Freeride

RIKSGRANSEN 2011

Í tilefni þess að það er farið að moka niður hvítagulli á norðurlandinu þá varð ég að henda þessari hingað inn ! Rakst á þessa flottu ræmu á netinu en þetta er sænsk sleðamynd eftir Rasmus Johansson með flottum keyrurum ! Endilega smelliði stólnum í "lazy mode" og njótið ! Veturinn er ekki langt undan...

SLEDNECKS 14 - TORRENT

Ég veit að svona myndir á að kaupa, en því miður er það ekki í boði á okkar Íslandi á þessu herrans ári 2011... Svo við verðum bara að vera pínu þjófar og nýta okkur veraldarvefinn ! Og vááá hvað þetta er geðveik ræma, alveg miklu betri en síðustu myndir að mínu mati og fullt af nýjum nöfnum ! Algert "must" fyrir alla áhugamenn að bæta þessari í safnið !

Slednecks 14 Torrent:

http://thepiratebay.org/torrent/6638749/

SLEDNECKS 14 - TRAILER

Jæja, þá er "trailer-inn" mættur fyrir næstu Slednecks ræmu, nr. 14 í röðinni ! Þetta lítur vel út hjá þeim drengjum og geggjað hvað Svíinn Kalle Johansson er að taka á því ! Myndin kemur út 1. ágúst !

Nánar / Tjá skoðun

ÍSLENSKA SLEÐAÚTRÁSIN Í SVÍÞJÓÐ

Akureyringarnir Bjarki Sig og Baldvin eru búnir að vera úti í Svíþjóð núna í nokkrar vikur að sleðast með ýmsum flottum gaurum og þar á meðal Ruff Riders krúinu ! Gummi Skúla og Danni eru líka búnir að vera úti og það hefur ekki beint verið leiðinlegt hjá þeim ! Ég heyrði í þeim fyrir stuttu og þá voru þeir á leiðinni upp til Riksgransen að sleðast með Daniel Bodin, Jimmy Blaze, Kourtney Hungerford o.fl. legendum !

Hér eru tvö video sem Bjarki var að smella inn á YouTube úr hjálmkamerunni sinni frá geggjaðri trjávitleysusleðun ! Ekki beint leiðinlegt ! Vona að við fáum fleiri myndir og video frá þeim sem fyrst !

Nánar / Tjá skoðun

HYBRID COLOR FILMS - WINTER PROJECT

Þessi trailer er nýlega sloppinn á netið en þetta er nýtt "crew" frá Alaska sem eru að vinna að nýrri sleðamynd sem ég er reyndar ekki búinn að finna dagsetningu á en miðað við þennan trailer get ég ekki beðið því þetta er gott stöff ! Þessir gæjar eru með gott auga og þarna eru líka flottir keyrarar ! Ef Slednecks gengið uppar sinn leik ekki vel fyrir næstu mynd á þessi eftir að gefa þeim spark í rassinn !

Nánar / Tjá skoðun