Freeride
SLEDNECKS 15 - TRAILER
Slednecks gengið heldur sínu striki og 15. myndin í röðinni er nýkomin út. Vonandi fáum við hérna á klakanum að sjá þessa ræmu fljótlega en þangað til getið þið kíkt á "trailer-inn" sem lofar hrikalega góðu !
509 FILMS - RED EPIC CAMERA SHOOT
509 Films voru að senda frá sér nýtt video þar sem þeir Phil Yribar og Stephen Darcy taka á því fyrir framan auga RED EPIC myndavélarinnar. Hrikalega flottar klippur í enn og aftur geðveikum aðstæðum !
509 FILMS - IDAHO
Kapparnir í 509 Films voru að senda frá sér hrikalega flott video frá liðinu sínu með klippum frá ferðum vetrarins til Idaho. Í video-inu sjást þeir Stephen Darcy, Philip Yribar, Kris ' Smasher ' Kaltenbacher, Jerin Anderson, Tyler Lambert og Ryan Phillips. Djöfull væri gaman að eiga svona daga...
KALLE JOHANSSON Í PÚÐUR GEÐVEIKI
Það er greinilegt að Kalle "KJ" Johansson er aðeins búinn að uppfæra sleðaflotann frá hræinu sem við sáum hann á í síðustu Slednecks mynd ! Hérna er hann kominn á nýjann Arctic Cat 1100 með túrbínu og öllum pakkanum og er að taka á því í hrikalegu púðri !
SLDNX CLIP OF THE WEEK - SAHEN SKINNER
Hérna er ein góð klifur klippa ! Slednecks GoPro Clip of the Week, er að þessu sinni með Sahen Skinner þar sem hann tekur aðeins á því á helmodduðu græjunni sinni í smá fjallaklifri !