Enduro

AMA EX 2011 - ROUND 6 - BOISE

Um helgina fór fram sjötta og næstsíðasta umferðin í AMA Endurocross-inu og var keppt í Boise í Idaho fylki. Brautin að þessu sinni var svakaleg með hrikalegum trjádrumba "double" með pollum á milli. Það voru meira að segja fáir Pro ökumenn sem stukku þennan. Einnig var lengsti grjótakafli sem hefur sést í AMA Endurcross-inu hingað til og hann reyndist virkilega krefjandi fyrir ökumenn.

AMA Endurocross 2011 - Round 6 - BoiseAMA Endurocross 2011 - Round 6 - BoiseAMA Endurocross 2011 - Round 6 - Boise

Myndir frá www.endurocross.com

Enn og aftur var það Taddy Blazusiak á KTM sem kom sá og sigraði en hann náði strax góðu starti og þaðan var það auð leið fyrir Pólverjann. Hann hefur núna unnið allar 6 umferðirnar og því spennandi að sjá hvort hann nær fullkomnu tímabili þetta árið. Annar varð Mike Brown á KTM og þriðji endaði Geoff Aaron á Hondu eftir að Justin Soule á Kawasaki og Cody Webb á Beta lentu saman í stóra "double-inum".

Síðasta umferðin fer svo fram í Las Vegas 19. nóvember !

Video frá AMA Endurocross 2011 - Round 6 - Boise:

Úrslitin úr AMA Endurocross 2011 - Round 6 - Boise:

1. Taddy Blazusiak​ KTM
2. Mike Brown​ KTM
3. Geoff Aaron​ Honda/Christini
4. Justin Soule​ Kawasaki
5. Gary Sutherlin​ Kawasaki
6. Bobby Prochnau​ KTM
7. Keith Sweeten ​KTM
8. Kyle Redmond​ Honda
9. Cody Webb​ Beta
10. Max Gerston​ KTM
11. Eric Rhoten​ Kawasaki

WESTON BEACH RACE 2011 - VIDEO

Þó það séu nokkrar vikur liðnar frá því að Weston Beach Race 2011 fór fram, þá fannst mér þessi klippa verðskulda að lenda hérna, virkilega töff video sem sýnir þessa snilldar keppni. David Knight sem mætti ekki alveg í topp standi eftir tvær mjaðma aðgerðir fór samt með sigur af hólmi eftir frábæra baráttu við Tom Church í fjörusandinum á Weston Beach !

JUSTIN SOULE - PROFILE

Blur Optic Productions ásamt DRP Studio's voru að senda frá sér nýtt video þar sem þeir kíkja á Justin Soule, einn af topp ökumönnunum í AMA Endurocross seríunni. Hér fáum við aðeins að heyra í kappanum og sjáum hann taka á því á æfingu í Glen Helen Endurocross æfingarbrautinni.

ENDUROCROSS Í SÓLBREKKU 5. NÓV

Tekið af www.motocross.is:

Bikarkeppni í Endurocross verður haldin á Sólbrekkusvæðinu 5. nóvember næstkomandi. Byrjað er að leggja brautina sem verður í kringum motocross-brautina en hún verður þó ekkert lík motocrossi. Keyrt verður um þúfur og grjót og smá hringur tekinn inní húsið! Enginn þarf þó að óttast, brautin verður vel fær fyrir alla, þó fyrsti gírinn verður notaður mikið í bröltinu.

Keppt verður í 1,5klst í tvímenningsflokki.

Skráning og nánari upplýsingar auglýst fljótlega.

Verður örugglega ekki slæmt ! Smá upphitun hér fyrir neðan frá Endurocross-i í Reiðhöllinni í fyrra !

RED BULL SEA TO SKY 2011

Um helgina fór fram glæný "hardcore" enduro keppni undir nafninu Red Bull Sea to Sky. Keppnin fór fram í Króatíu og þar var semsagt málið að "race-a" frá ströndinni og alla leið upp á Olympos fjallið (2.365m). En daginn fyrir aðal "race-ið" fóru fram undanrásir sem samanstóðu af annarsvegar híti á ströndinni og svo öðru inní skóginum sem reyndu bæði tvö virkilega á menn og hjól. Undanrásirnar á degi 1 enduðu þannig að hinn ungi og upprennandi Breti Jonny Walker sigraði strandar "race-ið" en Nýsjálendingurinn Chris Birch sigraði skógar "race-ið" !

Á degi 2 var svo startað í rigningu á ströndinni og leiðin byrjaði með löngum kafla í gegnum grýttan árfarveg og því næst var haldið upp hlíðarnar í gegnum skóg og erfiði og þegar loks var komið upp fyrir skógarlínuna tók grjót við áfram og þoka upp á topp fjallsins. Það var hörku barátta á leiðinni en á endanum var það enginn annar en Bretinn Graham Jarvis sem sigraði með hrikalegum akstri, hinn ungi Jonny Walker var þó ekki langt undan í öðru sæti og á eftir þeim kom Chris Birch í þriðja sæti.


Myndir frá facebook.com/RedBullSeatoSky

Red Bull Sea to Sky 2011 - Day 1

Red Bull Sea to Sky 2011 - Day 1