WEIMER AND SEARLE AT BERCY SX 2011
Flott video frá Monster þar sem fylgst er með Jake Weimer og Tommy Searle á meðan Bercy Supercrossið fór fram um síðustu helgi ! Monster er alltaf með kúlið á hreinu sýnist mér...
SALOMON FREESKI TV - SEASON 5 - EPISODE 4
Fjórði þátturinn af Salomon Freeski TV er kominn á netið ! Þar sem nánast allir í dag eiga orðið GoPro, Contour eða sambærilegar "action" myndavélar ákváðu Salomon Freeski TV að fagna þessu með því að sýna okkur brot af því besta úr GoPro vélunum hjá Salomon liðinu ! Mike Douglas, Mark Abma, Bobby Brown o.fl !
THE ART OF FLIGHT Í BÍÓ Á ÍSLANDI
Nú gefst okkur á klakanum tækifæri til að sjá meistaraverki "The Art of Flight" í topp gæðum í bíó ! Snjóbrettamyndin "The Art of Flight" er frá sömu framleiðendum og færðu okkur "That's it That's all" sem setti öllum öðrum framleiðendum tóninn næstu ár og nú hafa þeir enn og aftur sett hærra viðmið með ótrúlega flottri myndatöku, vinnslu og auðvitað snjóbrettafólkinu í myndinni sem eru meðal þeirra bestu í heimi ! Auk þess verður Red Bull á staðnum ásamt Nikita og fleirum ! Ekki láta þetta framhjá ykkur fara !
BERCY SUPERCROSS 2011 - SUNNUDAGUR
Núna yfir helgina fór fram hið franska Bercy Supercross í 29 skiptið og í gær, sunnudag, fór fram þriðja og síðasta kvöld keppninnar. Eftir svakalega baráttu yfir helgina var komið að því að útkljá hver yrði krýndur "King of Bercy" 2011 !
En fyrir þá sem ekki vita eru nokkrar keppnir í gangi yfir helgina í Bercy Supercrossinu og auk þess er keppt í nokkrum flokkum þó að International flokkurinn sé þar æðstur. En að keppnunum, Superpole er keppni um að setja hraðasta hringinn, Eliminator er niðurskurður þar sem 14 byrja og svo detta nokkrir út í hverri umferð þar til aðeins fjórir standa eftir í úrslitahíti, svo er 14 manna Main Event hvert kvöld og þau þrjú eru það eina sem gildir í keppninni um að verða King of Bercy. Svona svo þið áttið ykkur aðeins á þessu dæmi öllu saman !
Myndir frá RacerX
Þetta kvöldið ákvað Bandaríkjamaðurinn Justin Barcia að snúa blaðinu við eftir hræðilegt gengi fyrr í keppninni. En hann tók sig til og sigraði Eliminator keppnina en á meðan mistókst löndum hans, Kyle Chisholm og Eli Tomac, að komast inn í úrslitin í Eliminator keppninni. Þar af leiðandi fengu þeir ekki góðar start stöður þegar kom að Main Event kvöldsins. Þegar hliðin féllu var það Justin Barcia hélt áfram að dóminera þetta kvöld keppninnar og leiddi alla hringina til sigurs. Á eftir honum var Jake Weimer sem fyrr um kvöldi setti besta tímann í Superpole. En upp í þriðja sætið barðist Kyle Chisholm og með því náði hann að tryggja sér "King of Bercy" titilinn í ár. Alveg magnaður árangur hjá þessum unga og núverandi atvinnulausa ökumanni sem vonandi fær einhver góð tækifæri eftir þetta !
Þannig fór nú það, Kyle Chisholm er "King of Bercy" 2011 !
Video frá Bercy Supercross 2011 - Main Event - Sunnudagur:
Úrslitin úr Bercy Supercross 2011 - Sunnudagur:
1. Justin Barcia (USA, Honda)
2. Jake Weimer (USA, Kawasaki)
3. Kyle Chisholm (USA, Yamaha)
4. Mike Alessi (USA, Suzuki)
5. Eli Tomac (USA, Honda)
6. Tommy Searle (GBR, Kawasaki)
7. Fabien Izoird (FRA, Suzuki)
8. Nicolas Aubin ()
9. Cedric Soubeyras (FRA, Honda)
10. Cyrille Coulon (FRA, Suzuki)
11. Matteo Bonini ()
12. Christophe Martin (FRA, Honda)
13. Arnaud Tonus (SUI, Yamaha)
14. Greg Aranda (FRA, Kawasaki)
15. Nick Wey (USA, Kawasaki)
Topp 10 í King of Bercy:
1. Kyle Chisholm (6 p.)
2. Eli Tomac (8 p.)
3. Jake Weimer (16 p.)
4. Mike Alessi (16 p.)
5. Cedric Soubeyras (19 p.)
6. Fabien Izoird (23 p.)
7. Tommy Searle (24 p.)
8. Nick Wey (24 p.)
9. Arnaud Tonus (29 p.)
10. Greg Aranda (30 p.)
Fleiri greinar...
- UNIT FMX PRO OPEN 2011
- BERCY SUPERCROSS 2011 - LAUGARDAGUR
- SLDNX CLIP OF THE WEEK - BRAD GILMORE
- BERCY SUPERCROSS 2011 - FÖSTUDAGUR
- ENDUROCROSS Í SÓLBREKKU - PROMO VIDEO
- SALOMON FREESKI TV - SEASON 5 - EPISODE 3
- POV 4D MOTOCROSS
- AMA EX 2011 - ROUND 6 - BOISE
- JS7 - KOMINN TIL JGR MX
- SLEDHEAD 24/7 - 2011/2012 - EPISODE 2