Enduro

RED BULL ROMANIACS 2012 - LIVE

Red Bull Romaniacs 2012 er að rúlla af stað í dag og Red Bull býður núna uppá beina útsendingu á netinu frá öllum dögum keppninnar ! Fyrir neðan eru tímasetningarnar sem sent verður út alla dagana !

Red Bull Romaniacs 2012 - Live Internet Streaming:

Red Bull Romaniacs 2012 - 13.06.12 - Prologue Finals:
15:30 to 17:20 GMT

Red Bull Romaniacs 2012 - 14.06.12 - Offroad Day 1:
08:00 to 14:00 GMT

Red Bull Romaniacs 2012 - 15.06.12 - Offroad Day 2:
08:50 to 14:30 GMT

Red Bull Romaniacs 2012 - 16.06.12 - Offroad Day 3:
08:20 to 14:00 GMT

Red Bull Romaniacs 2012 - 17.06.12 - Offroad Day 4:
08:15 t0 14:00 GMT

Meiri upplýsingar á www.redbullromaniacs.com

GRAHAM JARVIS - TRAINING IN SPAIN

Hérna er alveg splunkunýtt video af Graham Jarvis þar sem hann er við æfingar á Spáni, þessi maður er náttúrulega ekki eðlilegur ! Ef maður gæti aðeins fengið brot af þeim hjólahæfileikum sem hann hefur þá væri maður í góðum málum !

ISDE 2012 - UNDIRBÚNINGUR HAFINN

ISDE 2012 - Team IcelandNú er strax farið að huga að þátttöku í ISDE 2012 (International Six Days Enduro) sem fer fram í Þýskalandi þann 24-29. september. Íslenski landsliðshópurinn hefur opnað Facebook síðu og hér er fyrsta orðsendingin frá þeim...

Nú er undirbúningur strax hafinn fyrir ISDE 2012 sem fer fram í Þýskalandi í ár þann 24-29. september. Við höfum úr gríðarlega flottum hóp ökumanna að velja en endanlegt landslið verður ekki valið strax, enda langt í keppnina og margt sem getur komið uppá. Þó verður undirbúningur að byrja strax enda þarf skráning í keppnina að berast núna strax í febrúar.

Endilega "like-ið" síðuna og fylgist með fréttum af undirbúningi íslenska landsliðsins í enduro 2012 !

MIKE BROWN - PROFILE

Enn eitt hrikalega töff myndbandið frá Blur Optic Productions þar sem þeir kíkja á enduro ökumanninn Mike Brown en hann er einn af þeim bestu í WORCS seríunni og Endurocross-inu í USA. Djöfull er svekkjandi að við fáum ekki að spreyta okkur í Endurocross-i í vetur í höllinni...

AMA EX 2011 - ROUND 7 - LAS VEGAS

Núna um helgina fór fram sjöunda og síðasta umferðin í AMA Endurocross-inu og var keppt í Las Vegas. Það var svosum ekki nein hrikaleg spenna um titilinn þar sem Taddy Blazusiak var búinn að vinna allar keppnir til þessa. Hann þurfti þó að skila sér þokkalega í mark til að tryggja sér titilinn.

AMA Endurocross 2011 - Round 7 - Las VegasAMA Endurocross 2011 - Round 7 - Las VegasAMA Endurocross 2011 - Round 7 - Las Vegas

Myndir frá www.endurocross.com

En það gat enginn ráðið við ofur Pólverjann Taddy Blazusiak sem tók holuskotið í Main Event 1 og sigraði það örugglega. Í Main Event 2 var það reyndar Kyle Redmond sem tók holuskotið en Taddy var ekki lengi að koma sér í forystuna og hélt því þaðan. Hann sigraði því keppnina og kláraði tímabilið með fullu húsi stiga, hrikalegur árangur hjá honum enda alveg ótrúlegur ökumaður ! Hér fyrir neðan er stutt "highlights" video frá keppninni og nánari úrslit.

Video frá AMA Endurocross 2011 - Round 7 - Las Vegas:

Úrslitin úr AMA Endurocross 2011 - Round 7 - Las Vegas:

Main Event 1

1. Taddy Blasuziak
2. Justin Soule
3. Cory Graffunder
4. Mike Brown
5. Cody Webb
6. Jonathan Walker
7. Taylor Robert
8. Bobby Prochnau
9. Kyle Redmond
10. Geoff Aaron

Main Event 2

1. Taddy Blazusiak
2. Taylor Robert
3. Mike Brown
4. Justin Soule
5. Kyle Redmond
6. Geoff Aaron
7. Bobby Prochnau
8. Cory Graffunder
9. Cody Webb
10. Jonathan Walker

Úrslit úr AMA Endurocross 2011:

1. Taddy Blazusiak 240 p.
2. Mike Brown 166 p.
3. Justin Soule 146 p.
4. Geoff Aaron 144 p.
5. Cody Webb 131 p.
6. Gary Sutherlin 90 p.
7. Kyle Redmond 87 p.
8. Taylor Robert 80 p.
9. Bobby Prochnau 77 p.
10. Colton Haaker 76 p.