Enduro

KLAUSTUR VERÐUR 12. JÚNÍ !

Nú þegar goslokum hefur verið lýst yfir í Grímsvötnum og eftir að staðan á brautarstæðinu hefur verið könnuð er komin ákvörðun um að halda keppnina um hvítasunnuhelgina, sunnudaginn 12. júní nk. Askan hefur að miklu leiti fokið í burtu og rigningin undanfarið daga hefur bundið hana verulega. Undirbúningur fyrir keppnina er því hafin að nýju og keppendur geta tekið gleði sína á ný.

Stjórn Vélhjólaíþróttaklúbbsins

Nánar / Tjá skoðun

KLAUSTRI FRESTAÐ VEGNA ELDGOSSINS !

Tekið af www.mbl.is:

Keppni í þolakstri á vélhjólum sem átti að fara fram á Kirkjubæjarklaustri nk. laugardag hefur verið frestað um ótilgreindan tíma vegna öskufalls frá eldgosinu í Grímsvötnum.

Karl Gunnarsson, formaður mótorhjóla- og snjósleðaíþróttasambands Íslands, segir í samtali við mbl.is að keppnisstjórn Vélhjólaíþróttaklúbbsins, sem stendur fyrir keppninni, hafi tekið þessa ákvörðun í morgun.

„Það er ekki forsvaranlegt að fara inn á þetta svæði. Menn eru að hjóla í sex tíma í öskuryki. Svo er sveitin varla tilbúin að taka við okkur,“ segir Karl. Menn vonist til þess að hægt verði að halda keppnina í september.

Um 430 keppendur voru skráðir til leiks, þar af 12 erlendir keppendur frá Svíþjóð og Kanada. „Okkur reiknaðist til að þetta gæti verið á bilinu 1.500 til 2.000 manns sem fylgja mótinu,“ segir Karl og bætir við að erlendir blaðamenn hafi verið búnir að boða komu sína hingað til lands.

Karl segir að gosið í Eyjafjallajökli í fyrra hafi ekki haft þessar afleiðingar og keppnin hafi því verið haldin án vandræða. „En eins og staðan er núna þá er þetta náttúrulega bara „disaster“.“

Keppnin kallast á ensku Trans Atlantic Off-Road Challenge, en er kölluð Klausturskeppnin. Hún byrjar ávallt klukkan 12 á hádegi og lýkur kl. 18. Hjá flestum er keppnisfyrirkomulagið þannig að tveir eru saman í liði og skiptast þeir á að hjóla.

Nánar / Tjá skoðun