Snjósleðar

RUFF RIDERS 7 - TRAILER

Ruff Riders krúið er á leiðinni með enn eina ræmuna og þá sjöundu í röðinni ! Það er gaman að sjá hvað myndirnar hjá þeim verða alltaf flottari og flottari og alltaf meira og meira lagt í tökurnar og vinnsluna enda margir snillingar á bakvið þetta verk ! Kíkið á "trailer-inn" fyrir þessa snilld en myndin er væntanleg í haust !

2012 SNOCROSS SLEÐARNIR

Þessa stundina eru hinir árlegu Hay Days í gangi í ameríkuhreppi en þar frumsýna yfirleitt allir sleðaframleiðendurnir keppnissleðana sína ásamt öðrum fyrir komandi vetur. Hérna fyrir neðan eru myndir af Ski-Doo, Polaris og Arctic Cat og þar er kötturinn með mestu breytingarnar, það er þó búið að uppfæra og endurbæta ýmislegt á hinum sleðunum og er alveg hægt að segja að þeir séu allir hrikalega flottir á sinn hátt !

Ski-Doo

Polaris

Arctic Cat

HYBRID COLOR FILMS: RED SUNDAY

Enn eitt sjúklega flott sleðavideo frá Hybrid Color Films ! Þarna eru Cory Davis og félagar með freestyle sýningu á Alyeska skíðasvæðinu uppi í Alaska. Þessar vippur hjá drengnum eru náttúrulega ekki mennskar...

RIKSGRANSEN 2011

Í tilefni þess að það er farið að moka niður hvítagulli á norðurlandinu þá varð ég að henda þessari hingað inn ! Rakst á þessa flottu ræmu á netinu en þetta er sænsk sleðamynd eftir Rasmus Johansson með flottum keyrurum ! Endilega smelliði stólnum í "lazy mode" og njótið ! Veturinn er ekki langt undan...

SLEDNECKS 14 - TORRENT

Ég veit að svona myndir á að kaupa, en því miður er það ekki í boði á okkar Íslandi á þessu herrans ári 2011... Svo við verðum bara að vera pínu þjófar og nýta okkur veraldarvefinn ! Og vááá hvað þetta er geðveik ræma, alveg miklu betri en síðustu myndir að mínu mati og fullt af nýjum nöfnum ! Algert "must" fyrir alla áhugamenn að bæta þessari í safnið !

Slednecks 14 Torrent:

http://thepiratebay.org/torrent/6638749/