Enduro

FIM ISDE 2011 FINLAND - VIDEO

FIM var að pósta frá sér svaka flottu video-i með flottustu skotunum frá ISDE (International Six Days Enduro) 2011 sem fór fram í Finnlandi í ár. Eins og allir ættu að vita sendum við Íslendingar í fyrsta skipti landslið til keppni í Six Days í ár og af þeim 6 sem byrjuðu vorum við þrír sem kláruðum, ég, gamli og Árni lögga. Það er alveg snilld að horfa á þetta video og rifja upp allt ógeðið sem maður barðist í gegnum í þessari keppni ! Ætla rétt að vona að ég nái að komast í þetta aftur á næsta ári !

GEOFF AARON EX PRACTICE

Alveg fáránlega töff video af Endurocross kappanum Geoff Aaron sem hefur yfirleitt verið næsti maður á eftir Taddy Blazusiak í AMA Endurocross-inu. Hér er hann í smá æfingum fyrir Endurocross og alveg geðveikt hvað hann er með flotta tækni greinilega beint úr Trial æfingum ! Spurning hvort maður verði ekki að eignast Trial hjól fyrir svona "skills"...

KURT CASELLI - WORCS 2011

Flott video af Kurt Caselli úr WORCS 2011 (World Off Road Championship Series) í USA en hann sigraði Pro flokkinn í ár ! Þetta eru svakalega flottar keppnir sem reyna á alla þætti ökumanns !

ENDUROCROSS Í SÓLBREKKU 05.11.11

Á laugardaginn stóðu Jói Kef, Gylfi og félagar fyrir endurocross keppni í Sólbrekku. Þeir voru búnir að græja hring sem var virkilega skemmtilegur með allskyns klöngri og svo nokkrum flottum þrautum inní húsinu í Sólbrekku. Það var mjög fínt veður og þrátt fyrir að þátttakan hefði mátt vera meiri var þetta alveg frábær keppni. Tæplega 30 manns voru skráðir til leiks og var keppt í einmenning og tvímenning.

Daði Skaði keppti í einmenning og rúllaði því upp með hrikalega flottum akstri og í tvímenningnum sigruðu Jói Kef og Bjarki Sig eftir hörku baráttu við okkur feðgana.

Snilldar keppni og vill ég þakka þeim sem stóðu að þessu kærlega fyrir mig !

Endurocross í Sólbrekku 05.11.11Endurocross í Sólbrekku 05.11.11Endurocross í Sólbrekku 05.11.11

Myndir frá Morgan.is

Úrslit úr Endurocrossi í Sólbrekku 05.11.11:

Einmenningur:

1. Daði Erlingsson
2. Guðbjartur Magnússon
3. Ernir Freyr Sigurðsson

Tvímenningur:

1. Jóhannes Tryggvi Sveinbjörnsson & Bjarki Sigurðsson
2. Jónas Stefánsson & Stefán Gunnarsson
3. Ármann Örn Sigursteinsson & Kristján Daði Ingþórsson

ENDUROCROSS Í SÓLBREKKU - PROMO VIDEO

Jói Kef er greinilega á fullu að græja brautina fyrir okkur þann 5. nóvember þegar Endurocross keppnin fer fram í Sólbrekku ! Hér rúllar Kefarinn hringinn og gefur okkur smá "preview" !