GARRETT MCNAMARA - STÆRSTA ALDAN ?
Það er mikið umtal í fjölmiðlum þessa stundina um að þessi Portúgalska alda sem Garrett McNamara negldi nýverið sé sú stærsta sem nokkur hefur surf-að ! Það er jafnvel talað um að þetta verði skráð sem Guinness heimsmet. Þó það sé rosalega erfitt að meta hvort þessi alda sé "sú stærsta" þá er það allavega alveg klárt að þetta flykki er svakalegt ! Algjört "must-see" myndband, gæsahúð !
JIM MCNEIL TRIBUTE VIDEO
Margir tóku sennilega eftir því að í síðustu viku lést einn af heimsins fremstu Freestyle Motocross köppum, Jim McNeil aðeins 32 ára að aldri. Jim lést af áverkum eftir misheppnað æfingarstökk fyrir FMX sýningu á AAA Texas 500 keppninni. Jim keppti fimm sinnum á X Games, tók þátt í Nuclear Cowboys sýningunum ásamt Monsters of Dirt sýningunum.
Félagar Jim í Monsters of Dirt smelltu saman þessu myndbandi til minningar um fallinn félaga. RIP Jim McNeil !
JIB COMP AKUREYRI 04.11.11 - JP VIDEO
Hérna er smá edit sem ég henti saman frá jib keppninni á Akureyri síðasta föstudag. Fullt af flottu action-i og nýja custom shoulder rig-ið fyrir vélina var alveg að gera sig ! Vona að ykkur líki, endilega share-ið út um allt ! Jonni Productions out...
SALOMON FREESKI TV - SEASON 5 - EPISODE 5
Fimmti þátturinn af Salomon Freeski TV er kominn á netið ! Í þessum þætti er farið í stuttu máli yfir ótrúlega sögu Josh Dueck sem lenti í svakalegu skíða slysi 2004 og vaknaði upp við að líf hans yrði aldrei það sama. En hann ákvað strax að gera það besta úr aðstæðunum og hefur til dæmis orðið heimsmeistari í skíðum fatlaðra og í fyrra vann hann á X-Games. Hér er á ferðinni alveg hreint mögnuð og hvetjandi saga ! Heimildamynd í fullri lengd hefur verið gerð um Josh Dueck og vann "Best Film - Mountain Sports" á Banff Mountain Film Festival 2011 !
RED BULL FUEL AND FURY 2011
Um helgina fór fram Red Bull Fuel and Fury snjósleða freestyle keppnin í fyrsta skiptið frá árinu 2006. Það var enginn annar en Levi LaVallee sem kom þessu á kollinn og var kynnir keppninnar sem var haldin við Wrigley Field í Chicago fyrir framan rúmlega 5000 áhorfendur. Öll helstu nöfnin voru mætt til leiks, Daniel Bodin, Heath Frisby, Eric St. John, Cory Davis, Jeff Mullin, Fred Rasmussen, Jimmy Fejas og Ted Culbertson.
Keppendurnir drógu fram öll sín bestu "trick" en það var svíinn Daniel Bodin sem tryggði sigurinn með "Shaolin Backflip-i" og er það í fyrsta sinn sem þessu "trick-i" er lent í freestyle keppni á sleða. Bodin var gríðarlega ánægður eftir sigurinn og sagði þetta bara efla vilja sinn enn meira til að mæta sterkari til leiks í vetur. Í öðru sæti endaði Heath Frisby og í þriðja endaði gamla goðið Jimmy "Blaze" Fejes.
Fleiri greinar...
- ENDUROCROSS Í SÓLBREKKU 05.11.11
- SNJÓBRETTA KEPPNI Á AK 04.11.11
- TRIAL FREERIDE - THE PARAMONT RIDE
- TAKA TIME
- SIMON DUMONT - RED BULL CUBED PIPE
- WEIMER AND SEARLE AT BERCY SX 2011
- SALOMON FREESKI TV - SEASON 5 - EPISODE 4
- THE ART OF FLIGHT Í BÍÓ Á ÍSLANDI
- BERCY SUPERCROSS 2011 - SUNNUDAGUR
- LOKAHÓF MSÍ 2011