KEPPNISDAGATAL MSÍ 2013
Nú er MSÍ búið að gefa út keppnisdagatal fyrir árið 2013. Eins og í fyrra fara fram 3 Ískross mót, 5 Motocross mót og 4 Enduro mót. Því miður ætla þeir að halda áfram með að láta aðeins 3 mót gilda af þeim 4 sem fara fram í Enduro en í Motocross og Ískrossi munu öll mót gilda. Hægt er að nálgast PDF af keppnisdagatalinu hér.
Grein: | Dagsetning: | Mótaröð: | Staðsetning: | Aðildarfélag: |
Ís-Cross | 2. Febrúar. | Íslandsmót | Rvk/Akureyri/Mývatn | VÍK/KKA/AMS |
Ís-Cross | 2. Mars | Íslandsmót | Mývatn | AMS |
Ís-Cross | 3. Mars | Íslandsmót | Mývatn | AMS |
Enduro / CC | 11. Maí. | Íslandsmót | Reykjavík / Suðurland | VÍK |
6 tímar. | 25. Maí. | Off-Road 6 tímar | Klaustur | VÍK / MSÍ |
Moto-Cross | 8. Júní. | Íslandsmót | Selfoss | UMFS |
Enduro / CC | 15. Júní. | Íslandsmót | Akureyri | KKA |
Moto-Cross | 29. Júní. | Íslandsmót | Akranes | VÍFA |
Enduro / CC | 27. Júlí. | Íslandsmót | Egilsstaðir | START |
Moto-Cross | 4. Ágúst. | Unglingamót | Höfn í Hornarfirði | UMFÍ / MSÍ |
Moto-Cross | 10. Ágúst. | Íslandsmót | Akureyri | KKA |
Moto-Cross | 24. Ágúst. | Íslandsmót | Mosfellsbær | MotoMos |
Enduro / CC | 31. Ágúst. | Íslandsmót | Reykjavík / Suðurland | VÍK |
Moto-Cross | 7. September. | Íslandsmót | Reykjavík / Bolaalda | VÍK |
MX | 28. – 29. Sept. | Alþjóðlegt | MX of Nation | FIM / Þýskaland |
Enduro | 30. Sep – 5. Okt. | Alþjóðlegt | Six Days Enduro | FIM / Italía |
Þing MSÍ | 9. Nóvember. | Aðalþing / Formannafundur | Reykjavík / ÍSÍ | MSÍ |
Árshátíð | 9. Nóvember. | Uppskeruhátíð | Reykjavík | MSÍ |
Vefsíða MSÍ: www.msisport.is
THE ATHLETE MACHINE - RED BULL KLUGE
Alveg hrikalega töff video frá Red Bull sem sýnir marga af þeirra bestu íþróttamönnum tengda saman í það sem þeir kalla "Kluge" ! Þarna eru meðal annars Danny MacAskill, Ryan Sheckler, Bryce Menzies, Rhys Millen, Robbie Maddison og Pat Moore ásamt mörgum öðrum !
Meira um Red Bull Kluge á www.redbullusa.com/kluge
THE SIX DAYS EUROTRIP 2012
Um helgina fór fram lokahóf MSÍ og í tilefni þess var ég beðinn um að klippa saman eitthvað efni frá Six Days ferðinni hjá okkur strákunum. Ég byrjaði að kíkja á efnið og mér féllust hendur þegar ég sá að þetta voru rúmur 5 og hálfur tími sem ég ætlaði einhvernveginn að ná að gera skil á nokkrum mínútum ! En að lokum tókst mér að koma þessu saman í þetta stutta myndband sem ég náði reyndar ekki að klára fyrr en lokahófið var byrjað og fékk það sent með usb lykli rétt fyrir sýningu ! Það reyndar klúðraðist svo sýningin á lokahófinu þar sem það hikstaði agalega, sennilega tölvan ekki að höndla full gæði af video eða eitthvað, frekar mikill bömmer eftir alla vinnuna ! En hérna er þetta komið á netið og fyrir alla til að skoða, vona að þið njótið þess og það skíni í gegn hvað þetta var geggjuð ferð í alla staði ;) ! Gjörið svo vel...
Smellið á HD og auðvitað Fullscreen til að fá almennilega sýningu !
TRIAL SUNDAY 28.10.12
Síðasta sunnudag komst ég í smá trial með strákunum í borg óttans og djöfull var þetta gaman ! Ég tók myndavélarnar með mér og náði að safna í þessa klippu á milli þess sem ég reyndi að læra eitthvað inná þessi trial kvikindi ! Takk Danni fyrir að lána mér hjólið þitt ! Vona að þið fílið þetta...
2013 SNOCROSS SLEÐARNIR
Nú er búið að kynna 2013 árgerðirnar af snocross sleðunum í USA og ég ákvað að taka saman smá um nýju sleðana sem lúkka heldur betur girnilegir. Ég bætti svo við evrópska frændanum frá Lynx sem er heldur ekki af verri endanum í ár !
Ski-Doo
Ski-Doo MXZ X RS 600 - Helstu nýjungar: Nýjir stimplar og sílindrar með nýju inntaki, mótorinn á að gefa meiri endahraða og meira tog í störtum og út úr beygjum, nýtt pústkerfi, nýjir a-armar, spindlar og stýrisendar sem eiga að gera sleðann stöðugri og snarpari í beygjum, nýjar stillingar á dempurum og nýr gormur á fremri búkkademparanum, búið að styrkja sleðann í kringum framfjöðrun og einnig píramídann um stýrið.
Polaris
Polaris IQ R 600 - Helstu nýjungar: Nýtt hedd og sílindrar sem eiga að gefa meiri kraft, nýjir Walker Evans demparar, nýtt belti sem er 15" breytt, DP bremsuklossar og lægra stýri sem á að gefa betri höndlun í beygjum.
Arctic Cat
Arctic Cat Sno Pro 600 - Helstu nýjungar: Búið að breyta afstöðu á búkka sem eykur hæð undir sleðann, ný uppsetning á búkka á að gefa betri stjórn á sleðanum, búið að styrkja búkkann og einnig sterkari skúffa, ný uppsetning á framfjöðrun og stýrisbúnaði sem gefur betri höndlun og krappari beygjuradíus, uppfært drifkerfi sem á að vera sterkara og einnig uppfærðar bremsur, nýjir blöndungar.
Lynx
Lynx Rave RS 600 - Helstu nýjungar: Kraftmeiri mótor með nýju inntaki, nýtt pústkerfi, nýtt harðara belti, nýtt drifhlutfall, sterkari demparafestingar að framan og búið að styrkja píramídann um stýrið, boðið uppá "mod kit" bæði með tvöfaldri eða einfaldri pípu.
Hrikalega girnilegar græjur sem þetta eru og greinilegt að gott getur ennþá batnað ! Þá er það bara stóra spurningin, ef þið væruð á leiðinni út í snocross braut, hvaða tæki mynduð þið velja ?