MSÍ ÍX 2012 - UMFERÐ 2 & 3 - MÝVATN

Um helgina fóru fram tvær umferðir í Íslandsmótinu í Ískrossi og voru þær báðar keyrðar á Mývatni. Í upphafi var stefnan að keyra aðra umferðina á laugardeginum og hina á sunnudeginum en vegna vonskuveðurs sem skall á seinnipart laugardagsins náðist ekki að klára fyrri umferðina og voru þau hít sem voru eftir keyrð í byrjun sunnudagsins. Sitthvor brautin var keyrð hvorn daginn og lögðu heimamenn mikla vinnu í brautargerð yfir helgina.

MSÍ Ískross 2012 - 3. umferð - MývatnMSÍ Ískross 2012 - 3. umferð - MývatnMSÍ Ískross 2012 - 3. umferð - Mývatn

Myndir - Jón Ásgeir Þorláksson - Bjarni Hauksson

En að keppnunum þá var gríðarleg barátta í öllum flokkum og í mörgum flokkum réðst Íslandsmótið ekki fyrr en í loka hítunum.

Í kvennaflokki voru þær Signý og Andrea í mikilli baráttu um Íslandsmeistaratitilinn og fyriri síðasta hítið voru þær jafnar að stigum en þá hafði Signý betur og tryggði sér titilinn með hörku akstri.

Í unglingaflokki var barist hart og á endanum tryggði Bjarni Hauksson sér Íslandsmeistaratitilinn með aðeins 4 stiga forystu á Victor Ingva Jacobsen.

Í opna flokknum var gríðarleg barátta milli efstu manna en það var heimamaðurinn Jón Ásgeir Þorláksson sem hirti Íslandsmeistaratitilinn eftir frábærann akstur.

Í vetrardekkjaflokki voru efstu menn í hrikalegri baráttu og leit allt út fyrir að loksins gæti einhver strítt Kára Jónssyni sem hefur haft algera yfirburði í ískrossinu síðustu vetur en yfir helgina var Bjarki Sigurðsson að keyra hrikalega vel og vann sum hítin með yfirburðum, en stöðugleikann vantaði þar sem að hann krassaði í tveimur hítum og endaði mjög aftarlega. Mesta stöðugleikann sýndi Guðbjartur Magnússon sem endaði öll hít ársins í topp sætunum en það dugði honum þá aðeins í annað sætið í Íslandsmótinu þar sem Kári Jónsson tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn með fanta akstri þegar allt lá undir.

Virkilega flottar keppnir og skemmtilegt keppnistímabil í Ískrossinu 2012 !

Smellið á "Lesa meira..." til að sjá nánari úrslit frá keppninni !


MSÍ ÍX 2012 - 2. umferð - Mývatn

Kvennaflokkur:
1. Signý Stefánsdóttir #34
2. Andrea Dögg Kjartansdóttir #52
3. Ásdís Elva Kjartansdóttir #95

Unglingaflokkur:
1. Bjarni Hauksson #629
2. Arnór Þorri Þorsteinsson #723
3. Victor Ingvi Jacobsen #71

Opinn flokkur:
1. Jón Ásgeir Þorláksson #687
2. Jón Kristján Jacobsen #70
3. Gunnlaugur Karlsson #111

Vetradekkjaflokkur:
1. Guðbjartur Magnússon #12
2. Bjarki Sigurðsson #670
3. Kári Jónsson #46


MSÍ ÍX 2012 - 3. umferð - Mývatn

Kvennaflokkur:
1. Signý Stefánsdóttir #34
2. Andrea Dögg Kjartansdóttir #52
3. Ásdís Elva Kjartansdóttir #95

Unglingaflokkur:
1. Bjarni Hauksson #629
2. Victor Ingvi Jacobsen #71
3. Arnór Þorri Þorsteinsson #723

Opinn flokkur:
1. Jón Ásgeir Þorláksson #687
2. Gunnlaugur Karlsson #111
3. Jón Kristján Jacobsen #70

Vetradekkjaflokkur:
1. Kári Jónsson #46
2. Guðbjartur Magnússon #12
3. Bjarki Sigurðsson #670


MSÍ ÍX 2012 - Lokastaða

Kvennaflokkur:
1. Signý Stefánsdóttir #34 - 211 stig
2. Andrea Dögg Kjartansdóttir #52 - 208 stig
3. Ásdís Elva Kjartansdóttir #95 - 168 stig

Unglingaflokkur:
1. Bjarni Hauksson #629 - 206 stig
2. Victor Ingvi Jacobsen #71 - 202 stig
3. Arnór Þorri Þorsteinsson #723 - 158 stig

Opinn flokkur:
1. Jón Ásgeir Þorláksson #687 - 209 stig
2. Jón Kristján Jacobsen #70 - 198 stig
3. Gunnlaugur Karlsson #111 - 196 stig

Vetradekkjaflokkur:
1. Kári Jónsson #46  - 203 stig
2. Guðbjartur Magnússon #12 - 194 stig
3. Bjarki Sigurðsson #670 - 185 stig


Heildarúrslitin má sjá á vef MSÍ - www.msisport.is