JS7 - NÝJA HJÓLIÐ...
Miklar vangaveltur hafa verið um það hvort James Stewart sé að fara á nýtt hjól fyrir komandi tímabil, hann ákvað því að bjóða okkur í heimsókn og sýna okkur hvað væri í gangi ! Hækkiði bara hljóðið í hátölurunum því þetta er unaður ! Úff þetta myndband...
RIKSGRANSEN 2011
Í tilefni þess að það er farið að moka niður hvítagulli á norðurlandinu þá varð ég að henda þessari hingað inn ! Rakst á þessa flottu ræmu á netinu en þetta er sænsk sleðamynd eftir Rasmus Johansson með flottum keyrurum ! Endilega smelliði stólnum í "lazy mode" og njótið ! Veturinn er ekki langt undan...
MXON 2011 - TEAM ICELAND
Eins og allir ættu að vita þá fer Motocross of Nations 2011 fram um aðra helgi í Saint Jean D'Angely og nú eru strákarnir í Íslenska landsliðinu að týnast út í heim til æfinga fyrir keppnina. Kári og Viktor fóru til dæmis í gærnótt út til Spánar til að æfa með Mats Nilson fram að keppni. Eyþór er líka á leið út að æfa og það er klárt að strákarnir ætla sér að mæta helillir til Frakklands um aðra helgi og vera landi og þjóð til sóma !
Það er stór hópur Íslendinga sem ætlar út að styðja strákana og þar á meðal ég að sjálfsögðu ! Ég ætla að vera duglegur að færa ykkur fréttir af keppninni beint hingað inn á jonni.is !
Mæli með að allir "like-i" Facebook síðu landsliðsins en þar er færðar inn fréttir af strákunum reglulega ! Hlekkur á síðuna er hér fyrir neðan !
TIL SÖLU: CANON 400D
Jæja, ég er að reyna að uppfæra tækjakostinn í Canon 7D og ætla að reyna að selja gömlu vélina. Þetta er Canon 400D með kit linsunni 18-55, 2x 2gb kortum, 2x batteríum og svo er með í pakkanum Sigma 70-300 linsa. Ég keypti vélina haustið 2008 og hún er tolluð og á ennþá kassann utanaf henni. Búinn að nota vélina mikið og alltaf reynst frábærlega. Búinn að skjóta alveg helling af æðislegum myndum með henni og bara í alla staði frábær vél til að byrja á. Sigma linsuna keypti ég notaða á sama tíma og hún er og var mjög lítið notuð.
Verðhugmynd: 75.000 fyrir allan pakkann.
Hér eru nokkrar myndir sem ég hef tekið með vélinni:
Endilega hafið samband ef þið hafið áhuga á græjunum !
Jonni - Sími: 7718024 - Mail: Þetta netfang er varið gegn ruslpósts þjörkum. Þú verður að hafa JavaScript virkt til að skoða það.
DAÐI SKAÐI #289 - ALVÖRU ENDURO BYLTA
Hér er alveg magnað video úr hjálmkameru sem Daði Skaði #298 var með á sér þegar hann tók þessa ofurbyltu í Enduro keppninni á Sauðárkrók um helgina ! Hann braut tvö rifbein en hélt samt áfram og kláraði í þriðja sæti ! Kallinn stóð sko alveg undir nafni þarna !