ECC ÍSLAND 2011 - 5 & 6 UMFERÐ
Á laugardaginn fóru fram tvær síðustu umferðir sumarsins í Enduro Cross Country 2011. Keppt var á skíðasvæðinu í Tindastóli við Sauðárkrók og brautin sem boðið var uppá var alveg frábær. Hún var að miklu leyti svipuð og þegar keppt var síðast á þessu svæði 2008 en þó með nokkrum breytingum. Það var frekar kalt í veðri og af og til læddist þykk þoka yfir svæðið en allt slapp til !
Myndir frá Halldóri Björnsyni
Í B-flokknum var Guðbjartur #12 í sérflokki eins og áður í sumar og sigraði örugglega, annar varð Ármann Örn #162 og í þriðja endaði Elmar Már Einarsson #309. Í B - 40+ flokki var það Sigurður Hjartar Magnússon #707 sem sigraði daginn, annar varð Ágúst H Björnsson #68 og í þriðja endaði Magnús Guðbjartur Helgason #45 en hann lenti í bilun í fyrri umferðinni. Í B - 85cc flokki voru aðeins tveir keppendur og Einar Sig # 671 sigraði örugglega og Viggó Smári Péturs #20 í öðru. Í B - Kvenna urðu mikil afföll af keppendum en það var Signý systir #34 sem sigraði daginn, á eftir henni í öðru var Guðfinna Gróa Péturs #20 og í þriðja endaði Guðný Hansen #936 í sinni fyrstu keppni. Í A - ECC-1 var það svo Kári Jóns #46 sem kom sá og sigraði eins og venjan hefur verið í sumar, í öðru sæti var Gulli #757 og Daði #298 náði þriðja sæti þrátt fyrir að hafa keyrt með tvö brotin rifbein frá fyrsta hring eftir stóra byltu. Í A - ECC-2 var það Eyþór Reynis #11 sem sigraði örugglega, ég endaði svo í öðru sæti og Þorri Jóns #291 endaði í þriðja. Í A - Tvímenning voru það Gunni Sölva og Atli Már #4T sem sigruðu.
Mér gekk bara þokkalega í þessari keppni, fyrri umferðin var reyndar hræðileg þar sem ég hafði gleymt að stilla framdemparann eftir upptekt og var með Rebound-ið í botni sem var ekki að skila mikilli fjöðrun, en í seinni umferðinni gekk mér mun betur og þar sem Bjarki Sig #670 hætti eftir fyrri umferðina náði ég að stökkva aðeins upp í Íslandsmótinu og endaði annar í ECC-2 ! Þvílíkt enduro sumar en stefnan er bara tekin hærra á næsta ári ;) !
Topp 3 úrslit úr öllum flokkum:
A - ECC-1
1. Kári Jónsson #46
2. Gunnlaugur Rafn Björnsson #757
3. Daði Erlingsson #298
Íslandsmeistari - Kári Jónsson #46
A - ECC-2
1. Eyþór Reynisson #11
2. Jónas Stefánsson #24
3. Þorri Jónsson #291
Íslandsmeistari - Eyþór Reynisson #11
A - Tvímenningur
1. Gunnar Sölvason & Atli Már Guðnason #4T
2. Brynjar Kristjánsson & Árni Stefánsson #11T
3. Guðmundur H Hannesson & Arnór Ísak Guðmundsson #14T
Íslandsmeistari - Gunnar Sölvason & Atli Már Guðnason #4T
B
1. Guðbjartur Magnússon #12
2. Ármann Örn Sigursteinsson #162
3. Elmar Már Einarsson #309
Íslandsmeistari - Guðbjartur Magnússon #12
B - 40+
1. Sigurður Hjartar Magnússon #707
2. Ágúst H Björnsson #68
3. Magnús Guðbjartur Helgason #45
Íslandsmeistari - Magnús Guðbjartur Helgason #45
B - 85cc
1. Einar Sigurðsson #671
2. Viggó Smári Pétursson #20
Íslandsmeistari - Einar Sigurðsson #671
B - Kvenna
1. Signý Stefánsdóttir #34
2. Guðfinna Gróa Pétursdóttir #25
3. Guðný Hansen #936
Íslandsmeistari - Signý Stefánsdóttir #34
Heildarúrslitin má sjá á vef MSÍ - www.msisport.is
THE MOTO SHOW - EPISODE 4
Fjórði þátturinn mættur og í þessum mæta ekki menn af verri endanum, Justin Soule, Ronnie Renner og Josh Grant. Snilldar þættir sem verða alltaf betri og betri !
BRETTA OG SKÍÐA TRAILER TRYLLINGUR
Haustið er að mæta og þá er góssentíð fyrir snjóbretta- og skíðafólk því þá flæða nýjar myndir úr smiðjum meistaranna. Það er ekkert frábrugðið í ár og það eru klárlega góð kvöld framundan í glápi á þessar ræmur. Hér fyrir neðan er ég búinn að safna saman flottustu "trailer-unum" að mínu mati bæði í brettamyndum og skíða ! Svo er bara að bíða...
BRETTI:
Brain Farm: "The Art of Flight"
Standard Films: "TB20"
Videograss: "Retrospect"
Burton Snowboards: "Standing Sideways"
SKÍÐI:
Level 1 Productions: "After Dark"
Matchstick Productions: "Attack of La Niña"
Poor Boyz Productions: "The Grand Bizarre"
Teton Gravity Research: "One For The Road"
SLEDNECKS 14 - TORRENT
Ég veit að svona myndir á að kaupa, en því miður er það ekki í boði á okkar Íslandi á þessu herrans ári 2011... Svo við verðum bara að vera pínu þjófar og nýta okkur veraldarvefinn ! Og vááá hvað þetta er geðveik ræma, alveg miklu betri en síðustu myndir að mínu mati og fullt af nýjum nöfnum ! Algert "must" fyrir alla áhugamenn að bæta þessari í safnið !
Slednecks 14 Torrent:
THE MOTO SHOW - EPISODE 3
Þriðji þáttur The Moto Show er kominn á netið og ekki eru gestirnir af verri endanum í þetta skiptið, Jeremy McGrath, Chad Reed, David Bailey og Bob Hannah so einhverjir séu nefndir. Auk þess er farið yfir allt sem gerðist í sportinu síðustu vikuna. Ekki missa af þessum !