MSÍ ÍX 2012 - 1. UMFERÐ - AKUREYRI

Á laugardaginn fór fram 1. umferðin í Íslandsmótinu í Ískrossi og var keppt á Leirutjörn á Akureyri. Það var frábær þátttaka í mótinu en alls voru 42 keppendur skráðir. Aðstæður voru mjög fínar, ísinn mjúkur og ágætis veður.

MSÍ Ískross 2012 - 1. umferð - AkureyriMSÍ Ískross 2012 - 1. umferð - AkureyriMSÍ Ískross 2012 - 1. umferð - Akureyri

Myndir frá Motosport.is

Í Kvennaflokki var aðal baráttan á milli Andreu og Signýjar en Andrea hafði meiri hraða þennan daginn og sigraði öll hít dagsins örugglega. Í Unglingaflokknum var það Victor Ingvi sem sigraði öll hít dagsins en á eftir honum voru þeir Bjarni og Einar í baráttu. Í Opna flokknum var hrikalegur hraði og gríðarleg barátta, þeir Jón Kristján, Jón Ásgeir og Gulli unnu allir sitt hvort hítið en á endanum var það Jón Kristján sem stóð uppi sem sigurvegari. Í Vetrardekkjaflokknum var það Kári Jóns sem sigraði öll hít dagsins en á eftir honum var gríðarleg barátta á milli Guðbjarts og Bjarka.

Virkilega flott keppni og flott byrjun á tímabilinu !

Topp 3 úrslit úr öllum flokkum:

Kvennaflokkur:
1. Andrea Dögg Kjartansdóttir #52
2. Signý Stefánsdóttir #34
3. Bryndís Einarsdóttir #33

Unglingaflokkur:
1. Victor Ingvi Jacobsen #71
2. Bjarni Hauksson #629
3. Einar Sigurðsson #671

Opinn flokkur:
1. Jón Kristján Jacobsen #70
2. Jón Ásgeir Þorláksson #687
3. Gunnlaugur Karlsson #111

Vetradekkjaflokkur:
1. Kári Jónsson #46
2. Guðbjartur Magnússon #12
3. Bjarki Sigurðsson #670

Heildarúrslitin má sjá á vef MSÍ - www.msisport.is