Mótorhjól
AMA SX 2012 - ROUND 7 - DALLAS - TRACK
Sýnishorn af brautinni sem verður í 7. umferðinni í Supercrossinu í Dallas um helgina í USA ! Þessi braut virkar mjög flott, langur startkafli og beint inn í hraðann "rythma" kafla, tveir vúppsa kaflar og allskyns góss ! Gætum séð mikinn hraða og spennu !
MSÍ ÍX 2012 - 1. UMFERÐ - AKUREYRI
Á laugardaginn fór fram 1. umferðin í Íslandsmótinu í Ískrossi og var keppt á Leirutjörn á Akureyri. Það var frábær þátttaka í mótinu en alls voru 42 keppendur skráðir. Aðstæður voru mjög fínar, ísinn mjúkur og ágætis veður.
Myndir frá Motosport.is
Í Kvennaflokki var aðal baráttan á milli Andreu og Signýjar en Andrea hafði meiri hraða þennan daginn og sigraði öll hít dagsins örugglega. Í Unglingaflokknum var það Victor Ingvi sem sigraði öll hít dagsins en á eftir honum voru þeir Bjarni og Einar í baráttu. Í Opna flokknum var hrikalegur hraði og gríðarleg barátta, þeir Jón Kristján, Jón Ásgeir og Gulli unnu allir sitt hvort hítið en á endanum var það Jón Kristján sem stóð uppi sem sigurvegari. Í Vetrardekkjaflokknum var það Kári Jóns sem sigraði öll hít dagsins en á eftir honum var gríðarleg barátta á milli Guðbjarts og Bjarka.
Virkilega flott keppni og flott byrjun á tímabilinu !
Topp 3 úrslit úr öllum flokkum:
Kvennaflokkur:
1. Andrea Dögg Kjartansdóttir #52
2. Signý Stefánsdóttir #34
3. Bryndís Einarsdóttir #33
Unglingaflokkur:
1. Victor Ingvi Jacobsen #71
2. Bjarni Hauksson #629
3. Einar Sigurðsson #671
Opinn flokkur:
1. Jón Kristján Jacobsen #70
2. Jón Ásgeir Þorláksson #687
3. Gunnlaugur Karlsson #111
Vetradekkjaflokkur:
1. Kári Jónsson #46
2. Guðbjartur Magnússon #12
3. Bjarki Sigurðsson #670
Heildarúrslitin má sjá á vef MSÍ - www.msisport.is
AMA SX 2012 - ROUND 6 - SAN DIEGO - TORRENT
Sjötta umferðin af supercrossinu 2012 er komin inn á netið, "slicknick" alltaf klár í að plögga þetta fyrir okkur sem höfum ekki aðgang að Speed TV ! Þessa helgina var "Live" útsending af öllu fjörinu og því allt í einum pakka !
ISDE 2012 - UNDIRBÚNINGUR HAFINN
Nú er strax farið að huga að þátttöku í ISDE 2012 (International Six Days Enduro) sem fer fram í Þýskalandi þann 24-29. september. Íslenski landsliðshópurinn hefur opnað Facebook síðu og hér er fyrsta orðsendingin frá þeim...
Nú er undirbúningur strax hafinn fyrir ISDE 2012 sem fer fram í Þýskalandi í ár þann 24-29. september. Við höfum úr gríðarlega flottum hóp ökumanna að velja en endanlegt landslið verður ekki valið strax, enda langt í keppnina og margt sem getur komið uppá. Þó verður undirbúningur að byrja strax enda þarf skráning í keppnina að berast núna strax í febrúar.
Endilega "like-ið" síðuna og fylgist með fréttum af undirbúningi íslenska landsliðsins í enduro 2012 !
AMA SX 2012 - ROUND 6 - SAN DIEGO - TRACK
Sýnishorn af brautinni sem verður í 6. umferðinni í Supercrossinu í San Diego um helgina í USA ! Þessi braut virkar mjög flott, langur startkafli og hrikalega langur vúppsa kafli, einnig mikið af flottum rythma köflum sem gætu boðið uppá flottar línur !
Fleiri greinar...
- AMA SX 2012 - ROUND 5 - ANAHEIM
- AMA SX 2012 - ROUND 5 - ANAHEIM - TORRENT
- GOPRO VIDEO FRÁ OAKLAND SX 2012
- AMA SX 2012 - ROUND 5 - ANAHEIM - TRACK
- CHARMICHAEL VS. EMIG: THE SHOWDOWN
- AMA SX 2012 - ROUND 4 - OAKLAND
- AMA SX 2012 - ROUND 4 - OAKLAND - TORRENT
- FYRSTA FRONTLFIP-IÐ Á SLEÐA Í NÓTT ?
- MSÍ ÍSKROSS - 1. UMFERÐ - REYKJAVÍK - FRESTAÐ
- AMA SX 2012 - ROUND 4 - OAKLAND - TRACK