SCC 2012 - UMFERÐ 3 & 4 - MÝVATN
Um helgina fóru fram þriðja og fjórða umferðin í Sno Cross Country 2012. Umferðirnar voru keyrðar á Mývatni í tengslum við Mývatnsmótið 2012. Vegna slæms veðurs sem skall á seinnipart laugardags var ákveðið að fresta keppninni fram á sunnudag og þá var líka alveg frábært veður. Brautin var fyrir ofan flugvöllin og lá um gríðarlega skemmtilegt landsvæði undir Hlíðarfjalli. Mætingin var ekki mjög beisin og ákveðið var að allir flokkar myndu keyra 2 x 45 mín. Keppnin var þó gríðarlega flott og allir sem tóku þátt brostu hringinn að henni lokinni.
Myndir - Ármann Örn Sigursteinsson
Í Meistaraflokki var það Sigurður Gylfason sem hélt uppteknum hætti og sigraði báðar umferðirnar á gamla Lynx búðingnum. Í öðru sæti endaði Sæþór Sigursteinsson á Arctic Cat með flottum akstri þar sem hann var annar í fyrri umferð og þriðji í þeirri seinni. Í þriðja sæti endaði ég, Jónas Stefánsson en á fyrsta hring í fyrri umferðinni slitnaði reimin í sleðanum og ég missti því af þeirri umferð, í þeirri seinni vorum við Siggi í hörku eltingarleik og munaði aðeins um 5 sekúndum á okkur í lok hennar.
Í B Flokki var það Elmar Jón Guðmundsson sem sigraði báðar umferðirnar með flottum akstri, í öðru varð Finnur Steingrímsson og í þriðja sæti endaði gamli jaxlinn Halldór Jóhannesson.
Í Unglingaflokki var það Einar Sigurðsson sem sigraði og Hákon Birkir Gunnarsson varð annar.
Í Kvennaflokki var Eyrún Björnsdóttir eini keppandinn og sýndi hörku akstur
Mögnuð keppni í Sno Cross Country og vonandi að fleiri sjái sér fært að mæta í síðustu keppnina sem á að fara fram á Akureyri 14. apríl. Reyndar hefur komið upp smá pæling um að færa hana til en það verður tilkynnt síðar !
Smellið á "Lesa meira..." til að sjá nánari úrslit frá keppninni !
MSÍ ÍX 2012 - UMFERÐ 2 & 3 - MÝVATN
Um helgina fóru fram tvær umferðir í Íslandsmótinu í Ískrossi og voru þær báðar keyrðar á Mývatni. Í upphafi var stefnan að keyra aðra umferðina á laugardeginum og hina á sunnudeginum en vegna vonskuveðurs sem skall á seinnipart laugardagsins náðist ekki að klára fyrri umferðina og voru þau hít sem voru eftir keyrð í byrjun sunnudagsins. Sitthvor brautin var keyrð hvorn daginn og lögðu heimamenn mikla vinnu í brautargerð yfir helgina.
Myndir - Jón Ásgeir Þorláksson - Bjarni Hauksson
En að keppnunum þá var gríðarleg barátta í öllum flokkum og í mörgum flokkum réðst Íslandsmótið ekki fyrr en í loka hítunum.
Í kvennaflokki voru þær Signý og Andrea í mikilli baráttu um Íslandsmeistaratitilinn og fyriri síðasta hítið voru þær jafnar að stigum en þá hafði Signý betur og tryggði sér titilinn með hörku akstri.
Í unglingaflokki var barist hart og á endanum tryggði Bjarni Hauksson sér Íslandsmeistaratitilinn með aðeins 4 stiga forystu á Victor Ingva Jacobsen.
Í opna flokknum var gríðarleg barátta milli efstu manna en það var heimamaðurinn Jón Ásgeir Þorláksson sem hirti Íslandsmeistaratitilinn eftir frábærann akstur.
Í vetrardekkjaflokki voru efstu menn í hrikalegri baráttu og leit allt út fyrir að loksins gæti einhver strítt Kára Jónssyni sem hefur haft algera yfirburði í ískrossinu síðustu vetur en yfir helgina var Bjarki Sigurðsson að keyra hrikalega vel og vann sum hítin með yfirburðum, en stöðugleikann vantaði þar sem að hann krassaði í tveimur hítum og endaði mjög aftarlega. Mesta stöðugleikann sýndi Guðbjartur Magnússon sem endaði öll hít ársins í topp sætunum en það dugði honum þá aðeins í annað sætið í Íslandsmótinu þar sem Kári Jónsson tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn með fanta akstri þegar allt lá undir.
Virkilega flottar keppnir og skemmtilegt keppnistímabil í Ískrossinu 2012 !
Smellið á "Lesa meira..." til að sjá nánari úrslit frá keppninni !
MÝVATNSMÓTIÐ 2012 - ÚRSLIT FRÁ FÖSTUDEGINUM
Eins og allir vita fór Mývatnsmótið 2012 fram um helgina og á föstudeginum var keppt í samhliðabraut, fjallaklifri og snjóspyrnu. Allar keppnirnar fóru fram uppí Kröflu í frábærum aðstæðum og flottu veðri. Það var fínasta þátttaka og slatti af fólki sem mætti til að horfa á. Hér fyrir neðan eru úrslitin frá deginum !
Samhliðabraut - Opinn flokkur
1. Sigurður Gylfason
2. Jónas Stefánsson
3. Bjarki Sigurðsson
Samhliðabraut - 35+ flokkur
1. Sigurður Gylfason
2. Árni Grant
3. Sigurður Sigþórsson
Fjallaklifur
1. Jónas Stefánsson
2. Bjarki Sigurðsson
3. Steinþór Guðni Stefánsson
Snjóspyrna - 0-600cc
1. Jóhann Hansen
2. Jónas Stefánsson
3. Hallgrímur Óli
Snjóspyrna - 600cc +
1. Elmar Jón Guðmundsson
2. Bjarki Sigurðsson
3. Einar Sigþórsson
AMA SX 2012 - ROUND 11 - INDIANAPOLIS - TORRENT
Ellefta umferðin af supercrossinu 2012 er komin inn á netið, "slicknick" alltaf klár í að plögga þetta fyrir okkur sem höfum ekki aðgang að Speed TV ! Þessa helgina var keppt í Indianapolis, "Live" útsending af öllu fjörinu og því allt í einum pakka !
Fleiri greinar...
- BRP DAGAR Á HÓTEL REYNIHLÍÐ UM HELGINA
- MÝVATNSMÓTIÐ 2012 - DAGSKRÁ
- GRAHAM JARVIS - TRAINING IN SPAIN
- 509 FILMS - RED EPIC CAMERA SHOOT
- CRUSTY 16 - OUTBACK ATTACK - TRAILER
- SKRÁNING HAFIN Í 3. OG 4. UMFERÐ SCC 2012
- ISOC SNOX 2012 - ROUND 12/13 - ELK RIVER - LIVE
- AMA SX 2012 - ROUND 9 - ST. LOUIS - TORRENT
- SKÁLAFELL 03.03.12
- ISOC SNOX 2012 - ROUND 10/11 - FARGO - LIVE