalega nálægt Cairoli en það dugði ekki til og Cairoli sigraði eftir hrikalega spennandi hít.
Lokastaðan var því að Antonio Cairoli sigraði MX1, Ken Roczen sigraði MX2 og Jeffrey Herlings sigraði MX Open, Þýskaland sigraði keppnina, Belgar í öðru og Bandaríkjamenn náðu að krækja í þriðja. Verðlaunaafhendingin var hrikaleg, áhorfendurnir alveg að tapa sér og greinilega mikið af Þjóðverjum á svæðinu sem létu vel í sér heyra !
Eftir allt fjörið rölti ég og fann liðið aftur, tókum smá rölt um sölubásana á svæðinu og svo kíktum við út í pitt hjá Íslenska liðinu, en þar voru menn farnir að pakka saman. Við hinkruðum eftir liðinu þarna og svo skelltum við okkur góður hópur út á Go Kart braut þarna við hliðina á svæðinu og tókum "reis" !
Ég fór svo og færði Sprinterinn af bílastæðinu inn á tjaldsvæðið þar sem slatti af Íslendingunum voru, kom honum í samband við rafmagn og græjaði og gerði. Síðan rölti ég út í Monster tjaldið þar sem fjörið var allt farið í gang og hitti alla. Það var síðan djammað alveg fram á nótt í þvílíku stuði. Monster að sjálfsögðu með hrikalegt veldi þarna á þessari keppni og Gulli algert gull að redda okkur þessum Monster VIP miðum ;) ! Eftir að fjörið endaði svo í Monster tjaldinu komum við okkur út í Sprinter og þar var smá eftirpartý áður en við strákarnir hentum okkur í sturtu þarna á tjaldsvæðinu og græjuðum okkur svo í háttinn.
Hrikalega skemmtilegur dagur, flott keppni og geggjuð verðlaun eftir "Six Days" ;) !
Jonni
SIX DAYS EUROTRIP 2012 - RACE DAY 6
Six Days 2012, boooooom, over ! Sex byrjuðu, fimm kláruðu, 17. sæti, ekkert, nema, hamingja ! Hér er "update" frá sjötta keppnisdeginum ;) !
Dagur 18 - 29.09.12 (Race Day 6)
Það átti nú ekki að vera ræs hjá mér fyrr en 8 en stresspúkarnir voru mættir á hurðina hjá mér rétt um hálf 8 svo þá var friðurinn úti ;) ! Framundan var bara loka sérleiðin sem var á Sachsenring keppnissvæðinu bara við hliðiná pittinum. En samt byrjaði dagurinn á að við sóttum hjólin í "parc fermé" og fengum 10 mínútur í þjónustustopp eins og venjulega. Það var raðað á mínútur eftir flokkum þennan daginn svo Gulli og Haukur fóru fyrstir, Gulli 09:17 og Haukur 09:19. Daði fór svo 09:44, ég svo 09:45 og Kári 09:48.
Við græjuðum okkur í gallana og svo var rölt og hjólin sótt. Það var svosum ekkert merkilegt að gera í þjónustustoppinu nema yfirfara hjólið og vera með allt klárt í lokahnykkinn ! Ég var svo slakur þegar ég var að bíða eftir startinu að ég var næstum búinn að missa af mínútunni minni í einhverju spjalli við Hollendinga. En tvígengis blaðran datt auðvitað beint í gang og ég rúllaði af stað, við keyrðum bara beint upp í pitt og þaðan ýttum við hjólinu okkar í raðir fyrir hít dagsins. "Club" flokkarnir byrjuðu, kvennaflokkur næst og svo kom E1, E2 og svo síðast E3. Sérleiðin var nokkuð töff, lá eftir kappakstursbrautinni að hluta, hlykkjaðist svo um einhverja grashóla, einn pallur og svona stuð ! Það var því mjög langt í okkar hít svo eftir að við höfðum kíkt aðeins á sérleiðina röltum við upp í bíl og ég henti mér úr gallanum. Við reyndum að ganga aðeins frá til að flýta fyrir brottför eftir keppnina, röltum svo um svæðið, skoðuðum sölubása og bara drepa tímann fram að okkar híti. Gulli og Haukur áttu að keppa klukkan 14:25 og við restin ekki fyrr en 15:40.
Loksins var svo komið að því að græja sig upp fyrir hítið, við gölluðum okkur allir upp og svo fylgdumst við "the young boys" með "the old boys" keyra sitt hít. Þeir voru að keyra flott karlarnir, Haukur með 70. tímann í E2 og Gulli 72. tímann. Svo stuttu seinna kom að okkur E3 strákunum, Kári náði flottu starti og var að berjast með fremstu mönnum í okkar híti, Daði var greinilega að fíla sig í þessari braut og kom framúr mér um mitt hítið, ég var alls ekki að finna mig þarna en reyndi að keyra eins og ég gat, þannig fór að Kári var með 24. tímann í E3, Daði með 35. tímann og ég með 41. tímann. Lokaúrslitin voru þannig að Kári endaði í 118. sæti, ég 154, Haukur 156, Daði 165 og Gulli 170, Ísland í 17. sæti.
Við þurftum svo að láta hjólin okkar vera í röðunum í klukkutíma eftir hítið áður en við gátum sótt þau og farið að ganga frá. Það var því bara farið í að ganga frá öllum gírnum og græja, Haukur og Gulli sóttu svo hjólin sín og fóru að þrífa þau og græja. Svo loks gátum við hinir sótt okkar hjól og fórum að þrífa og græja, það var hellings röð á þvottastöðinni en allt hófst þetta að lokum. Strákarnir sem voru með leiguhjól fóru og tóku "mýsnar" úr dekkjunum og skiluðu svo hjólunum til KTM. Svo hófst pökkunin í bílinn sem var stappaður alveg upp í topp haha ! Klukkan var svo orðin rúmlega 7 þegar við gátum loks brunað af stað frá keppnissvæðinu og stefnan tekin til Lommel í Belgíu til að fylgjast með lokadegi Motocross of Nations daginn eftir. Við Kári og Daði vorum saman í Sprinternum og 640km "road trip" framundan inn í nóttina, það var tekið stopp á McDonalds og við keyptum okkur allir 10 ostborgara og með því haha ! Það endaði nú slatti af þessu með okkur í nesti í bílnum og svo var keyrt áfram. Það gekk þokkalega hjá okkur, tókum tvö bensínstöðvastopp, vorum í dúndrandi gír alla leiðina og loks einhverntíma uppúr 4 enduðum við í Lommel. Það var auðvitað ekkert hægt að komast inn á svæðið á þessum tíma svo við lögðum bílnum rétt hjá og komum okkur í háttinn í nokkra klukkutíma ;) !
Alveg magnaður lokadagur hjá okkur strákunum og ekkert smá gaman að klára þessa ofur keppni ! Ótrúlegur munur á þessari keppni frá því í fyrra, aðstæðurnar miklu betri og við heppnari með veður núna, enginn smá munur líka að vera með þjónustuna frá KTM og auðvitað að vita bara betur hvað maður væri að fara útí !
Takk fyrir að fylgjast með okkur á "Six Days" hérna á síðunni, ég mun samt halda áfram að senda inn fréttir á meðan ferðalaginu stendur svo endilega kíkið áfram við, MXON framundan ;) !
Jonni
SIX DAYS EUROTRIP 2012 - RACE DAY 5
Jíha, fimmti keppnisdagurinn er búinn og þá er nánast bara formsatriði að keyra í mark á morgun ! Magnað að sjá allar þessar heimsóknir og "comment", áfram svona ;) !
Dagur 17 - 28.09.12 (Race Day 5)
Klukkan hringdi 7 en ég drullaðist nú ekki framúr fyrr en liðið var mætt til mín rétt stuttu seinna. Allir voru ferskir og klárir í þennan fimmta dag og eftir að ég hafði gúffað í mig hafragraut græjaði maður sig í gallann ásamt strákunum. Kári fór fyrstur í "parc fermé" klukkan 08:24, Haukur fór svo 08:35 og síðan fórum við Daði saman á mínútu 08:36. Það var svosum ekkert sérstakt að gera í þjónustustoppinu nema bara renna yfir hjólið og græja tímaspjaldið, síðan var rúllað út í start. Það var ný leið í dag og þetta byrjaði á vega og slóðakeyrslu, mjög rólegt og saklaust.
Við komum svo að fyrsta tímahliði með hellings tíma. Rétt eftir tímahliðið fórum við inn á fyrstu sérleið sem við vorum búin að skoða og lá um malarnámu. Það leit út fyrir að vera svakalega sleipt en það reyndist vera ótrúlega mikið grip í þessu, mjög skemmtileg leið. Svo leið dagurinn og við ætluðum varla að trúa hvað ferjuleiðirnar voru auðveldar, bara vega og slóðakeyrsla nánast allan daginn.
Hinar sérleiðirnar voru samt alveg geðveikar þennan daginn, ekkert of krefjandi en rosa flottar, ein þeirra byrjaði í svaka flottri krossbraut, fór svo inn í skóg í smá róta ógeð og svo út á tún í smá beygjubrjálæði áður en maður kom í endamark. Þriðja sérleiðin var svo á túni með svaka skemmtilegum beygjum og hrikalegt grip í þeim, það voru líka drumbar á einum stað sem maður þurfti að fara yfir, einn stökkpallur og smá drullupyttur. Fjórða sérleiðin var svo brautin sem við höfðum keyrt bæði í byrjun dags og lok dags alla hina dagana svo maður var kominn með nett ógeð af henni ;) ! Svo var keyrður annar hringur um leiðina og allar sérleiðirnar keyrðar aftur, við Daði vorum í hrikalegum stuðgír allan daginn og vorum prjónandi um allt, fíflast í umferðinni og áhorfendum til að hafa eitthvað að gera á ferjuleiðunum, hinir ökumennirnir í kringum okkur virtust vera pínu alvarlegri en við og horfðu á okkur eins og við værum fávitar haha bara gaman ;) !
Mér gekk bara þokkalega vel á sérleiðum dagsins og datt í svaka gír og reyndi að sprengja allt sem ég gat úr mér þar, enda fékk maður svo næga hvíld á ferjuleiðunum ! Að lokum tók þetta allt enda og við komum upp í loka þjónustustopp, ég gerði ekkert nema skipta um loftsíu og hreinsa sem mesta drullu af hjólinu, afturdekkið mitt var orðið alveg fáránlega lélegt og ég trúði varla hvað ég var búinn að hafa mikið grip á sérleiðunum yfir daginn með þetta dekk, mekkinn hló og sagði að þetta væri alveg fullkomið fyrir "supermoto-ið" daginn eftir ;) ! Ég rúllaði hjólinu svo í endamark og inn í "parc fermé" hrikalega sáttur enda bara einn dagur eftir og hann er eiginlega bara formsatriði þar sem það er bara ein loka sérleið í "supermoto" braut hérna á Sachsenring svæðinu ! Þegar ég kom upp í pitt var Kári mættur og restin stuttu seinna, allir skælbrosandi og sáttir eftir auðveldann en skemmtilegann dag og það glittir í endamarkið rétt handan við hornið !
Menn klæddu sig úr göllunum og við kíktum yfir stöðuna eftir daginn, Kári var kominn í 118. sæti, ég 153, Haukur 156, Daði 165 og Gulli 170, Ísland áfram í 17. sæti ! Við gengum svo frá áður en þau héldu svo út á hótel, ég ætlaði að verða eftir bara en svo komu Tedda og Haukur sem voru þá ekki farin svo ég skellti mér með þeim út á hótel og við fórum öll saman og borðuðum á pizzastað þar við hliðiná. Tedda var svo á leiðinni til baka upp á Sachsenring á fund svo ég fékk far með henni og Kári og Daði ákváðu að skella sér með svo við strákarnir gætum kíkt í tívolíið sem er við hliðiná pittinum. Við kíktum aðeins uppí bíl áður en við röltum niður og þræddum öll tækin, djöfull sem þau geta snúið manni í þessum tækjum haha, okkur var hálf óglatt og helvítis síminn minn rann uppúr vasanum hjá mér í einu tækin og splundraðist ! Stelpurnar í sölbásnum í því tæki voru alveg miður sín þegar þær réttu mér símann í pörtum !
Þegar við vorum búnir að fá nóg fórum við uppí bíl og reyndum að jafna okkur í maganum, strákarnir fóru svo með Teddu til baka á hótelið og ég lagðist nú fljótlega uppí bara og sofnaði yfir Friends bæði þreyttur og tæpur í maganum ;) !
Í dag er svo bara loka sérleiðin í þessari "supermoto" braut hérna við Sachsenring ;) ! Það er einhver smá ferjuleið áður en hjólunum er stokkað upp fyrir hít dagsins, "Club" flokkurinn byrjar, konurnar næst og svo kemur E1, E2 og E3 síðastir ! Við erum rétt komnir á ról og erum að græja okkur fyrir daginn, þetta verður alger snilld ;) !
Jonni
Fleiri greinar...
- SIX DAYS EUROTRIP 2012 - RACE DAY 4
- SIX DAYS EUROTRIP 2012 - RACE DAY 3
- SIX DAYS EUROTRIP 2012 - RACE DAY 2
- SIX DAYS EUROTRIP 2012 - RACE DAY 1
- SIX DAYS EUROTRIP 2012 - ÁFRAM ÍSLAND !
- SIX DAYS EUROTRIP 2012 - ALLES KLAR !
- SIX DAYS EUROTRIP 2012 - MÆTTIR Á SVÆÐIÐ
- SIX DAYS EUROTRIP 2012 - BARA BYRJUNIN...
- RUFF RIDERS 8 - TRAILER
- SLEDNECKS 15 - TRAILER