2012 SNOCROSS SLEÐARNIR
Þessa stundina eru hinir árlegu Hay Days í gangi í ameríkuhreppi en þar frumsýna yfirleitt allir sleðaframleiðendurnir keppnissleðana sína ásamt öðrum fyrir komandi vetur. Hérna fyrir neðan eru myndir af Ski-Doo, Polaris og Arctic Cat og þar er kötturinn með mestu breytingarnar, það er þó búið að uppfæra og endurbæta ýmislegt á hinum sleðunum og er alveg hægt að segja að þeir séu allir hrikalega flottir á sinn hátt !
Ski-Doo
Polaris
Arctic Cat
TOTALLY LONGBOARDING 11.06.11
Hér er eitt alveg "fresh" frá Jonni Productions ! Smá klippa sem ég henti saman í gær frá svaðallegu Longboard session-i sem við Signý og Hinrik áttum í sumar um miðja nótt í bílastæðakjallara í borg óttans ! Það var fáránlega gaman hjá okkur svo ég vona að það skili sér í gegn til ykkar ! Alger steik...
ICELAND - STAND UP PADDLE
Rakst á alveg fáránlega flotta mynd frá nokkrum "Stand Up Paddle" surfurum en það er tegund af surfi þar sem menn standa á brettunum og róa með ár. Smá svona outbreak frá venjulega surfinu, en í þessari mynd heimsækja þeir Ísland og hittu greinilega á góðar öldur í Ólafsfirðinum ásamt öðrum töff stöðum ! Klárlega þess virði að kíkja á þetta, flott myndataka, vinnsla og surf !
THE ART OF FLIGHT KOMIN ÚT
Nýja snjóbrettamyndin frá Travis Rice og félögum í Brain Farm var að koma út í gær, The Art of Flight og hún er sjúkleg ! Hægt er að kaupa eintak af henni í gegnum Itunes og þetta er þvílík veisla ! Hlekku á myndina á Itunes er hérna fyrir neðan...
HYBRID COLOR FILMS: RED SUNDAY
Enn eitt sjúklega flott sleðavideo frá Hybrid Color Films ! Þarna eru Cory Davis og félagar með freestyle sýningu á Alyeska skíðasvæðinu uppi í Alaska. Þessar vippur hjá drengnum eru náttúrulega ekki mennskar...