Mótorhjól

MOTO 4 THE MOVIE - TRAILER

Framleiðendur Moto 1, 2 og 3 myndanna halda áfram að færa okkur alveg magnað efni af bestu mótorhjólamönnum heims í bæði motocross-i og enduro ! Miðað við þennan "trailer" verður þetta alveg mögnuð ræma, hrikalega flottar klippur og engin smá nöfn sem koma fram í myndinni, Ryan Dungey, Ricky Carmichael, Taylor Robert, Chad Reed, Andrew Short, Jessy Nelson, Taddy Blazusiak, Eli Tomac, Kendall Norman, Ken Roczen, Zach Osborne og Kurt Caselli svo einhver séu nefnd ! Myndin kemur út um mánaðarmótin !

RED BULL ROMANIACS 2012 - LIVE

Red Bull Romaniacs 2012 er að rúlla af stað í dag og Red Bull býður núna uppá beina útsendingu á netinu frá öllum dögum keppninnar ! Fyrir neðan eru tímasetningarnar sem sent verður út alla dagana !

Red Bull Romaniacs 2012 - Live Internet Streaming:

Red Bull Romaniacs 2012 - 13.06.12 - Prologue Finals:
15:30 to 17:20 GMT

Red Bull Romaniacs 2012 - 14.06.12 - Offroad Day 1:
08:00 to 14:00 GMT

Red Bull Romaniacs 2012 - 15.06.12 - Offroad Day 2:
08:50 to 14:30 GMT

Red Bull Romaniacs 2012 - 16.06.12 - Offroad Day 3:
08:20 to 14:00 GMT

Red Bull Romaniacs 2012 - 17.06.12 - Offroad Day 4:
08:15 t0 14:00 GMT

Meiri upplýsingar á www.redbullromaniacs.com

AMA SX 2012 - ROUND 13 - HOUSTON - TRACK

Sýnishorn af brautinni sem verður í 13. umferðinni í Supercrossinu í Houston um helgina í USA ! Þeir slá sko ekki slöku við í brautargerðinni en í brautinni eru tveir "vúppsa" kaflar og alveg rosalega flottir "rythma" kaflar ! Þetta verður klárlega spennandi keppni !

AMA SX 2012 - ROUND 12 - TORONTO - TORRENT

Tólfta umferðin af supercrossinu 2012 er komin inn á netið, "slicknick" alltaf klár í að plögga þetta fyrir okkur sem höfum ekki aðgang að Speed TV ! Þessa helgina var keppt í Toronto, "Live" útsending af öllu fjörinu og því allt í einum pakka !

AMA Supercross 2012 - Round 12 - Toronto - Torrent

MSÍ ÍX 2012 - UMFERÐ 2 & 3 - MÝVATN

Um helgina fóru fram tvær umferðir í Íslandsmótinu í Ískrossi og voru þær báðar keyrðar á Mývatni. Í upphafi var stefnan að keyra aðra umferðina á laugardeginum og hina á sunnudeginum en vegna vonskuveðurs sem skall á seinnipart laugardagsins náðist ekki að klára fyrri umferðina og voru þau hít sem voru eftir keyrð í byrjun sunnudagsins. Sitthvor brautin var keyrð hvorn daginn og lögðu heimamenn mikla vinnu í brautargerð yfir helgina.

MSÍ Ískross 2012 - 3. umferð - MývatnMSÍ Ískross 2012 - 3. umferð - MývatnMSÍ Ískross 2012 - 3. umferð - Mývatn

Myndir - Jón Ásgeir Þorláksson - Bjarni Hauksson

En að keppnunum þá var gríðarleg barátta í öllum flokkum og í mörgum flokkum réðst Íslandsmótið ekki fyrr en í loka hítunum.

Í kvennaflokki voru þær Signý og Andrea í mikilli baráttu um Íslandsmeistaratitilinn og fyriri síðasta hítið voru þær jafnar að stigum en þá hafði Signý betur og tryggði sér titilinn með hörku akstri.

Í unglingaflokki var barist hart og á endanum tryggði Bjarni Hauksson sér Íslandsmeistaratitilinn með aðeins 4 stiga forystu á Victor Ingva Jacobsen.

Í opna flokknum var gríðarleg barátta milli efstu manna en það var heimamaðurinn Jón Ásgeir Þorláksson sem hirti Íslandsmeistaratitilinn eftir frábærann akstur.

Í vetrardekkjaflokki voru efstu menn í hrikalegri baráttu og leit allt út fyrir að loksins gæti einhver strítt Kára Jónssyni sem hefur haft algera yfirburði í ískrossinu síðustu vetur en yfir helgina var Bjarki Sigurðsson að keyra hrikalega vel og vann sum hítin með yfirburðum, en stöðugleikann vantaði þar sem að hann krassaði í tveimur hítum og endaði mjög aftarlega. Mesta stöðugleikann sýndi Guðbjartur Magnússon sem endaði öll hít ársins í topp sætunum en það dugði honum þá aðeins í annað sætið í Íslandsmótinu þar sem Kári Jónsson tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn með fanta akstri þegar allt lá undir.

Virkilega flottar keppnir og skemmtilegt keppnistímabil í Ískrossinu 2012 !

Smellið á "Lesa meira..." til að sjá nánari úrslit frá keppninni !

Lesa meira...